Skólavarðan - 01.03.2005, Síða 7

Skólavarðan - 01.03.2005, Síða 7
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS 7 endalaust í öskustó. Það er skólastarfi fjötur um fót ef launakjör kennara, skóla- stjórnenda og námsráðgjafa eru ekki þokkalega góð. Þar megum við ekki bara líta til launanna heldur til starfskjaranna yfirleitt. Það þarf að vera nægur tími til að sinna kennslunni, undirbúningi og þeim störfum sem vinna þarf með nemendum og að skólarnir hafi eðlilegt svigrúm til að sinna þróun, framfarastarfi og átta sig á þeim breytingum sem samfélagið krefst að þeir taki þátt í.“ Árið 1999 ákváðu stéttarfélög kennara á Íslandi að ganga í bandalag og Kennara- samband Íslands hið nýja hóf störf árið 2000. Var þetta heillaskref? „Já, tvímælalaust. Það má eiginlega segja að hugmyndin um að sameina alla kennara í ein heildarsamtök hafi fylgt mér allt frá því ég byrjaði sjálf að kenna. Og ekki má gleyma því að viðleitni til að sam- eina kennara hafði staðið allt frá 7. áratug síðustu aldar. En það vill svo skemmtilega til að alheitustu sameiningarsinnarnir voru við kennslu með mér á Austurlandi. Ég fékk m.ö.o. gott uppeldi sem kennari í að berjast fyrir þeirri hugsjón að sam- eina kennara í eitt félag. Ég man eftir sjálfri mér talandi um þetta strax 1983. Það voru margir sem höfðu þessa hugsjón og stundum tók á eins og á 9. áratugnum þegar alvarleg tilraun sem gerð var til að sameina HÍK og hið gamla KÍ mistókst. En þegar gerð var ný atlaga var verkinu gefinn nægur tími. Ég er sammála Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambandsins og samverkamanni mínum til margra ára, að sennilega hefur það skipt sköpum um sameininguna að okkur tókst vel að vinna saman í erfiðum kjarasamningum og verk- falli árið 1995. Þá komu grunn- og fram- haldsskólakennarar baráttumálum sínum sameiginlega í höfn. Það sem á eftir kom var léttara. Ég held að sameining kennara- félaganna hafi tvímælalaust verið heilla- skref og ákaflega ánægjulegt að leikskóla- kennarar bættust fljótlega í hópinn.“ Hvernig breytist aðkoma þín að mál- efnum kennarastéttarinnar nú þegar þú sleppir hendinni af FF? „Á löngum ferli breytast áherslur og áhugamál. Núna stöndum við frammi fyrir því að gera nýjan kjarasamning og ég reikna með að það komi í minn hlut að ljúka því verki sem hafið var. Ég finn hjá mér mikinn áhuga á því að vinna áfram að framgangi margra mála innan KÍ. Áhugi minn hefur alla tíð beinst jafnt að skóla- , mennta- og kjaramálum en atvikin hafa hagað því svo að ég hef dregist mest inn í gerð kjarasamninga. Nú vil ég gjarnan geta beint sjónum mínum frekar að skóla- og menntamálum og að þróun Kennara- sambandsins sem heildarsamtaka. Ég hef þá hugmynd að meistaranám í opinberri stjórnsýslu, sem ég stunda um þessar mundir, geti nýst vel í starfi mínu fyrir Kennarasambandið. Svo vil ég gjarnan geta sinnt kennslu og málefnum þýsku- kennslu.“ Guðlaug Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Kristín Bogadóttir Elna Katrín Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.