Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 18
18
EVRÓPUSAMSTARF
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007
Margir kennarar og forsvarsmenn
skóla hafa hug á alþjóðlegu samstarfi
en veigra sér við því að taka fyrstu
skrefin. Hér gæti eTwinningáætlun
ESB verið lausnin en hún er laus við
alla skriffinnsku og formlegheit og
byggist fyrst og fremst á frumkvæði
kennaranna sjálfra.
eTwinning er sá hluti Comeniusáætlunar
ESB sem snýr að rafrænu skólasamstarfi. Frá
því að verkefninu var hleypt af stokkunum
í byrjun árs 2005 hafa um 30.000 skólar
skráð sig til leiks og samstarfsverkefnin
telja yfir 4.500.
Inntak hugmyndarinnar að baki
eTwinning er einfaldleiki og óformlegheit.
Í eTwinning eru engir umsóknarfrestir og
engar skýrslur. Ennfremur eru engar reglur
um hvernig samstarfsverkefnum skóla er
háttað fyrir utan að þau verða að falla að
kennsluskrá og uppeldismarkmiðum hvers
skóla. Einkunnarorð eTwinning eru KISS:
Keep it short and simple.
Hvernig er þátttöku í eTwinning háttað?
Kennarar fara inn á aðalvef eTwinning
(www.etwinning.net) og skrá sig og sinn
skóla á örfáum mínútum. Með skráningu
fær kennarinn aðgang að eigin vefsvæði
með lykilorði – eTwinning Desktop (eD).
eD er allt í senn stór gagnagrunnur,
leitarvél og samskiptatæki. Þar er að finna
alla þá kennara og skóla sem eru skráðir og
upplýsingar um öll samstarfsverkefni. Með
leitarvélinni TwinFinder er hægt að leita
samstarfsaðila eftir landi, kennslugrein,
tungumáli, skólastigum, aldri nemenda
o.s.frv. Hægt er með einum músarsmelli að
safna áhugaverðum kennurum í sérstaka
möppu og hafa samband við þá seinna
með einföldum hætti. Þegar samstarfsaðili
er fundinn er sáraeinfalt að senda tillögu
um samstarfsverkefni sem viðkomandi
getur samþykkt eða hafnað. Skrefin að
samstarfi eru höfð eins fá og einföld og
frekast er unnt.
Þegar verkefni hefur verið komið á fót
opnast aðgangur að TwinSpace, einskonar
rafrænni kennslustofu þar sem aðeins
aðstandendur verkefnisins, kennarar
og nemendur þeirra, hafa aðgang með
lykilorði. TwinSpace einfaldar alla yfirsýn
og þar geta kennarar og nemendur sett
inn skjöl, myndir o.þ.h.
Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að
kennara sé boðinn aðgangur að verkefni
sem þegar er komið í gang.
Vert er að leggja áherslu á að með
skráningu fylgir engin skuldbinding um
frekari þátttöku. Því er alveg óhætt að
skrá sig strax og skoða möguleikana á
eD – alla skólana sem eru skráðir, öll þau
verkefni sem hafa verið starfrækt o.s.frv.
Eins og fyrr segir hentar eTwinning
öllum kennslugreinum og nánast engar
reglur eru um hvernig samstarfsverkefnum
skal háttað. Þetta á einnig við um líftíma
verkefna sem geta verið mjög stutt eða
spannað fleiri skólaár. Ekki er það heldur
neitt stórmál þótt stofnað sé til verkefnis
sem síðan gengur af einhverjum orsökum
ekki upp. Þá er einfaldlega hægt að leggja
það á hilluna og reyna aftur, reynslunni
ríkari.
Ýmisleg annað fylgir eTwinning.
Landskrifstofan, Alþjóðaskrifstofa háskóla-
stigsins, veitir kennurum stuðning og
þjónustu endurgjaldslaust. Einnig fæst frír
aðgangur að ýmsum gagnlegum veftækjum
sem annars þarf að greiða fyrir, til dæmis
Magazine Factory sem ýmsir kannast við.
Þess má einnig geta að landskrifstofan
býður takmörkuðum fjölda kennara á
málstofur og tengslaráðstefnur í Evrópu á
hverju skólaári. Jafnframt er hópi kennara
boðið á árlega stórhátíð eTwinning sem
haldin er í byrjun árs einhvers staðar á
meginlandinu.
eTwinning er þannig kjörinn vettvangur
fyrir þá kennara og skóla sem vilja prófa
sig áfram í Evrópusamstarfi. Skrefin eru fá,
leiðin einföld og skriffinnskan víðs fjarri.
Ef maður vill, síðar meir, er hægt að fara í
viðameira samstarf hvort sem er í gegnum
eTwinning eða aðrar menntaáætlanir ESB.
Einnig getur reynslan af eTwinning komið
að notum þegar sótt er um styrki, til dæmis
í evrópsk skólaverkefni í Comenius.
Allar nánari upplýsingar um eTwinning
er að finna á heimasíðu landskrifstofunnar:
www.etwinning.is
Einnig má hringja í Guðmund Inga
Markússon í síma 525 5854 eða senda
tölvupóst á netfangið gim@hi.is
Guðmundur Ingi Markússon
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins
Aðgangur að evrópsku
skólasamstarfi
eTwinning: óformlegt Evrópusamstarf
fyrir kennara og skóla
Margir kennarar og forsvarsmenn skóla hafa hug á alþjóðlegu
samstarfi en veigra sér við því að taka fyrstu skrefin. Hér
gæti eTwinningáætlun ESB verið lausnin en hún er laus við
alla skriffinnsku og formlegheit og byggist fyrst og fremst á
frumkvæði kennaranna sjálfra.
Traustur sjóður, örugg samfylgd
Þegar starfsævinni lýkur reynast lífeyrisréttindi ein mikilvægasta eign okkar flestra. Á
lífsleiðinni skiptir því öllu máli að njóta samfylgdar lífeyrissjóðs sem býr vel í haginn fyrir
framtíðina.
Meginhlutverk LSR er að taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta þau í sameigin-
legum sjóði til að greiða elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Sjóðfélagar LSR hafa ávallt
greiðan aðgang að greinargóðum upplýsingum um réttindi sín og lífeyrisgreiðslur. Þá
eiga allir sem greiða eða hafa einhvern tíma greitt í LSR rétt á lífeyrissjóðsláni.
Séreign LSR tekur við frjálsum viðbótarsparnaði sjóðfélaga og geta þeir valið um þrjár
fjárfestingarleiðir til að ávaxta sparnaðinn. Viðbótarsparnaður er séreign sjóðfélaga og
erfist við fráfall. Hvort sem þú greiðir í A- eða B-deild LSR ætti framlag í Séreign LSR að
vera eðlileg viðbót.
Bankastræti 7 • 101 Reykjavík • S ími : 510 6100 • Fax: 510 6150 • l s r@lsr . is • www.lsr . is
Á vef LSR, www.lsr.is, geta sjóðfélagar
nálgast yfirlit og séð heildarstöðu
lífeyrisréttinda sinna og
iðgjaldaskil launagreiðenda.
Ljósmynd frá höfundi