Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 21
MÁLÞING KHÍ: INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON 21 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 ...umhyggja í núinu Já, ég ætla að halda því að fram að það sé umhyggja í núinu sem skiptir hvað mestu máli í starfi kennara. Á dögum skilvirkni- og árangursorðræðu og áherslu á stjórnunarskipulag og fjárhagslegan rekstur skóla er umhyggja sjálfsagt ekki efst á forgangslistum þeirra er skólapólitík ráða þannig við kennarar verðum e.t.v. feimin við að halda henni á lofti sem kjarnaþætti í starfinu. En við ættum ekki að vera það. Ég ætla nú samt að klykkja út með því að réttlæta umhyggju ekki bara út frá sjálfgildi hennar heldur líka því hvernig hún tengist kröfum um árangur til skóla. Ein tegund árangurs felst í því að nemendur ljúki skólanámi sínu með sóma. Þetta á ekki síst við um framhalds- og háskóla þar sem víða er talsvert brottfall úr námi. Til þess arna þarf að fylgjast vel með nemendum og þeim vanda sem þeir lenda í og finna leiðir til að styðja þá. Það verður tæpast gert nema með umhyggju að leiðarljósi, líka þegar rýnt er í brottfallstölur og hvort þar megi finna einhver mynstur. Losum okkur þá líka við þá hugmynd að sá sem pælir í tölum sé ekki einmitt umhyggjusamur. ...Jane Roland Martin Ég tel að umhyggja sé hluti af menningar- arfinum. Í því sambandi langar mig að reifa stuttlega hugmyndir bandaríska heimspekingsins Jane Roland Martin (1992, 1996) – hugmyndir sem ég hef hrifist mjög af. Hún vill til dæmis útvíkka heimilisfræðina þannig að hún taki yfir fleiri svið en hún gerir og verði að heimilis-, fjölskyldu- og samskiptafræðum. Martin (1996) hefur rætt þann vanda nútímaskóla við miðlun og við- hald menningararfsins úr hve miklu efni sé að moða og að skólatími sé ekki óþrjótandi auðlind. Þekkt er í menntaumbótafræðunum að hefðir ráða miklu um námsefni og erfitt er að hrófla við námsefni til að koma öðru efni að. Martin vill að skilgreining menningararfsins sé víkkuð þannig að umhyggja, áhugi og tengsl tilheyri menningararfinum. Ég nota orðin umhyggju, áhuga og tengsl sem tilraun til að þýða orðin care, concern og connection, þ.e. c-in þrjú, en hér vísar Martin til r-anna þriggja, reading, writing and arithmetic, þ.e. lestur, skrift og reikningur. Martin telur að umhyggja, áhugi og tengsl tilheyri menningararfinum ekki síður en sú menning sem varðveitt er í bókum og á söfnum og öðrum stofnunum svokallaðrar hámenningar. Martin bendir á að fjölskylda og heimili hafi lengi séð að mestu leyti um miðlun og þróun umhyggju, áhuga og tengsla enda urðu almenningsskólar tæpast að veruleika fyrr en á 20. öld. Þetta skiptir meira og meira máli eftir því sem börn og unglingar eru fleiri ár, lengri tíma ársins og fleiri klukkustundir á hverjum degi í skóla. Það merkir að skólar bæði hafa meiri tíma og betri möguleika til að sinna þessu viðfangsefni. Þeir beinlínis verða að taka að sér miðlun á stærri hluta menningararfsins en þeir áður sinntu, þar með talin c-in þrjú: care, concern, connection; umhyggja, áhugi og tengsl ...kennsla eða meðferð? Ef litið er á umhyggju af hinum móðurlega toga sem kjarnaþátt skólastarfsins felur það e.t.v. í sér einhverjar breytingar, þótt ég sé í sjálfu sér ekki viss um hversu miklar þær yrðu. Kannski mest áherslubreytingar fremur en eitthvað alveg nýtt. Fyrsti punkturinn sem ég nefni er sá að ég held að við kennarar eigum að kafa dýpra í hvernig börnum og unglingum líður, jafnvel þeim fullorðnu einstaklingum sem sækja í háskólanám eða í endurmenntun. Sumir hafa áhyggjur af því að þá sé verið að fara inn á svið sálfræðinga eða félagsráðgjafa. Ég virði þær áhyggjur, ekki út af atvinnuréttindum þeirra stétta (sem ég þó virði), heldur því Já, ég ætla að halda því að fram að það sé umhyggja í núinu sem skiptir hvað mestu máli í starfi kennara. Á dögum skilvirkni- og árangursorðræðu og áherslu á stjórnunarskipulag og fjárhagslegan rekstur skóla er umhyggja sjálfsagt ekki efst á forgangslistum þeirra er skólapólítík ráða þannig við kennarar verðum e.t.v. feimin við að halda henni á lofti sem kjarnaþætti í starfinu. En við ættum ekki að vera það.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.