Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 9
störf (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2004). Þar sem ekki er unnt að gera ítarlega grein fyrir rannsókninni í stuttri grein verður ein- ungis getið nokkurra niðurstaðna. Þar er fyrst til að taka að drengirnir telja yfirleitt að hærri tekjur fáist fyrir störf og þeir hafa áhuga á störfum sem gefa háar tekjur. Það gæti verið ein skýring á kynbundnum launamun að stúlkur virðast ekki „sjá" efstu stig launaskalans. Stúlkurnar hafa frekar áhuga á störfum sem þær telja að mikil virðing sé borin fyrir og þær telja yfirleitt að störf séu virðingarverðari en drengirnir. Þetta sýnir að drengir og stúlkur meta ekki ein- ungis störf með ólíkum hætti heldur eru mælistikurnar sjálfar ólíkar þar sem t.d. launastikan er víðari hjá drengjum en virðingarstikan víðari hjá stúlkum. Þá er innbyrðis röðun á þessum mælistikum ólík eins og sést í töflu 2. Taflan sýnir að piltar og stúlkur raða störfum ekki í sömu virð- ingarröð. Fleiri mælistikur eru notaðar ólíkt hjá drengjum og stúlkum. Margbreytudreifi- greining á ellefu störfum sýnir að drengjum finnst að meiri frítími sé í grunnskólakenn- arastörfum og læknastörfum en stúlkum. Þá finnst drengjum að nám eða aðgengi að hjúkrunarfræðistarfi og ritarastarfi sé auðveldara en stúlkum. Stúlkur voru áber- andi meira á þeirri skoðun að störfum fylgi mikil ábyrgð. Marktækur munur er á kynj- unum á sjö störfum þegar unglingarnir voru beðnir um að meta ábyrgð í störfum þar sem stúlkurnar töldu í öllum tilvikum að þau fælu í sér mun meiri ábyrgð en drengirnir. Þessi munur í starfshugsun verður best skýrður með ólíkri félagslegri stöðu kynjanna. Drengjum finnst nám sem þeir stefna ekki í auðveldara en stúlkum sem eru líklegri til að fara í ritaranám eða hjúkrunarfræðinám. Það segir okkur einnig sitthvað um félagslega stöðu kynj- anna og verkskiptingu vinnumarkaðar að drengir mæla út launin en stúlkur virðingu og ábyrgð. Af framansögðu má vera ljóst að piltar og stúlkur hugsa um störf og starfs-upplýs- ingar með nokkuð ólíkum hætti og hefur þessi ólíka hugsun án efa áhrif á það hvert áhuginn beinist í heimi starfanna. Þegar upplýsingum um störf er miðlað til ungs fólks þarf að taka með í reikninginn að viðtökur eru ólíkar eftir því hvort í hlut eiga piltar eða stúlkur. Einnig þarf að fjalla um ólíka afstöðu kynjanna til starfa í fræðslu um nám og störf til að ungt fólk geri sér grein fyrir að starfshugsun og starfsáhugi eru mjög tengd félagslegri stöðu kynjanna. Ef vilji er til að hafa áhrif á kynjabundna verkskiptingu á vinnumark- aði þarf að upplýsa unga fólkið um þessa félagslegu krafta. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er lektor í Ma-námi í náms- og starfsráðgjöf. Heimildir: Gottfredson, L. S. (1981). Circumscription and compromise: A developmental theory of occupational aspirations [Monograph]. Journal of Counseling Psychology 28(6): 545-579. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (2004). Ólík hugsun um störf eftir kynferði. Í Úlfar Hauksson (ritstj.) Rann- sóknir í félagsvísindum V. Fyrirlestrar af ráðstefnu viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísinda- deildar. (Bls. 193 - 206). Reykjavík: Félagsvísinda- stofnun. Jón Torfi Jónasson. (1997). Students passing the University entrance examination (UEE) 1911-94. European Journal of Education, 32, (2), 209-220. O´Dowd, D.D. & Beardslee, D.C. (1960). College Stu- dent images of a selected group of professions and occupations. Middletown, CT: Weslyan University. Sharf, R. S. (2002). Applying career development to counseling (3.útgáfa). Pacific Grove, CA: Brooks/ Cole. Shinar, E.H. (1975) Sexual stereotypes of occupations. Journal of Vocational Behavior, 7, 99-111. Shivy, V.A., Rounds, J. & Jones, L.E. (1999). Applying Vocational Interests Models to Naturally Occurring Occupational Perceptions. Journal of Counseling Psychology. 46, 207-217. Æðri stjórnendur Eðlis- og verk- fræðingar Heilbrigðis- / náttúruvísindi Kennarar Tækni- og skristofufólk Þjónusta Bændur og sjómenn Iðnaður / ósérhæft Óákveðnir Heild Drengir 2 12 7 3 9 8 4 26 21 100 Stúlkur 1 6 11 10 11 21 1 3 15 100 Heild 2 9 9 6 10 14 3 16 18 100 Tafla 1. Líklegt framtíðarstarf eftir kyni. Hlutföll svarenda. N = 318. SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 9 Tafla 2. Hlutfall drengja sem merkir við þrjú efstu gildin af sjö á 7- skiptum virðingarskala (lítil virðing – mikil virðing) (N= 483). Virðing Starfa Drengir (%) 1. Læknir 80 2. Verkfræðingur 57 3. Hjúkrunarfræðingur 53 4. Rafvirki 41 5. Sjómaður 40 6. Bifvélavirki 35 7. Grunnskólakennari 30 8. Rafsuðumaður 22 9. Sölumaður 21 10. Flutningabílstjóri 16 11. Ritari 13 Hlutfall stúlkna sem merkir við þrjú efstu gildin af sjö á 7- skiptum virðingarskala (lítil virðing – mikil virðing) (N= 400). Virðing Starfa Stúlkur (%) 1. Læknir 92 2. Hjúkrunarfræðingur 81 3. Grunnskólakennari 59 4. Verkfræðingur 57 5. Sjómaður 49 6. Rafvirki 41 7. Bifvélavirki 40 8. Ritari 28 9. Rafsuðumaður 25 10. Sölumaður 23 11. Flutningabílstjóri 18 GESTASKRIF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.