Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 17

Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 17
gera. Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að undirbúa einhverja líffræði- kennslu og grasafræði en það er ekki nákvæmlega það sem verkefnið snýst um. Leikurinn er hér í algeru aðalhlutverki og börnin fræðast/læra gegnum hann. Þau sjá hér lauftré og barrtré, lyng og margvíslegan annan gróður. Umhverfið er auk þess síbreytilegt, stundum er allt blautt, ísilagt og á kafi í snjó eða allt er í blóma. Birtan er svona í dag en öðru vísi á morgun. Sama er að segja um lyktina. Hún er líka fjölbreytileg,“ sagði Ingibjörg. Á leiðinni í skóginn eru ákveðnar stoppistöðvar. Þau byrja á því að fara upp á hól rétt við skjógarjaðarinn. Þar er flaggstöng og þar taka þau veðrið. Frá hólnum sjá þau Ingólfsfjall og þau hafa séð til Norðurpólsins og meira að segja Jesús og margt fleira áhugavert. Af hólnum er síðan farið inn í skóginn að leika sér. Önnur hefð felst í því að fara með brauðbita handa öndunum á tjörn- inni og matarafganga handa krumma. Ingibjörg sagði að börnin lifðu sig inn í hefðbundna leiki og létu ímyndunaraflið leiða sig. „Þau eru sjóræningjar, dýrin í Hálsaskógi eða hvað þeim nú dettur í hug. Stundum heitir skógurinn Skruggu- skógur, Hálsaskógur eða Úlfaskógur. Það fer bara eftir því hvernig landið liggur. Hér upplifa börnin algert frelsi, hér er engin girðing, bara náttúran og hin ósýni- lega girðing sem markast af samheldni hópsins. Héðan vilja börnin helst ekki fara heim. Þau fá aldrei nóg af útiverunni. Og á sumrin þegar vel viðrar eru þau hér meira og minna allan daginn.“ Ingibjörg sagði að börnin færu í sér- staka vettlinga þegar þau færu í skóg- inn. Þetta eru fallegir lopavettlingar sem eru prjónaðir sérstaklega fyrir Álfheima. Börnin hafa sannreynt að þetta eru bestu vettlingar sem hægt er að hugsa sér og vilja helst enga aðra. Ingibjörg og samstarfskonur hennar hafa verið boðberar skógarskóla á Íslandi. Þær héldu kynningarfund fyrir fjögur sveitarfélög á Seltjarnarnesi um efnið fyrir stuttu og námskeið fyrir leikskólakennara á Akureyri nú í vetur, einnig hefur starfið verið kynnt á málþingum RKHÍ 2003 og 2004 auk kynningar í heimabyggð. Skýrsla um efnið er komin út á vegum KHÍ og er Kristín Norðdahl verkefnisstjóri hennar. GG Ljósmyndir: Skólavarðan Leikskólinn Álfheimar á Selfossi.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.