Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 24
24 NÁMSMATSRÁÐSTEFNA, MENTOR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 Á námsmatsráðstefnu Samtaka áhuga- fólks um skólaþróun 14. september sl. sem haldin var í Flensborgarskólanum sagði Einar Steingrímsson að skrifleg lokapróf væru algerlega gagnslaus fyrir nemendur. Einar er prófessor í Háskólanum í Reykjavík og hét erindi hans Námsmat – mæling eða kennslutæki? Í síðustu Skólavörðu var sagt frá erindi Ingólfs Gíslasonar sem er stærðfræðikennari eins og Einar og líka upp á kant við kerfið hvað námsmat varðar. Hér grípum við stuttlega niður í það sem Einar hafði að segja um málið en þótt hann hafi talað út frá stærðfræðinámi gildir umfjöllun hans ekki síður um annað nám. „Ég er nú ósköp framsóknarlegur miðað við Ingólf hér á undan“, hóf Einar mál sitt og uppskar hlátur ráðstefnugesta. Þá spurði hann hvað ætti eiginlega að mæla með námsmati (kunnáttu, getu, færni eða annað), hvort matið ætti að stýra náminu, hvað það mætti kosta og hvað við fengjum fyrir peninginn. Einar sagði að í háskólum til dæmis væri það oft orðum aukið þegar folk segðist nota námsmat á markvissan hátt. Hægt er að útfæra námsmat á ýmsa vegu að sögn Einars sem taldi upp fjórar útfærslur: Skriflegt lokapróf eingöngu, stórt lokaverkefni eingöngu, heimadæmi – miðannarpróf – lokapróf og loks tíð heimaverkefni með einkunn fyrir hvert og eitt. „Allir eru sammála um að til að læra vel þurfa nemendur að vinna stöðugt,“ sagði Einar. „Námsmat stýrir vinnu nemenda of mikið þegar yngstu bekkjum grunnskóla sleppir. Viðhorf til náms stýrir vali á námsmati en viðhorfsleysi getur líka stýrt því, samanber „þetta hefur alltaf verið svona“. Einar sagði viðhorf okkar til náms felast í grundvallarspurningunum hvernig læra nemendur, hvað eiga þeir að læra og hvað eiga þeir að geta? Gallar hefðbundins námsmats, þ.e. skriflegs lokaprófs, fælust í að það prófaði ekki það sem við viljum rækta. „Eiga nemendur að kunna tiltekna hluti eða eiga þeir að geta gert eitthvað?“ spurði Einar. Ef nemendur eiga að geta gert eitthvað verður námið að þjálfa þá í að gera og námsmatið verður sömuleiðis að meta það sem þeir gera.“ Einar sagði nemendur búa sig undir skrifleg lokapróf með því að læra staðlaðar aðferðir til að leysa stöðluð dæmi, „en lífið er ekki staðlað“. Til verður „vítahringur allsherjar stöðnunar“ að sögn Einars; þar sem erfitt er að mæla það sem við viljum mæla, mælum við í staðinn það sem er auðvelt að mæla. Námið snýst því um að læra það sem er auðvelt að mæla en ekki endilega það sem er gott að læra. Nemendur fá litla sem enga þjálfun í að leysa stór, opin verkefni og kennarinn kemst sjálfur hjá því að þurfa að læra meira og kafa dýpra. „Svo er vitleysan fullkomnuð með því að kennari skoðar gömul próf og semur upp úr þeim!“ bætti Einar við. Einar nefndi sem dæmi um stórt opið verkefni þessa spurningu: Er hægt að snúa jörðinni þannig að enginn punktur á yfirborði hennar sé á sama stað og hann var áður? „Nemandi sem getur leyst þetta kann allt sem hann þarf að kunna í fyrsta háskólakúrsi í línulegri algebru. En svona verkefni er útilokað að leggja fyrir á skriflegu lokaprófi“, sagði Einar. Kennari þarf að hans sögn að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvert er markmið námskeiðsins, hvað þurfa nemendur að gera til að tileinka sér efni þess og aðferðir, hvernig get ég (kennarinn) stuðlað að því og loks hvernig get ég notað námsmat til að ná markmiðunum? Meginniðurstaða Einars er sú að besta námsmatið sé huglægt mat kennara sem gjörþekkir vinnu og færni nemandans sem í hlut á. keg Mentor er heildstætt vefkerfi sem notað er af 98% grunnskóla landsins. Síðustu ár hefur kerfið vakið töluverða athygli erlendis og er nú markaðssett í Svíþjóð og Danmörku undir nafninu InfoMentor. Sérstaða kerfisins felst einkum í áherslu á stuðning við einstaklingsmiðað nám og samstarf heimila og skóla. Mentorkerfið styður kennara og stjórnendur í utanumhaldi um einstaklingsmiðað nám, hvatt er til sjálfsábyrgðar nemenda og foreldrar hafa greiðan aðgang að upplýsingum. Í Mentor eru þrjú þrep sem farið er í gegnum við skipulagningu einstaklingsmiðaðs náms.: • Gerð einstaklingsáætlunar. Hægt að gera einstaklingsáætlanir á einfaldan hátt. Þar velur kennari markmið úr Aðalnámsskrá auk þess sem mögulegt er að velja markmið úr markmiðabanka skólans. Kennarinn velur síðan námsefni, kennsluaðferðir og hvernig árangur skuli metinn. Nemendur og foreldrar hafa aðgang að áætluninni og geta tekið þátt í að skapa hana. • Einstaklingsmiðað mat. Kennari getur metið stöðu hvers nemanda á fljótlegan og einfaldan hátt. Hægt er að fá tölfræðilega úrvinnslu á því hversu margir hafa náð tilteknum markmiðum og hversu mörgum markmiðum hver nemandi hefur náð. • Stöðumat. Nemandi metur stöðu sína í hverju fagi með þriggja stiga skala. Áður en hann metur hvert fag sér hann yfirlit yfir þau markmið sem hann er að vinna að í námsáætluninni. Þá svarar hann spurnin gum sem kennari setur fram, s.s. um ástundun í náminu, líðan og styrkleika. Kennarinn metur nemandann á sama hátt á sínu svæði í kerfinu og þegar báðir aðilar hafa lokið matinu má prenta út stöðumatsblað. Foreldrar hafa aðgang að námsáætlunum og geta aðstoðað börn sín við stöðumat. Vefkerfið Mentor flutt út til Svíþjóðar og Danmerkur Skrifleg lokapróf eru gagnslaus

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.