Skólavarðan - 01.03.2005, Side 10

Skólavarðan - 01.03.2005, Side 10
10 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Þing Kennarasambands Íslands 2005 verður haldið 14. og 15. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík. Yfirskrift þingsins verður: Er skólinn á ábyrgð okkar allra? Að lokinni þingsetningu, ávörpum gesta og tónlistarflutningi mun Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, flytja erindi um efni yfirskriftarinnar. Því næst taka við hefðbundin þingstörf. Þingið sitja tæp- lega 200 fulltrúar frá félögunum sjö sem mynda Kennarasambandið. Síðari daginn verður m.a. málstofa um fimm afmörkuð efni þar sem jafnmargir gestir halda stutt erindi. Umræðuefnin eru: Skóli fyrir alla - alla ævi, Barnið í brennidepli - einstaklingsmiðað skólastarf og jafnrétti til náms - klisjur eða raunveru- leiki? Kennaramenntun á 21. öld, Hvernig á að breyta kennaramenntuninni? Hvernig eiga kennarasamningar að vera? Stytting eða skerðing - boðar menntamálaráðherra lélegra nám til stúdentsprófs? Meðal þinggagna sem send hafa verið út eru skýrsla stjórnar KÍ 2002 - 2005, til- laga frá stjórn um stefnu Kennarasam- bands Íslands í kjaramálum, tillaga frá skólamálaráði, tillaga frá stjórn um stuðn- ing við stofnun kennarasambands í Palest- ínu og síðast en ekki síst löng og ítarlega skýrsla og tillögur þemanefndar, en hún hefur á undanförnu kjörtímabili unnið umfangsmikið starf um þema 2. þings KÍ 2002, Kennsla - aðlaðandi ævistarf. Þá eru í gögnunum tillögur sem fram hafa komið um breytingar á lögum Kenn- arasambandsins og drög að fjárhagsá- ætlun þess næsta kjörtímabil. Þinggögn eru aðgengileg öllum sem vilja kynna sér þau á heimasíðu Kennara- sambandsins. Samkvæmt lögum Kennarasambands Íslands eru formaður og varaformaður þess kjörnir í allsherjaratkvæðagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir þingið. Ekki fór fram sérstök kosning að þessu sinni þar sem aðeins bárust tilnefningar um núverandi formann og varaformann. Því er sjálfkjörið í þessi embætti. Kjörstjórn KÍ hefur tilkynnt að Eiríkur Jónsson sé rétt kjörinn formaður Kennarasambands Íslands og Elna Katrín Jónsdóttir rétt kjör- inn varaformaður þess kjörtímabilið 2005 - 2008. GG Í aprílblaði Skólavörðunnar 2004 var fjallað um SAFT en það er rannsóknar- og fræðsluverkefni um örugga netnotkun barna sem sjö aðilar frá fimm Evrópulöndum standa að. Landssamtökin, Heimili og skóli, stýra verkefninu hér á landi. Út er komið nýtt námsefni sem kallast SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og tók Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við því við hátíðlega athöfn í Hlíðaskóla á alþjóðlega netöryggisdeginum 8. febrúar sl., en haldið var upp á hann í 27 löndum. Kennsluefnið SAFT er unnið á vegum Heimilis og skóla og er hannað til að aðstoða og styðja kennara við að fræða nemendur um örugga og ábyrga notkun á Netinu. Samkvæmt upplýsingum Heimilis og skóla er búist við að SAFT verði notað í upplýsingatæknikennslu og að það nýtist við almenna kennslu, þar sem farið er yfir þætti á borð við leitartækni, heimildagagnrýni og fleira. Kennsluefnið SAFT var útbúið í samstarfi sjö aðila í fimm löndum. Starfsfólk Námsgagnastofnunar fór yfir íslensku útgáfuna og verður henni dreift í möppu sem inniheldur geisladisk með efninu ásamt kennsluleiðbeiningum. Heimili og skóli hafa einnig tekið að sér að vinna verkefni um örugga netnotkun barna og unglinga á Íslandi. Það er unnið innan ramma Safer internet Action-áætlunar ESB og hefur menntamálaráðuneytið falið Heimili og skóla að annast útfærslu verkefnisins sem á að ljúka 1. október 2006. Einnig hefur verið hleypt af stokkunum sögusamkeppni í þátttökulöndunum 27 hjá 9-16 ára grunnskólanemum. Tilgangur keppninnar er að fá fullorðna og börn til að ferðast saman um Netið og gera þar uppbyggilega hluti jafnhliða því að örva sköpunargleði og ímyndunarafl. SAFT stendur fyrir Safety Awareness Facts and Tools á ensku en á íslensku Samfélag, fjölskylda og tækni. Sjá nánar www.saft.is SAFT nýtt kennsluefni um örugga netnotkun barna Þriðja þing Kennarasambands Íslands Er skólinn á ábyrgð okkar allra? Ljósmynd: Jón Svavarsson

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.