Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 16
16
REIKNILÍKAN FRAMHALDSSKÓLA
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007
Aðalsteinn Eiríksson ritar grein í
septemberblað Skólavörðunnar 2007
vegna vangaveltna og athugasemda
minna í maíhefti blaðsins. Í grein sinni
Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla segir
Aðalsteinn að sumt af því sem ég nefni
orki tvímælis. Ekki ætla ég að þræta
fyrir það. Það er nú einu sinni svo að
á hverju máli eru oft margar hliðar og
sjónarhornin mismunandi. Hitt tel ég
skipta meginmáli að menn drepi ekki
umræðunni á dreif í mikilvægum málum
og eyði löngu máli í það sem kalla má
aukaatriði.
Þetta er því miður afar algengt í rökræðum
og þá sérstaklega í mörgum ritdeilum. Ég
held að Aðalsteinn hafi einmitt fallið í þá
gryfju að fjalla mikið um það sem ekki
er kjarni málsins. Ágreiningur, áhyggjur
og allar umræður um reiknilíkan snúast
um tiltekin atriði sem skipta öllu máli.
Í mínum huga og fjölmargra eru þetta
kjarnaatriðin:
Reiknilíkanið er ekki og hefur ekki verið
í aðgengilegu tölvuforriti eins og kveðið er
á um í reglugerð menntamálaráðuneytisins
nr. 335/1999. Á meðan þetta ástand varir
er fjárveitingakerfið alls ekki uppi á
borðinu. Hugmyndir um að skólamenn
komi í ráðuneytið og leiti skýringa á
fjárheimildum geta ekki komið í stað þessa
ákvæðis reglugerðarinnar.
Nefnd um endurskoðun reiknilíkans
hefur ekki starfað í mörg ár. Ráðuneytis-
menn og skólastjórnendur geta ekki
orðið virkir samstarfsaðilar á meðan þetta
ástand er látið viðgangast.
Reiknilíkanið reiknar engan veginn raun-
rekstrarkostnað skóla. Þetta ruglar ýmsa í
ríminu, m.a. marga í fjárveitingakerfinu
sem halda að reiknilíkanið innihaldi
eðlilegt kostnaðarmat.
Reiknilíkanið er tæki sem skiptir fyrir-
fram ákveðnum fjárhæðum. Reikni líkanið
er ekki byggt á viðtekinni og þekktri
hugmyndafræði um að fyrst reikni menn
út sanngjarnan og eðlilegan kostnað og
geri síðan ráðstafanir um sparnað.
sem innritast með slakan námsárangur
kalla á mikla vinnu af hálfu skólans.
Skóli með slíka nemendur fær ekki sann-
gjarnar greiðslur fyrir þessa vinnu þar
sem hluti nemenda fellur frá námi áður
en að lokaprófum kemur. Hagstæðast
er því fyrir alla framhaldsskóla að hafna
nemendum sem ekki hefur gengið vel í
námi enda hvetur reiknilíkanið til þess.
Er það skólastefna sem við viljum reka?
Er það faglegur metnaður til að byggja
upp sterk ungmenni? Um hvað snýst þá
Hvorki er rökrétt né sanngjarnt að
leggja til grundvallar sama nýtingarhlutfall
fyrir hópa með afar góðum nemendum
annars vegar og slökum nemendum hins
vegar. Þetta er ekki bara spurning um að
reikna út einhverjar tölur sem eiga að sýna
niðurstöður brotthvarfs. Sú vinna sem
liggur að baki þjónustu við nemendur sem
eru sterkir í bóklegu námi þegar þeir koma
í skólann og hinna sem standa höllum
fæti í námi er ekki sambærileg. Það kostar
mun fleiri vinnustundir hjá stjórnendum,
námsráðgjöfum, kennurum og fleirum að
ná fram viðunandi árangri hjá nemanda
með slakan námsárangur heldur en
nemanda sem er sterkur í námi. Það virðist
alltaf vera jafnerfitt að útskýra þetta fyrir
mönnum sem ekki þekkja til. Á vorönn
2006 var brottfall í FG í STÆ-102,122 og
202 alls 7,4% en í STÆ-103 og 203 var
það 0,0%. Einnig ber að hafa í huga að
nemendur sem hætta snemma á önninni
eru fleiri í hópi hinna slöku en hinna sem
duglegir eru í bóknámi. Þetta segir sig
sjálft. Þessir nemendur eru í erfiðleikum
með námið og eru því líklegri til brottfalls
á meðan þeir sem ná betri árangri festa
sig í sessi í skólanum. Enn fremur er rétt
að benda á að brotthvarf nemenda úr
hægferðum eykst þegar þeir koma í efri
áfanga. Af hverju er þetta ekki tekið út í
heild sinni með óhlutdrægum hætti, t.d.
tölfræðilegri úttekt þar sem allt er tekið
með? Skólar með hægferðaráfanga fá af
þessum sökum ekki fjármagn til að vinna
samkvæmt löggjöf um að framhaldsskólinn
sé fyrir alla. Samkvæmt reiknilíkaninu fær
framhaldsskólinn aðeins fjárframlög fyrir
þá sem skila sér til lokaprófs. Nemendur
Það er fyrir löngu orðið tímabært að tala um kjarna málsins!
Athugasemdir við reiknilíkansgrein
Aðalsteins Eiríkssonar
Samræða Aðalsteins Eiríkssonar og Þorsteins Þorsteinssona um
reiknilíkanið heldur áfram og Þorsteinn bendir á hversu mikill munur er
á framhaldsskólum sem einungis taka við sterkum námsmönnum og
hinum sem hafa jafnt sterka sem slaka í sínum röðum.
Það kostar mun fleiri vinnustundir hjá
stjórnendum, námsráðgjöfum, kennurum
og fleirum að ná fram viðunandi árangri
hjá nemanda með slakan námsárangur
heldur en nemanda sem er sterkur í námi.
Það virðist alltaf vera jafnerfitt að útskýra
þetta fyrir mönnum sem ekki þekkja til.
Lj
ó
sm
y
n
d
f
rá
h
ö
fu
n
d
i
Launaumhverfi kennarastéttarinnar var bætt með gerð
stofnanasamninga en hin lágu meðallaun í reiknilíkani
eiga m.a. þátt í því að kennarar dragast nú stórlega aftur
úr öðrum stéttum þjóðfélagsins í launum.