Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 13
13 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 og reynsla. „Áður vó þyngra að vinna með peninga en að vinna með fólki en það breyttist með þessu nýja kerfi,“ sagði Elín Björg. Karl Björnsson sviðsstjóri kjarasviðs SÍS benti á að ef Launanefnd sveitarfélaga hætti störfum þyrfti til að mynda Kópavogsbær að gera um tuttugu samninga og Akureyrarbær tuttugu og sex. Á landinu í heild þyrfti að gera um sex hundruð í stað þrettán miðlægra samninga eins og nú er. Katrín Ólafsdóttir lektor við HR sagði frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á launaþróun hjá ríkisstarfsmönnum í stéttarfélögum opinberra starfsmanna á árunum 1994-1997 annars vegar og 2001- 2004 hins vegar. Hlutur dagvinnulauna hefur hækkað á þessum tíma og meðallaun hækkuðu til muna. Dreifing heildarlauna er óbreytt en dagvinnulauna meiri en áður. Katrín dregur m.a. þá ályktun af niðurstöðum að launamyndun ráðist af öðru en kjarasamningum og því ekki unnt að stjórna henni alfarið í gegnum samninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR fjallaði um einstaklingssamninga og spurði hvort þeir tryggðu í senn réttindi og hagstæða launaþróun. VR breytti um aðferðafræði í kjarasamningum árið 2000 og tók upp sk. þriggja þátta kjarabaráttu, sem er í anda þeirrar hugmyndafræði að hagsmunir launþega og atvinnurekenda séu að stærstum hluta þeir sömu. Segja má að þættirnir þrír vísi til einstaklingsins, hópsins (miðlægir samningar) og loks þjóðarinnar: Gerðir eru hefðbundnir kjarasamningar með þeirri breytingu að opnað er meira á sameiginlega hagsmuni, í öðru lagi er ákvæði sett inn um árlegt viðtal í þeim tilgangi að styðja menn í einstaklingsbundinni kjarabaráttu og loks er lögð áhersla á að hafa áhrif á viðhorf almennings svo sem með herferð gegn launamun kynja. Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM sagði frá innleiðingu stofnanasamninga í kjarasamningum BHM 1997 og breytingum að fenginni reynslu frá þeim tíma. Í samflotssamningunum 2005 var m.a. lögð áhersla á hækkun lægstu launa, að draga úr launamun kynjanna og að gera einn stofnanasamning með einni launatöflu í stað samnings hjá hverri stofnun. Halldóra sagði að vissulega væri fólk svolítið hrætt við árangurs- og frammistöðumat en þegar forsendur röð- unar væru skýrt skilgreindar horfði málið öðruvísi við. Þá ræddi hún um launamun kynja sem ekki hefur enn tekist að leiðrétta þótt búið sé að gefa fyrirheit um það. Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF sagði ekki seinna vænna að fara að huga að því hvað gerðist í framhaldsskólum eftir fimmtán ár þegar mjög fjölmennur hópur kennara fer á eftirlaun. Það ræðst af launum hvort nægjanleg nýliðun verður að sögn Aðalheiðar sem upplýsti jafnframt að byrjunarlaun framhaldsskólakennara væru um 230-240 þúsund. Aðalheiður lýsti innleiðingu stofnanasamninga í framhaldsskólum og sagði ekkert benda til að þeir gætu ekki gengið þar eins og annars staðar, hins vegar skorti tilfinnan- lega fé til að framkvæma þá sem skyldi. Framhaldsskólakennarar hefðu gert allt það sama og aðrir opinberir starfsmenn en sætu engu að síður eftir með lægri laun. Það væri eðlilegt að kennarar spyrðu af hverju meintar févana stofnair gætu hækkað laun starfsmanna sinna en skólar gætu það hins vegar ekki. Vanmat á störfum kennara væri landlægt og því þyrfti að breyta. Aðalheiður kom einnig inn á launamun kynja og sagði að við vissum öll hvaða áhrif hugtakið „kvennastétt“ hefði haft á stöðu kvenna sem berjast fyrir mannsæmandi launum. Hún sagði gögn frá KOS ekki sýna mikinn mun á dagvinnulaunum kynja en hins vegar mikinn mun á heildarlaunum. Í lokin tók Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ saman efni ráðstefnunnar og spurði hvort niðurstaðan væri að það skipti engu máli hvernig væri samið, allt þetta brölt og bras? „Laun kennara hafa hækkað minna en samanburðarhópa,“ sagði Elna Katrín enn fremur. „Verst er ástandið í launamálum grunnskólakennara, svo slæmt raunar að það ógnar skólastarfi. Það er því ekki vanþörf á að ýta þessari umræðu úr vör og má líta á ráðstefnuna sem upphafið á undirbúningi kjarasamninga kennara.“ Fyrirlestrar voru í heild efnismiklir og góður efniviður fyrir áframhaldandi umræður og undirbúning í aðdraganda kjarasamninga, en samningar allra aðildar- félaga KÍ eru lausir á næsta ári. Efni frá kjaramálaráðstefnunni er á ki.is keg KJARAMÁLARÁÐSTEFNA KÍ Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að kjarasamningar leiði til lausnar sem sátt næst um, sagði Eiríkur Jónsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.