Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 14
14 LAUNAÞRÓUN SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 Oddur S. Jakobsson hjá KÍ hefur tekið saman og unnið úr upplýsingum um laun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara undanfarin ár. Tölur eru fengnar frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna (KOS). Margt athyglisvert kemur í ljós þegar þessar upplýsingar eru bornar saman og settar upp í töflur eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmyndum. Í greininni sem vitnað er til í ramma bendir Oddur á að sjö ár eru liðin frá því að framhaldsskólakennarar fóru í verkfall. Þá segir: „Meðaldagvinnulaun innan BHM og KÍ-framhaldsskóla (framhaldsskólakennarar og stjórnendur í framhaldsskólum) voru u.þ.b. þau sömu á árinu 2002 en í desember 2006 var munurinn á meðaldagvinnulaunum hópanna rúm 6%, framhaldsskólunum í óhag.“ Oddur bendir á í greininni að hér er ekki um skammtímasveiflu heldur langtímaþróun að ræða. Mynd 2 sýnir þetta glöggt. Í samtali við undirritaða sagði Oddur úrvinnslu gagna draga skýrt fram nokkur atriði um launaþróun hjá hinum ýmsu kennarahópum, svo sem að kjarabarátta leikskólakennara hefur borið mikinn árangur þrátt fyrir að stéttin hafi ekki farið í verkfall á þeim tíma sem er til skoðunar. Einnig að stöðugt dregur í sundur með framhaldsskólakennurum og helstu viðmiðunarhópum, eins og áður er vikið að (sjá myndir 1-3). Loks gefa myndirnar sláandi upplýsingar um þróun kaupmáttar grunnskólakennara og stjórnenda í grunnskólum (sjá mynd 6) og um launaþróun hjá þessum hópum almennt (sjá myndir 5 og 7). Þegar mynd 5 er skoðuð má hafa í huga að hlutfall dagvinnulauna í heildar- launum er mismunandi á milli kennarahópa. Eins og sést á mynd 4 er hlutfallið hjá framhaldsskólakennurum (FF) og stjórnendum í framhaldsskólum (FS) á fyrri hluta þessa árs 73,8%, hjá grunnskólakennurum (FG) og stjórnendum í grunnskólum (SÍ) 82,7% og hjá leikskólakennurum (FL) 91,8% á tímabilinu. Þetta skýrir hluta af muninum á hópum á mynd 5 þar sem hún sýnir meðal- dagvinnulaun á tilteknu tímabili. keg Launaþróun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum „Flestir hópar launamanna njóta launaskriðs umfram kjarasamninga þegar þensla er í þjóðfélaginu. Það á ekki við um kennara. Afleiðingin er... sívaxandi launabil á milli sambærilegra hópa sem áður stóðu jafnir. Allir hljóta að skilja að þetta er óþolandi fyrir kennara. Leiðrétting er nauðsynleg.“ Oddur S. Jakobsson í grein um kjör framhaldsskólakennara (Frekjur í framhaldsskólum? Morgunblaðið 18. júní sl. 1 2 3 4 5 6 7

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.