Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 30

Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 30
30 SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 en ríkisreknum skólum í BNA. Því virðist einkavæðing ekki endilega vera nægileg forsenda fyrir því að karlar flykkist inn á hefðbundin kvennasvið. Það virðist hins vegar vera mjög misjafnt eftir skólastefnu einkaskólanna hversu hátt hlutfall karla er. Skólaárið 1993-1994 voru karlar einungis 4,5% starfsmanna í Montesori skólum en í herskólum voru þeir 96%. Stefna skólans og aldur nemenda virðast mun frekar hafa áhrif á kynjahlutföll meðal kennara heldur en sjálft rekstrarformið. Þetta er ekki skrifað til höfuðs því farsæla starfi sem Margrét Pála hefur staðið fyrir í skólamálum, en hún þróaði einmitt stefnu sína innan almenna leik- skólakerfisins fyrir allmörgum árum, heldur til að slá varnagla við því viðhorfi að leysa megi konur úr fjötrum kynbundins launamunar með svoleiðis tæknibrellum. Ef marka má þróunina í BNA er ekkert sem bendir til þess að einkarekstur muni framkalla byltingu í launum kvenna heldur fyrst og fremst aukið launabil innan kennarastéttarinnar. Raunar er þeirri spurningu algjörlega ósvarað hvernig það virkar nákvæmlega að laun „vinnukvenna“ í kerfinu að meðaltali muni hækka verulega við það að taka upp einkarekstur í meira mæli. Hærri meðallaun kalla á að tekið sé fjármagn af öðrum útgjaldaliðum skólans því einkareknu skólarnir fá sömu upphæð og þeir ríkisreknu. Slíkt getur aldrei framkallað það launaskrið meðal kennara sem nauðsynlegt er að verði ef kjör þeirra almennt eiga að verða viðunandi. Það þarf eftir sem áður stóraukið fjármagn inn í skólakerfið og til þess pólitískan vilja ef ekki á að taka upp skólagjöld. Það hljómar fjarstæðukennt að fullyrða að markaðurinn muni allt í einu taka upp á því að uppræta aldagamla kerfisbundna undirskipun svokallaðra „kvennastarfa“ á vinnumarkaði. Berglind Rós Magnúsdóttir Höfundur er doktorsnemi í uppeldis- og menntunarfræðum og búsett í Bandaríkjunum. Raunar er þeirri spurningu algjörlega ósvarað hvernig það virkar nákvæmlega að laun „vinnukvenna“ í kerfinu að meðaltali muni hækka verulega við það að taka upp einkarekstur í meira mæli. Hærri meðallaun kalla á að tekið sé fjármagn af öðrum útgjaldaliðum skólans því einkareknu skólarnir fá sömu upphæð og þeir ríkisreknu. Slíkt getur aldrei framkallað það launaskrið meðal kennara sem nauðsynlegt er að verði ef kjör þeirra almennt eiga að verða viðunandi. Það þarf eftir sem áður stóraukið fjármagn inn í skólakerfið og til þess pólitískan vilja ef ekki á að taka upp skólagjöld. Tölvunámskeið fyrir leikskólakennara Kennarar Kristín Guðmundsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir 22.-25. maí kl. 9:00-16:00 Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum sem hafa litla reynslu af tölvunotkun. Farið verður í grundvallaratriði í skráarvinnslu og síðan verður fjallað um nokkur grunnatriði í Word, Excel og PowerPoint og notkun Internetsins. SRR Kennaraháskóla Íslands. Bolholti 6, 105 Reykjavík. Símar: 563 3980 og 563-4884 http://srr.khi.is Býr leiðtogi í þér? Kennarar: Edda Kjartansdóttir og Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. 11. júní kl. 9:00-16:00 Námskeiðinu er ætlað að efla vitund kennarans um eigin leiðtogafærni. Kynntar verða hugmyndir um mikilvægi tilfinningagreindar fyrir leiðtoga. Fjallað verður um hvað einkenni leiðtoga og hvernig heimfæra má þau einkenni inn í kennslustofuna og aðlaga að störfum kennara. Vekjum athygli á námskeiðum

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.