Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Side 13

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Side 13
IðjuþjálfInn 1/2011 • 13 starfsendurhæfingu sendir Trygg ingastofnun reglulega þátttökuáætlun sem unnin er í samráði við þátttakenda í starfsendurhæfingu. Það má segja að það sé ákveðið aðhald fyrir einstaklinga í endurhæfingu. Því ef þeir mæta ekki í endurhæfingarvinnuna geta þeir misst rétt sinn á endurhæfingarlífeyrinum. Þetta er því ákveðinn hvati eins og aðili sem mætir ekki til vinnu á áhættu að missa vinnuna. Það má kannski segja að það sé því meiri hvati að vera á endurhæfingarlífeyri en fyrir þann sem er á örorku að taka þátt í starfsendurhæfingar prógrammi. Nokkuð stór hópur þiggur tímabundið félagslega aðstoð frá sveitafélaginu. Hugmyndafræði Í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar er lögð áhersla á að vinna að heildstæðri úrlausn mála með hverjum og einum þátttakenda. Þessi hugmyndafræði á rætur sínar að rekja til verkefnis sem heitir Social return project - holistic approach – multidisciplinary rehabilitation and empowerment Hug­ mynda fræðin er valdefling ein stakl ings ins sem skilgreind er sem ferli til að auka getu einstaklingsins til að velja og breyta valinu í eftirsóknarverðar athafnir og útkomu (Soffía Gísladóttir o.fl., 2009). Samkvæmt þessari aðferð eiga starfsmenn starfsendurhæfingarinnar að nota allt sem mögulega getur komið þátttakendum að notum til að hjálpa þeim að komast aftur í vinnu, skóla eða í aðra virkni. Úrræði í nærsamfélaginu eru nýtt innan heilbrigðis­, félags­ og menntakerfisins. Samvinna milli ólíkra kerfa getur hámarkað árangur þjónustunnar sem þau veita. Vegna þessa er lögð mikil áhersla á samstarf við alla sem geta lagt starfsendurhæfingunni lið (Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, e.d.). Hjá starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar vinna ráðgjafar sem er ætlað að vera tengiliðir milli þátttakenda og fagfólks í heilbrigðis­ og félagsþjónustu sem hafa með málefni þeirra að gera. Ráðgjafar veita þátttakendum viðtöl eftir þörfum ásamt því að veita þeim stuðning, hvatningu og aðhald til þess að vinna að markmiðum sem þeir hafa sett sér. Lögð er áhersla á að þátttakendur beri sjálfir ábyrgð á virkni og eigin velferð (Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, e.d.). Markmið starfsendurhæfingarinnar Aðalmarkmið starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar er að þátttakendur komist í vinnu eða nám sem styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Annað markmið er að bæta lífsgæði þátttakenda og fjölskyldna þeirra. Þriðja markmiðið er að starfsendurhæfingin fari fram í heimabyggð. Með því að hafa þjónustuna í heimabyggð styttist tími sem fer í ferðalög og boðleiðir milli þjónustuaðila styttist (Soffía Gísladóttir o.fl. 2009). Ferli endur hæfingarinnar Starfsendurhæfingarferlið skiptist í þrjá hluta: undirbúning og þrjár annir. Áður en eiginleg starfsendurhæfing hefst fer fram undirbúningur sem felur í sér viðtöl við einstakling sem vísað hefur verið til SH. Hann leggur mat á stöðu sína og setur sér markmið með aðstoð ráðgjafa. Síðan er gerður þátttökusamningur milli þátttakenda og ráðgjafa fyrir hönd SH sem er bindandi fyrir báða aðila. Í samningnum koma fram markmið með þátttöku í starfsendurhæfingunni og hvaða leiðir verða farnar til að ná þeim. Markmið eru alltaf miðuð út frá hverjum og einum. Þrjár annir eru hámarkstími í endurhæfingunni. Í byrjun er lögð mikil áhersla á hópastarf. Markmið með hópavinnunni er að mynda tengsl milli þátttakenda, efla og styrkja einstaklinginn í samvinnu við aðra í hópnum. Þannig að hann fái tilfinningu fyrir því að vera hluti af hópi. Þegar líður á starfsendurhæfinguna er lögð meiri áhersla á aukið sjálfstæði. Í síðasta hluta starfsendurhæfingarinnar er starfsþjálfun á vinnumarkaði. Dæmi um aðra þjónustu á vegum starfsendurhæfingarinnar er aðstoð við atvinnuleit, fjármálaráðgjöf, iðjuþjálfun, náms­ og starfsráðgjöf, líkamsrækt, ráðgjöf sjúkraþjálfara og viðtöl við sálfræðing (Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, e.d.). Lokaorð Í ástandi eins og nú ríkir á Íslandi þar sem atvinnuleysi fer vaxandi og margir hverjir orðnir skuldum settir er þörfin fyrir starfsendurhæfingu mikil. Í slíkum aðstæðum eykst einangrun og van mátt ur fólks. Við þessu þarf að bregðast með auknum úrræðum eins og starfs endur hæfi ngu fyrir einstaklinga. Það þarf með öllum ráðum að koma í veg fyrir að fólk einangrist sem getur valdið líkamlegum og andlegum veikindum. Þeir sem vinna í SH hafa upplifað jákvæðar breytingar á einstaklingum eftir að þeir byrja í starfsendurhæfingu.Við það að rjúfa þá félagslegu einangrun sem margir af þátttakendum starfsendurhæfingarinnar eru komnir í gerast ótrúlega jákvæðir hlutir. Fólk upplifir það að vera hluti af hóp og að það stendur ekki eitt. Við það fá þeir aukið sjálfstraust og trú þeirra á eigin áhrifamátt vex. Það hefur jákvæð áhrif á einstaklinginn, fjölskyldur þeirra og börn sem eru að alast upp á heimilum þeirra. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hefur nú starfað í þrjú ár og eftirspurn mikil. Árangurinn hingað til verður að teljast góður. Stór hluti útskrifaðra nemanda hefur haldið áfram í nám, nokkrir hafið störf á vinnumarkaði þrátt fyrir erfitt atvinnuástand en allir aukið virkni sína og lífsgæði þeirra hafa aukist eins og kemur fram í rannsókn V. Helgu Valgeirsdóttur (2010) en það var eitt af því sem þátttakendum sjálfum fannst skipta mestu máli í endurhæfingarferlinu. Á næstu vikum flytur starfsemi S.H. í nýtt og betra húsnæði sem kemur til með að hafa jákvæð áhrif á starfsemina þar sem auknir möguleikar gefast til að víkka út starfsemina. Heimildaskrá Forsætisráðuneytið. (2007). Skýrsla nefndar forsætisráðherra um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar. Reykjavík: Forsætisráðuneytið. Gjesdal, S. og Bratberg, E. (2003). Diagnosis and duration of sickness absence as predictors for disability pension: Results from a three­year, multi­register based ans prospective study [rafræn útgáfa]. Scandinavian Journal of Public Health, 31, 246­254 Heilbrigðis­og Tryggingamálaráðuneytið, 2005, febrúar). Lokaskýrsla starfshóps um starfsendurhæfingu á Íslandi. Reykjavík: Heilbrigðis­og Tryggingamálaráðuneytið. Ólafur Ó. Guðmundsson (2009). Geðheilsa og fjármálakreppa. Læknablaðið, 95(3), 175. Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og Stefán Ólafsson, (2007). Algengi örorku á Íslandi. 1. desember 2005. [rafræn útgáfa]. Læknablaðið, 93, 11­14. Soffía Gísladóttir, Magnfríður Sigurðardóttir, Gunnar Viktorsson, Anna Guðný Eiríksdóttir, Löytökorpi, K,. Koivula, U. o.fl., (2009). The social return Tol project. A report on the development and implementation of a multi­disciplinary approach til rehabiliation and integration. Akureyri; SN Rehabilitation Centre. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar (e.d.). Bæklingur. Sótt 1. mars 2011 af http://www.stendur.is/B%C3A6klingut.pdf V. Helga Valgeirsdóttir (2010). Væntingar þátttakenda í starfsendurhæfing. Lokaverkefni til MA gráðu í félagsráðgjöf. Félagsráðgjafadeild. Félagsvísindasvið.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.