Skólavarðan - 01.03.2005, Side 26
26
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005
Á aðalfundi Félags tónlistarskólakennara
þann 16. febrúar síðastliðinn voru tvö
mikilvæg málefni tónlistarskólanna tekin
til sérstakrar umfjöllunar auk venjulegra
aðalfundarstarfa. Skólastefna félagsins
var kynnt og síðan voru hópaumræður
um hlutverk hennar og mikilvægi sem
framtíðarsýnar í starfinu. Sameiginleg
framtíðarsýn getur verið vopn í hags-
munabaráttu félagsins og afl til að virkja
faglega umræðu og þátttöku í uppbygg-
ingu tónlistarskólanna. Skólastefna FT er
hluti af skólastefnu Kennarasambands
Íslands 2005-2008 og þar er lögð áhersla
á að lög um tónlistarskóla miði að því að
skipa þeim sess til jafns við aðrar mennta-
stofnanir og tryggi jafnt aðgengi að
tónlistarnámi óháð aldri, efnahag, menn-
ingarbakgrunni og búsetu. Jafnframt að
staða tónlistarskóla verði styrkt innan
heildstæðrar skólastefnu sem nær til allra
skólagerða.
Á aðalfundinum var einnig rætt um
drög að lögum um tónlistarskóla og tón-
listarnám. Í framhaldi af því var ákveðið
að félagið beitti sér sérstaklega á næst-
unni fyrir virkri umræðu og upplýsinga-
gjöf um málefni tónlistarskólanna, bæði
á vettvangi Kennarasambands Íslands og
hjá sveitarstjórnum, öðrum samstarfs- og
hagsmunaaðilum og síðast en ekki síst hjá
almenningi.
Á fundinum var Sigrún Grendal
Jóhannesdóttir kosin formaður til næstu
þriggja ára og tveir nýir stjórnarmenn
voru kjörnir. Stjórnina skipa: Árni Sigur-
bjarnarson, Jón Sigurðsson, Jón Hrólfur
Sigurjónsson og Sæmundur Rúnar Þóris-
son. Frekari upplýsingar og umfjöllun um
aðalfundinn og málefni hans er að finna á
heimasíðu FT á www.ki.is ásamt því að ítar-
leg umfjöllun verður um fundinn í næsta
fréttabréfi félagsins.
AÐALFUNDUR FT
Aðalfundur Félags
tónlistarskólakennara