Skólavarðan - 01.03.2005, Page 18

Skólavarðan - 01.03.2005, Page 18
18 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 KENNARAMENNTUN Allt nám í kennslufræði við Háskóla Íslands verður nú skilgreint á meistara- stigi. Frá og með hausti 2005 verður boðið upp á 60 eininga MA-nám. Hið hefðbundna kennsluréttindanám kall- ast nú diplómanám í kennslufræði og telst fyrri hluti meistaranáms og veitir kennsluréttindi. Helsta breytingin er sú að nú verður í raun til ný grein, þ.e. rannsóknartengt nám í kennslufræði. Næsta vetur er strax boðið upp á tvö ný námskeið á meistarastiginu, annað fjallar um nýjungar í kennsluháttum en hitt um skólaþróun og sjálfsmat. Frestur til að sækja um nám í kennslufræði er 1. apríl nk. Nauðsynlegt að efla rannsóknir „Það vantar tilfinnanlega rannsóknir á þessu sviði og þetta er hugsað sem ein leið til að bæta úr því,“ sagði Hafdís Ingvarsdóttir dósent við Háskóla Íslands. „Það eru tvenns konar markmið með því að gera þessar breytingar. Annars vegar að efla rannsóknir í kennslufræði. Við vitum mjög lítið hvað er að gerast í fram- haldsskólunum, til dæmis hvað fer fram í kennslustofunum. Ég hef hins vegar komist að því gegnum nemendur mína, sem fara í æfingakennslu í skólana, að þar er mikil gróska en upplýsingum hefur ekki verið kerfisbundið safnað né þær greindar. Þetta veldur því að við stöndum illa þegar við erum að fjalla um framhaldsskólann því við höfum fáar rannsóknir til að vitna í og styðjast við. Nú bíðum við spennt eftir meistaraprófsritgerðunum sem byggjast á rannsóknum á starfi framhaldsskólans. Miklar breytingar á eðli kennarastarfsins Hins vegar erum við að mæta kalli tímans. Háskóli Íslands er móðurskóli fagkenn- aramenntunar, en miklar breytingar urðu á störfum kennara með nýju aðal- námskránni frá 1999. Nú eru þeir ekki einungis að kenna fagið sitt heldur þurfa þeir að tileinka sér nýjar kennsluaðferðir, semja skólanámskrár og námsefni og eiga líka að vera matsfræðingar. Það er ekki óskastaða að kennarar séu háðir utanað- komandi ráðgjöfum um mat. En nú sjáum við fram á að þekkingin komist inn í skólana og fólk fái tækifæri til að dýpka þekkingu sína á þessum sviðum. Endurmenntun er allra góðra gjalda verð en í fæstum tilfellum nær hún þeirri dýpt sem við erum að vonast til að ná með þessu námi.“ Heimasmíðuð útfærsla í takt við umheiminn Hafdís var spurð að því hvort farið væri að erlendum fyrirmyndum um þetta nám. „Útfærsla er heimasmíðuð því við erum að laga okkur að því sem er að gerast í skól- unum hér. Það hefur verið mér kappsmál að vera í miklum og góðum tengslum við skólana. Áður fyrr fannst mér þessi tengsl of lítil en það hefur breyst mikið til batn- aðar. Ég held líka að kennarar telji sig núorðið bera töluverða ábyrgð á menntun stéttar sinnar. En við sækjum auðvitað hugmyndir til nágrannaþjóðanna og fyrir stuttu lauk starfi nefndar sem ég var í og hafði það hlutverk að bera saman kenn- aramenntun á Norðurlöndum og þá sá ég að við vorum langt á eftir öllum öðrum í þessum efnum. En stefna Evrópusam- bandsins í málefnum kennaramenntunar er í þessum anda svo það styður okkur til að fara þessa leið. Þeir nemendur sem lokið hafa 30 ein- ingum geta tekið viðbótina og lokið meistaranámi strax haustið 2006 en þeir sem byrja frá grunni í haust geta útskrifast vorið 2007.“ GG Hafdís Ingvarsdóttir dósent í kennslufræði við HÍ. Meistaragráða í kennslufræði við Háskóla Íslands Viðtal við Hafdísi Ingvarsdóttur forstöðumann kennslufræðináms við Háskóla Íslands

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.