Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Qupperneq 24

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Qupperneq 24
24 • IðjuþjálfInn 1/2011 Guðrún Dadda Ásmundardóttir Iðjuþjálfi og fyrrverandi deildarstjóri dagendurhæfingardeildar Hrafnistu Þann 6. apríl 2009 var ný deild formlega sett á laggirnar sem hlaut nafnið Gull foss stofa – dagendurhæfingardeild fyrir eldri borgara og staðsett á Hrafnistu í Reykjavík. Bakgrunnur deildarinnar er samningur sem Hrafnista gerði við heilbrigðisráðuneytið á þeim tíma. Í samræmi við samninginn var stofnaður samráðshópur sem stýrir öllum umsóknum. Í hann voru skipaðir fulltrúar frá útskriftarteymi Landspítala háskólasjúkrahúss, heimaþjónustu Reykja víkurborgar, heimahjúkrun heilsu­ gæslustöðva höfuðborgarsvæðisins og félags­ ráðgjafi Hrafnistu. Nefndin fundar einu sinni í viku og tekur fyrir umsóknir. Ekki eru þær taldar gildar nema þeim fylgi læknabréf og beiðnir um iðju­ og sjúkra þjálfun, þó leyfilegt sé að rita þær inn í læknabréfin. Strax í upphafi var ákveðið að iðjuþjálfi skyldi vera deildarstjóri deildarinnar og var ég, Guðrún Dadda Ásmundardóttir, ráðin til starfa í byrjun apríl. Var það ný nálgun í öldrunargeiranum að láta iðjuþjálfa vera við stýrið og því spennandi fyrir okkar fagstétt að fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Sú hugmyndafræðilega nálgun sem ég valdi fyrir deildina var Til munns og handa, MOHO. Það sem ég dró út úr kenningunni sem leiðarljós deildarinnar, var að einstaklingurinn myndi eignast innihaldsríkara líf, eflast á sál og líkama og lengja lífdaga í eigin húsnæði. Til að þetta megi gerast er lögð áhersla á eflingu viljans og áhugans, trúar á eigin áhrifamátt og getu til eigin umsjár. Ástæða þess að þessi hugmyndafræðilega nálgun var valin, var að ef gestur deildarinnar vildi geta nýtt sér endurhæfinguna yrði vilji og áhugi að vera til staðar sem grunnforsenda alls þess sem koma skyldi. Til stuðnings við MOHO er horft til valdeflingar (Empowerment) því að allt starf á deildinni er byggt á samstarfi og/ eða hvatningu starfsmannsins til að gesturinn vinni að sínum markmiðum að sjálfsdáðum. Til hliðsjónar höfum við haft Flow Theory þar sem það skiptir máli að vera meðvitaður um mikilvægi þess að virknin, þjálfunin og annað sem gesturinn tekur sér fyrir hendur sé innan getu og hæfni hans – ekki of erfitt og ekki of auðvelt, gesturinn er í flæði í sinni endurhæfingu. Í hinu daglega starfi er oft á tíðum erfitt að útskýra fyrir fólki hugmyndafræðina á bak við deildina. Því valdi ég að nota orð sem allir skilja og geta tengt sig við. Það voru hin góðu gömlu gildi sem lýstu best MOHO kenningunni og koma þau vel fram í eftirfarandi setningum; að gagnkvæm virðing sé viðhöfð, að enginn er yfir aðra hafinn og að umhyggja og samhygð sé höfð að leiðarljósi í samskiptum. Og síðast en ekki síst er að njóta lífsins og skemmta sér, að hafa gaman saman gefur þessu öllu gildi og gleðin er náttúrulegt lyf sem svínvirkar. Hinn praktíski rammi deildarinnar er að við höfum heimild til að vera með allt að 30 gesti á dag sem þýðir að um 70 manns rúlla í gegnum deildina í viku hverri. Við erum með opið frá 8­19 því gestirnir okkar eiga misauðvelt með að mæta snemma á morgnana. Því eigum við auðveldara með að bjóða upp á endurhæfingu á þeim tíma dags sem hentar þeim best. Þó eru flestir sem velja að koma í byrjun dags og fara heim að kaffi loknu. Hver gestur getur valið að vera frá 2­5 daga vikunnar en flestir velja að vera 3 daga vikunnar. Hver og einn sem fær samþykkta dvöl hjá okkur fær úthlutað átta vikum og er illmögulegt að fá framlengingu. Því skiptir máli að mæta sem oftast í vikunni til að nýta tímann sem best. Endurhæfingin í dagþjálfuninni fer þannig fram að fyrstu dagarnir fara í að kynnast deildinni og dagskrá hennar. Endurhæfingin er bæði félagsleg og líkamleg. Líkamlega þjálfunin er fólgin í sjúkraþjálfun, bæði einstaklings­ og hópþjálfun. Einnig eru íþróttakennarar sem sinna hóptímum í leikfimi og sundleikfimi ásamt öðrum íþróttum. Félagsleg endurhæfing er annars vegar fólgin í því að taka þátt í félagsstarfi deildar og hússins, hins vegar að vera í iðjuþjálfun. Þjálfunin getur falið í sér handþjálfun vegna gigtar eða að stunda ýmiss konar iðju eins og tómstundir. Fræðsla er hluti af dagskránni. Í henni er fjallað um byltuvarnir, hvernig megi minnka byltuhættu heima fyrir, og áhrif lyfja á t.d. jafnvægisskynið. Einnig um mikilvægi virkni sem lið í að rjúfa félagslega einangrun og efla trú á eigin áhrifamátt o.s.frv. Veitt er aðstoð við að finna varanleg úrræði að útskrift lokinni. Fyrst um sinn fór allur okkar tími í að búa til innra skipulag, búa til rútínu, stunda ­ töflur og skráningarblöð o.s.frv. Excel­skjölin urðu mörg og notuð til að halda utan um skráningu, tölfræði, tímana í sjúkra þjálfun, hvern á að sækja hvenær fyrir leigu bílstjórana. Það þurfti að fá húsgögn í stofuna, fara í heimsóknir til Þorsteins Berg mann á Skólavörðustígnum til að sækja kaffi bolla og tilheyrandi, kaupa blóm og annað punt til að gera stofuna heimilislega, og ekki má gleyma teppunum góðu sem ylja gestum deildarinnar í hvíldinni. Öllu þessu þurfti að sinna milli þess sem við hlúðum að gest un um okkar góðu en fjöldi þeirra jókst með hverri viku. Fyrsta árið okkar 2009 voru gestir deildarinnar rúmlega 80 en á ár inu 2010 voru þeir 314 í heildina. Okkur reikn ast til að á árinu 2011 muni um 500 gestir sækja dagendurhæfinguna heim. Gullfoss stofa Dagendurhæfingardeild Hrafnistu í Reykjavík fyrir eldri borgara

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.