Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 20
20
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005
SKÓLAHEIMSÓKN
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafells-
sýslu er á Höfn í Hornafirði. Þar stunda
250 manns nám, sumir í fullu námi en
mjög margir í minna, allt niður í einn
fjarnámsáfanga. Skólinn hefur alls
110 nemenda ígildi. Skólameistari er
Eyjólfur Guðmundsson en hann á ættir
að rekja vestur á Flateyri.
Skólasamfélagið á Austurlandi öllu
er víðáttumikið og samgöngur víða
erfiðar en skólarnir litlir. Til að koma
á móts við vandamál sem það hefur
í för með sér hefur verið komið upp
öflugu samstarfi milli Framhalds-
skólans í Austur-Skaftafellssýslu,
Verkmenntaskóla Austurlands á
Neskaupstað og Menntaskólans á
Egilsstöðum. Tæknin er í lykilhlut-
verki og fjarfundabúnaður mikið
notaður auk netsins.
FAS býður upp á almennt bók-
nám til stúdentsprófs á málabraut,
náttúrufræðibraut og félagsfræði-
braut auk náms á almennri náms-
braut. Í skólanum var einnig til
skamms tíma sjávarútvegsbraut en
menntamálaráðuneytið lagði hana
niður í haust þar sem hún gekk ekki
nógu vel á landsvísu. Eftir stendur 30
tonna skipstjórnarnám (réttindanám)
sem er 5 einingar og hægt að taka í fjar-
námi. Um 40 nemendur víðs vegar að,
þar af tveir á Spáni, eru í þessu námi. Að
því loknu geta nemendur tekið Slysavarna-
skóla sjómanna í Sæbjörgu sem gefur eina
einingu og þá eru 30 tonna réttindin í
höfn. FAS býður upp á fullkomna aðstöðu
til fjarnáms og aðstoðar nemendur við
það eftir föngum. Spennandi nýjung í
starfi skólans er frumkvöðlanám sem var
fyrst í boði sl. vor.
Komið á móts við þá sem vilja læra
Samstarf austfirsku framhaldsskólanna
felst m.a. í sameiginlegu námsframboði
og námsmati. Kennararnir, sem oft eru
einir um grein, styðja hver annan með
samvinnu og samráði og skólameistar-
arnir og kennarar hittast á hverju ári
til að skipuleggja starfið. Eyjólfur
sagði að á fámennum stöðum væri
nauðsynlegt að beygja og sveigja
skólastarfið að þeim aðstæðum
sem ríktu og gera það besta úr.
Reynt væri að breikka grundvöll skólans
svo að hann hefði víðtækara hlutverk en
framhaldsskólar víða annars staðar. „Við
reynum að ná sem best utan um allt sem
heitir nám að loknum grunnskóla. Það er
skylda okkar að koma á móts við alla hér
sem vilja læra. Þörfin og eftirspurnin ráða
því hvað er í boði hverju sinni. Við bjóðum
líka upp á margvíslegt námskeiðahald, en
þá virkjum við fólkið í sveitarfélaginu eða
köllum til okkar gesti,“ sagði Eyjólfur.
Nemendur vinna undir
hundrað tíma reglu
Í kjörorðum skólans felst að skóli sé þjón-
ustustofnun og námið hvort tveggja í senn
vinna og félagslegt ferli. Gengið er út frá
því að nemendur séu sjálfir ábyrgir fyrir
námi sínu og sinni því eins og hverju öðru
starfi. Gert er ráð fyrir því að hver þriggja
eininga áfangi sé u.þ.b. eitt hundrað
klukkustunda samfelld vinna nemandans,
hvort sem hann fær sex, fjórar eða færri
kennslustundir á viku í viðkomandi fagi.
Hugtökin heimavinna og eyður í töflu eru
einfaldlega úrelt. Hver nemandi býr til
vinnuáætlun, í samvinnu við kennara, sem
felur í sér kennslustundir áfangans og aðra
vinnu sem tengist honum. Nemendur geta
búist við því að fá ekki kenndar fullar sex
kennslustundir í þriggja eininga áfanga.
Kennarinn hugsar þó skipulag kennsl-
unnar á þann hátt. Allir áfangar eru settir
upp í námsumhverfinu WebCT. Nemendur
leggja fram þennan fjölda vinnustunda
hver sem fjöldi kenndra stunda er. Kenn-
arar aðstoða nemendur við að mynda sam-
starfshópa en það styrkir þá við vinnuna.
Sérstakur samningur gerður
við kennara
Aðspurður sagði Eyjólfur að sérstakur
samningur um fjarkennslu hefði verið
gerður við kennara í framhaldsskólum
á Austurlandi. „Þar var gengið út frá því
að kennsla við fjaráfanga yrði almennt
ekki meiri en við áfanga kenndan í stofu.
Vinna við hvern þriggja eininga áfanga
nemur samkvæmt því allt að 200 klukku-
stundum en kennari og skólameistari geta
samið um fleiri tíma í sérstökum tilfellum.
Greiddar eru tíu klst. fyrir hvern áfanga
sem settur er upp í WebCT í fyrsta sinn.
Samningurinn fjallar auk þess um viðmið-
unarfjölda nemenda í hverjum áfanga,
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu mætir
fólksfæð með fjarnámi og dreifmennt
Nýheimar hýsa bókasafn, upplýsinga-
miðstöð, frumkvöðlasetur og háskóla-
setur auk framhaldsskólans.
Að sjá tækifærin í umhverf i sínu