Skólavarðan - 01.03.2005, Side 31
31
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005
Undirrituð er kennari við Menntaskól-
ann við Hamrahlíð þar sem kennt er
eftir áfangakerfi og fjallar grein þessi
fyrst og fremst um áhrif núgildandi
námskrár á áfangakerfisskóla.
Haustið 2000 hófst kennsla í framhalds-
skólum samkvæmt nýrri námskrá og við
gildistöku hennar var einingum í stærð-
fræði fækkað verulega á náttúrufræði-,
eðlisfræði-, félagsfræði- og málabraut
þrátt fyrir eindregin mótmæli m.a. Félags
raungreinakennara í framhaldsskólum og
Íslenzka stærðfræðafélagsins.
Rögnvaldur Möller stærðfræðingur og
fræðimaður við HÍ ritaði grein sem birt-
ist í Morgunblaðinu 19. mars 1999. Þar
segir: „Þjóðfélagið hefur þörf fyrir fleira
fólk menntað í tæknigreinum, verkfræði,
raunvísindum, lífvísindum, viðskiptafræði
og félagsvísindum. Þetta eru allt greinar
sem reyna verulega á færni í stærðfræði
og nám í þeim krefst góðs undirbúnings í
stærðfræði.“
Í svargrein Jónmundar Guðmarssonar
aðstoðarmanns þáverandi menntamála-
ráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 30.
mars 1999 undir heitinu Nýir tímar í raun-
greinanámi, kom m.a. fram:
„Framhaldsskólalögin gera ráð fyrir
aukinni sérhæfingu í námi á bóknáms-
brautum. Nám á einstökum brautum skal
taka mið af lokamarkmiðum brautarinnar.
Meginmarkmið með þessari skipan er að
auka þekkingu og færni nemenda á sér-
sviðum bóknámsbrauta, það er í tungu-
málum á málabraut, í félagsvísindum á
félagsfræðibraut og stærðfræði á nátt-
úrufræðibraut... Ég tel víst að þessi skipan
muni geta af sér bæði markvissara og
árangursríkara nám í framhaldsskólum.“
Fækkun eininga í stærðfræði eftir
brautum samkvæmt nýju námskránni var
þessi: Á eðlisfræðibraut úr 24 í 15, (37,5%)
á náttúrufræðibraut úr 21 í 15 (tæp 30%),
á félagsfræðibraut úr 15 í 6 (60%) og á
málabraut úr 12 í 6 (50%). Vorið 2004 var
fyrsti stúdentahópurinn sem lauk námi á
fjórum árum útskrifaður samkvæmt nýju
námskránni.
Í eftirfarandi súluritum er borinn saman
einingafjöldi í stærðfræði hjá stúdentum
frá MH árið 2001 (gamla námskráin) og
árið 2004 (nýja námskráin) og eins og sést
hefur meðaleiningafjöldi í stærðfræði
lækkað verulega á öllum brautum. Einnig
hefur þeim nemendum fækkað sem ljúka
mörgum umframeiningum í stærðfræði.
SMIÐSHÖGGIÐ
Fækkun eininga í stærðfræði
á framhaldsskólastigi
FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU
Ragna Briem