Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 Forsíðumynd: Á kjaramálaráðstefnu KÍ 5. október Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Ófremdarástand eða nýtt upphaf? 3 Formannspistill eftir Eirík Jónsson. Málfrelsið og menntunin 4 Leiðari. Að mæla það ómælanlega 5 Gestaskrif eftir Ríkharð H. Friðriksson. Kjaramál: Veikindaréttur, hvað svo? 7 Nýjar leiðir í foreldrasamstarfi 8 Vefbækur.is 10 Hátt til lofts og vítt til veggja? Börn og byggingar 10 Misskipting tekna slík að engu tali tekur 11 Kjaramálaráðstefna KÍ á alþjóðadegi kennara 5. október. Launaþróun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum 14 Það er fyrir löngu orðið tímabært að tala um kjarna málsins! 16 Athugasemdir Þorsteins Þorsteinssonar við reiknilíkansgrein Aðalsteins Eiríkssonar. Aðgangur að evrópsku skólasamstarfi 18 eTwinningáætlun ESB. Umhyggja á heima í öllum skólum 20 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson hélt fyrirlestur um hlutverk, sjálfsmynd og viðfangsefni kennara á 21. öld á málþingi KHÍ í október. Skrifleg lokapróf eru gagnslaus 24 að mati Einars Steingrímssonar prófessors í HR. Vefkerfið Mentor flutt út til Svíþjóðar og Danmerkur 24 Fedtmule lever endnu (Guffi tórir enn) 26 Sitja bara kennarar á Alþingi? 26 Fyrsta bókin komin út á vegum RannUng 28 og margt fleira spennandi á döfinni hjá Rannsóknarmiðstöð í menntunarfræðum ungra barna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar en við eigum enn langt í land 29 segir Kristjana B. Svansdóttir um kennslu barna með ADHD. Málfrelsið og menntunin Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Unga fólkið í Danska þjóðarflokknum, hugarfóstri Piu Kjærsgaard sem varð að veruleika 1995 þegar hún og fylgismenn hennar gengu úr Framfaraflokki Mogens Glistrups, heldur úti vefsíðu sem ber heitið „Meld din lærer“. Það útleggst „Klagaðu kennarann þinn“ á íslensku. Nú er það svo að Danski þjóðarflokkurinn, þriðji stærsti flokkur Danmerkur, er fyrst og fremst þekktur fyrir andúð á innflytjendum. Að vonum er vefurinn því þéttsetinn af meldingum ungs fólks um vinstrisinnaða kennara sem reyna að heilaþvo þá. Inni á milli eru örfáar meldingar í hina áttina, svo sem um kennara sem styðja Íraksstríðið eða hata múslíma. Loks kvarta nokkrir undan kennurum vegna almenns virðingarleysis í garð nemenda án þess að það sé tengt við tilteknar pólitískar skoðanir. Ég er svo forpokuð sjálf að ég gat varla byrjað að lesa vegna andúðar á viðhorfunum í Dansk folkepartis ungdom. Sem kunnugt er nýtur Kjærsgaard og skoðanir hennar í útlendinga- málum sívaxandi stuðnings í Danmörku. Það eru bara hörðustu vinstrimenn og flokkar þeirra sem taka ekki undir að einhverju eða öllu leyti og sjálf segir Pia í aðdraganda kosninga: „Við erum tilbúin og í mjög góðu skapi.“ En klagaðu-kennarann-vefsíðan kveikir fleiri þanka. Málfrelsi er svo óendanlega dýrmætt og mörkin milli frelsis eins og ófrelsis annars svo óendanlega óljós – á stundum. Einmitt þess vegna er umræða um sjálft málfrelsið nauðsynleg í allri menntun; frá Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ó sm y n d : K ri st já n V a ld im a rs so n leikskóla, þaðan í grunnskóla, svo framhaldsskóla og loks háskóla. Þetta er umræða sem aldrei er lokið og öllum kennurum á öllum skólastigum ber siðferðileg skylda til að taka þátt í henni, hvort sem hún er skilgreind í aðalnámskrá eða ekki. Málfrelsi og menntun hafa verið samofin frá örófi alda og innræting (sem dönsku ungliðarnir hafna, að minnsta kosti hjá öðrum en sjálfum sér) er ekki menntun. Innræting og ritskoðun eru hinir illu þríburabræður málfrelsisins. Þeir eru ekkert síður flóknir en það og jafnbrýnt að ræða um þá, enda óhægt að fjalla af viti um einn bróðurinn án þess að hinir fylgi með. Allt fólk telur sig „eiga“ þessi þrjú hugtök og veruleikann sem býr þeim að baki, hvar í flokk sem það skipar sér. Kennarar eru mannlegir og slá eign sinni á málfrelsið og illu bræðurna tvo eins og aðrir en þurfa að undirgangast þá miklu ábyrgð að taka í sífellu þessa ákvörðun: Á ég að halda skoðunum mínum til hlés eða viðra þær? Þetta er oft vandmeðfarið og sumir myndu líklega kalla það skerðingu á málfrelsi kennarans. Höldum áfram að tala um málfrelsi. Umræða er besta vörnin gegn bæði doða og öfgahyggju. Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.