Skólavarðan - 01.04.2007, Side 29

Skólavarðan - 01.04.2007, Side 29
29 SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Þessa dagana falla vel í kramið hug- myndir Margrétar Pálu Ólafsdóttur um að leið til að frelsa konur frá launamis- rétti sé að breyta rekstrarfyrirkomulagi ríkisrekinna almenningsskóla og um- önnunarstofnana. Gott ef satt væri, en er málið svo einfalt? Tökum dæmi um laun kennara í skóla- kerfinu í Bandaríkjunum, en bent hefur verið á að skólakerfið á Íslandi hafi að mörgu leyti þróast með sambærilegum hætti og það bandaríska en formbreyt- ingar eigi sér stað hér 10-20 árum síðar. Nú þegar er þar löng hefð fyrir einkavæddum og einkareknum grunnskólum. Í BNA er um 21% af grunnskólum einkaskólar (private schools). Einkareknum almenningsskólum (charter schools) hefur svo fjölgað gífur- lega á síðustu fimmtán árum. Þeir fá jafn mikið af opinberu fé og ríkisreknir almenningsskólar (public schools) en öll hugsun skólastarfsins byggist á hugmyndafræði hins frjálsa markaðar. Mikilvægt er að lesendur hafi í huga þennan mun á rekstrarformum skóla. Laun kennara í einkaskólum (skamm- stafað framvegis ES) eru að meðaltali lægri, eða um 2/3 af launum kennara í ríkisreknum skólum (RS), en í sumum einkaskólum fá kennarar launabætur í formi húsnæðis, fæðis, afsláttar af skólagjöldum barna sinna eða annarra sambærilegra bitlinga. Það er mjög misjafnt eftir einkaskólum hversu bitastæðir bitlingarnir eru. Ef marka má tölur frá BNA er það alls ekki einhlítt að laun í einkareknum skólum (skammstafað framvegis ERS) séu hærri en í RS. Í Colorado fylki skólaárið 2001-2002 eru laun kennara í ERS 30% lægri að meðaltali en í RS og munurinn hefur aukist frá 1997. Í Arizona árið 2005 voru hins vegar byrjunarlaun meðal nýráðinna kennara í ERS að meðaltali 6% hærri en laun nýráðinna kennara í RS. Það sem ERS og ES eiga sammerkt er að launabil milli kennara er mun meira en í RS. Sem dæmi er launabil milli kennara í RS um 8000 dollarar en í ERS um 20.000 dollarar bæði í Colorado og Arizona. Í flestum einkareknum skólum eru ráð- ningarsamningar gerðir á ársgrunni sem þýðir að starfsöryggi er mun minna en í RS. Í ERS í Colorado hafa 12% kennara fastráðningu. Þeir sem sækja aðallega heimildir sínar til stofnana Milton Fried- mans og Adam Smiths fá ekki svona upplýsingar í hendur. En skoðum þetta aðeins í kynja- fræðilegu samhengi. Rökin fyrir meira launabili eru gjarnan þau að bestu kennararnir fái hærri laun. Oftar en ekki eru það þó karlmenn sem njóta tekjubilsins, þ.e. markaðshugsunin gerir ráð fyrir að erfiðara sé að fá karlmenn til að vinna uppeldisstörf og því þurfi að greiða þeim betri laun. Nýlegt dæmi um þetta er úr einkaskóla í New Jersey. Þar var ungur karlkyns viðskiptafræðingur ráðinn sem hafði ekki kennsluréttindi en var svo mikilvæg fyrirmynd strákanna í skólanum að mati skólastjórans að hann sá ríka ástæðu til þess að yfirborga hann umfram reynda og hæfa kennara í skólanum. Samkvæmt launatölum fyrir kennara í BNA frá skólaárinu 2004-2005 hafa konur 89% af heildarlaunum karla í RS en 76% af heildarlaunum karla í ES. Eins hefur það sýnt sig að ERS og ES hafa að meðaltali lægra hlutfall af kennurum sem hafa sérmenntun í kennslufræðum. Konur virðast bera virðingu fyrir menntun á sviði umönnunar, samskipta og kennslu og sækja sér mun frekar slíka menntun en karlar. Það er því ekki endilega skilgreint á faglegum forsendum hvað er að vera „góður kennari“ eða „að ná árangri í starfi“ heldur á forsendum markaðarins. Það er alla jafna svo að eftir því sem hlutfall karla hækkar innan starfsgreinar þeim mun meiri virðing og hærri laun. Mun fleiri karlar starfa að jafnaði í einkageiranum en þeir eru engu að síður hlutfallslega færri í einkaskólum Vinnukonur frelsisins • ES: Í BNA er um 21% af grunn- skólum einkaskólar (private schools). • ERS: Einkareknum almennings- skólum (charter schools) hefur svo fjölgað gífurlega á síðustu fimmtán árum. • RS: Þeir fá jafn mikið af opinberu fé og ríkisreknir almenningsskólar (public schools) en öll hugsun skólastarfsins byggist á hugmyndafræði hins frjálsa markaðar. Berglind Rós Magnúsdóttir Laun kennara í einkaskólum eru að meðaltali um 2/3 af launum kennara í ríkisreknum skólum Lj ó sm y n d f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.