Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 að við kennarar höfum ekki undirbúið okkur nægilega vel undir að finna þá hárréttu línu sem er milli kennslu og þess sem kallast mætti meðferð, erum sennilega smeyk eða óviljug að fara út úr fræðsluhlutverkinu vegna þess að þjálfun okkar beinist mest að því. Þessi hárrétta lína fer reyndar eftir aðstæðum – en lykilatriðið er þó að margvíslegar áhyggjur nemenda eru þess eðlis að ekki þarf sálfræðing til að sinna þeim heldur eru þær oftar en ekki tengdar náminu sem slíku og hvernig persónuleg mál tengjast því. Allir sem hafa sinnt leiðsögn við ritgerðar- og rannsóknarverkefni og þeir sem hafa sinnt leiðsögn við kennaranema á vettvangi þekkja hversu mikilvægt er að kunna til handleiðsluaðferða. Við hljótum hins vegar að þurfa að leggja meiri áherslu á að kenna kennurum að nota handleiðsluaðferðir í almennu skólastarfi, ekki síst ef krafa dagsins er einstaklingsmiðað nám. Svo er annað mál og engan veginn óskylt að við þurfum að hafa meiri aðgang að sálfræðingum, félagsráðgjöfum, námsráðgjöfum og öðrum sérfræðingum í skólakerfinu. ...námsgreinarnar umhyggja og uppeldi Önnur spurning er sú hvort umhyggjan ætti að vera sérstök námsgrein. Og er lífsleiknin ekki slík námsgrein að einhverju leyti? Hollendingar hafa sérstaka náms- grein sem heitir Verzorging sem þýða má umhyggja. Markmið hennar er að sérhver einstaklingur sem er orðinn átján ára geti séð um sig sjálfur – hún er bæði heimspekilegs og hagnýts eðlis (Schreuder, 1999). Mér finnst að ýmislegt megi af þessu uppleggi læra – þótt ég haldi reyndar að samfélagsfræðin íslenska eða heimilis-, fjölskyldu- og samskiptafræðin eins og Martin leggur hana upp sé heppilegasti vettvangurinn. Lífsleiknin ætti að falla inn í þennan stóra pakka. Og hvað með þá hugmynd að börn og unglingar læri uppeldisfræði? Getur verið að það sem við kennum þriggja ára eða þrettán ára dreng eða stúlkum á því sviði nýtist þessum einstaklingi við uppeldi eigin barna á fullorðinsárum? Getum við vitað hvort verður gagn af slíkri kennslu? Vitum við hvort líffræðin eða eðlisvísindin sem við kennum gagnast á fullorðinsárum? Næstum allir eiga eftir að umgangast börn á fullorðinsárum, ef ekki eigin börn, þá börn annars fólks sem kennarar, nú eða eiga frændsystkini. – Ég er kannski farinn að rugla saman framtíðarhagsmunum og umhyggju í núinu. Þetta væri náttúrlega þrælskemmtileg ósamkvæmni ef þetta væri fyrirlestur í rökfræðiprófi! Kjarni málsins er sá að móðurlegri umhyggju núsins er ekki stefnt gegn því að hugsa um framtíðarvelferð. ...áströlsk dæmisaga og hafragrautur Eru íslenskir kennarar eitthvað að pæla í umhyggjunni? Já, alveg örugglega en halda þeim pælingum ekki endilega mikið á lofti. Kannski er það af því að það er ekki flott í samfélagi sem er þjakað af kröfum um árangur. Kannski er það af því að einhverjir óttast að umhyggjusemi leiði af sér litlar námskröfur. En er það svo að umhyggja leiði af sér litlar námskröfur? Ég er með ástralska dæmisögu: Bob Lingard og félagar hans rannsökuðu skólastarf í Queensland í Ástralíu í umfangsmikilli rannsókn. Eitt af þeim atriðum sem þau fundu og töldu áhyggjuefni var pedagogies of indiff- erence – kennsluhættir eða skólastarf áhugaleysis. Slík kennsla einkenndist af litlum námskröfum til nemenda, annarra en þeirra sem stunduðu námið fyrirhafnarlaust, en líka skeytingarleysi um velferð nemendanna. Ég hef hins vegar ekki kafað nægilega djúpt í rannsókn þeirra til að vita hvort einhver skóli gaf nemendunum hafragraut á morgnana eins og ég tel vera íslenskt fyrirmyndardæmi um umhyggju sem í raun og veru sameinar áhuga á líkamlegri velferð og náminu. Lingard og félagar nota hugtakið socially just pedagogy sem mætti sennilega þýða sem sanngjörn kennsla eða skólastarf byggt á félagslegu réttlæti (Lingard o.fl., 2003; Hayes o.fl., 2006). Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Höfundur er prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri Skólaskrifstofa S E LT J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh . 22 00 .3 89 Grunnskóli Seltjarnarness Mýrarhúsaskóli – Valhúsaskóli www.grunnskoli.is Á Seltjarnarnesi eru um 640 nemendur í heildstæðum grunnskóla. Skólinn er rekinn í tveimur starfstöðvum; Mýrarhúsaskóla fyrir nemendur í 1. - 6. bekk og Valhúsaskóla fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Skólaskjól er lengd viðvera fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í Mýrarhúsaskóla. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags. Laus eru til umsóknar eftirfarandi störf Umsjónarkennari á miðstig óskast til starfa frá áramótum vegna forfalla. Upplýsingar/umsókn: Ólína Thoroddsen, aðstoðarskólastjóri. Sími 5959 200. olina@seltjarnarnes.is Stuðningsfulltrúi til starfa með fötluðum nemendum á miðstigi. Upplýsingar/umsókn: Edda Óskarsdóttir. Sími 5959 200. eddao@seltjarnarnes.is Kennari í náttúrufræði á unglingastigi vegna tímabundinna forfalla. Upplýsingar/umsókn: Baldur Pálsson, aðstoðarskólastjóri. Sími 5959 250. baldur@seltjarnarnes.is MÁLÞING KHÍ: INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.