Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 28
28 • IðjuþjálfInn 1/2011 Harpa María Örlygsdóttir Iðjuþjálfi og íþróttakennari Æfingastöðin Félagsfærni er færni í mannlegum sam­skiptum og hegðun sem gerir okkur kleift að taka þátt í samfélaginu. Við byrjum sem ungabörn að læra félagsfærni og erum að læra allt okkar líf. Börn læra þessa færni eða hegðun af fólki sem það umgengst svo sem. foreldrum, systkinum, kennurum, vinum og ættingjum. Flest börn læra sjálfkrafa þessa hegðun og eru ekki að spá í þær óskrifuðu reglur sem fylgir því að verða þátttakandi í samfélaginu. Sum börn eiga erfiðara með að læra þessa hegðun og þurfa því beina kennslu og þjálfun í félagsfærni. Á Æfingastöðinni við Háaleitisbraut er boðið upp á ýmis námskeið þar sem áhersla er lögð á að efla félagsfærni. Æfinga stöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk sem þurfa aðstoð við að bæta færni í leik og starfi, svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins. Veitt er bæði einstaklings­ og hópþjálfun af iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum. Félags­ færninámskeiðin á Æfingastöðinni eru fyrir börn og ungmenni á aldrinum 3­16 ára og fara þau fram í hópum, þar sem yfirleitt eru 4­6 börn í hóp. Á sumum nám skeiðunum er að auki lögð áhersla á fínhreyfifærni, grófhreyfifærni og útiveru. Þau börn sem eru með slaka félagslega færni eru gjarnan vinafá, verða oft fyrir stríðni, hafa ekki getu í að vinna í hóp, eru með lítið sjálfstraust og hafa litla leik­ gleði í sér. Þessir þættir geta haft áhrif á svo margt í lífinu, svo sem líðan í skóla og tóm stundum og jafnvel á námslega færni. Það er jafn mikilvægt að læra félagsfærni eins og stærðfræði og sund. Það er því mikilvægt að grípa inn í sem fyrst og veita þessum börnum kennslu og þjálfun, því það er hægt að ná góðum árangri með þjálfun í félagsfærni. Reynslan hefur sýnt að góð leið til að kenna og þjálfa félagsfærni er í gegnum leik. Börn læra margt í gegnum leik og er mikil vægi þess oft vanmetið. Þau þurfa aðstoð við að skilja leik og leikreglur og til hvers er ætlast af þeim. Börn með slaka félags færni verða að fá tækifæri sem og æfingu í að vera þátttakendur í hóp. Þau þurfa meðal annars kennslu í að skiptast á, fylgja fyrirmælum og reglum, tjá sig í hóp, hlusta á aðra, taka tillit til annarra, ein beita sér, leysa verkefni, leysa ágreining, eiga samskipti, sýna samvinnu, sýna sam­ kennd og tjá tilfinningar. Meginmarkmið námskeiðanna á Æfinga stöðinni er að börnin fái tækifæri til að vera hluti af hóp og að virkja þátt­ tökugleði þeirra. Á námskeiðunum er meðal annars stuðst við hugmyndafræði sem byggir á lausnamiðuðum aðferðum sem snýr að hvernig barnið sér vandamál og fær aðstoð við að leysa það og hug­ myndafræði reynslunáms sem byggir á því að barnið lærir það sem það upplifir. Þegar börn koma á námskeiðin er mikil vægt að þau viti hvað þau eru að gera þar og að allir sem koma á Æfingastöðina eru að æfa sig í einhverju. Á hverju nám­ skeiði eru settar reglur með hópnum og þær eru æfðar og ræddar en einnig er farið í ýmsa leiki og samvinnuverkefni sem reyna á þær reglur. Reglurnar eru meðal annars tengdar þáttum eins og vináttu, sam vinnu og jákvæðni. Sem dæmi um regluna vinátta, þá eru kennd ýmis ráð til að eignast vini, koma vel fram við aðra, hvað hægt sé að gera ef upp kemur ágrein ingur og hvernig megi stjórna reiði og fleira. Þá eiga sum börn auðvelt með að um gangast og tala við fullorðna en eiga í erfiðleikum með að tengjast öðrum börnum. Í þeim tilfellum þarf þjálfarinn að fara í hlutverkaleiki og barnið þarf að fá að prófa að framkvæma hlutina og fá stuðning frá þjálfara allan tímann. Í sumum tilfellum virkar vel að nota félags­ færnisögur, litlar sögur í máli og myndum, þar sem skýrt er út skref fyrir skref hvað gera skal í vissum aðstæðum. Til að hægt sé að meta árangur setja börn frá u.þ.b. átta ára aldri sér markmið í samráði við þjálfara og foreldra. Mark­ miðin hafa það að leiðarljósi að vekja áhuga barnsins á þjálfuninni og auka skilning á því sem verið er að vinna með. Börnin vinna að markmiðunum á námskeiðinu og eru þau tengd þeim þáttum sem hindra barnið í félagsfærni. Mark miðin eru endurmetin í lok hvers námskeiðs. Dæmi um markmið sem börn hafa sett sér eru: Ég ætla að æfa mig í að fara eftir fyrirmælum, ég ætla að hafa betri stjórn á skapinu, ég ætla að vera jákvæður og kynnast öðrum krökkum. Rannsóknir sýna að hægt sé að tengja slaka félagsfærni við neikvæða sjálfsmynd og líðan. Börn og sérstaklega ungmenni eru uppteknari af því hvað þau eru léleg en hvað þau eru dugleg. Mikilvægt er því að mæta þessum börnum með hlýju og áhuga, efla styrkleika þeirra og byggja upp sjálfsvitund og sjálfstraust. Stór hluti af því að vera með góða félagsfærni er að vera ánægður og sáttur við sjálfan sig. Það er ekkert betra en að sjá glöð og ánægð börn. Þar er hrósið stærsta vopnið enda hefur það verið kallað vítamín sálarinnar. Félagsfærniþjálfun barna á Æfingastöðinni

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.