Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.10.2007, Blaðsíða 26
Ástarsambandi Íslendinga og Dana er engan veginn lokið og sjást þess ýmis merki. Fyrir ellefu árum stofnuðu menntamálaráðherrar beggja landa til samstarfs um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn var staðfestur árið 2000, endurnýjaður 2003 og í apríl á þessu ári undirrituðu ráðherrar menntamála samning til næstu fjögurra ára. Undirrituð varð læs á íslensku og dönsku á sama tíma en þá voru Andrésblöðin líka á det dejlige sprog. Nú er öldin önnur og engin danska í umhverfinu. Hvað er til ráða? Lausnin er auðvitað að búa til megaflott (dregið af meget flot) barnaefni sem krakkarnir ánetjast eins og Feitmúla forðum. Það er ekki í augsýn og því eru góð tíðindi að enn skuli menn ekki hafa gefist upp á að styðja við bakið á dönskunni. Í samningnum er meðal annars kveðið á um ráðningu dansks sendikennara við KHÍ, ráðningu tveggja danskra farkennara til starfa í grunnskólum landsins, styrki til námsferða dönskunema á háskólastigi og verkefni á sviði endurmenntunar kennara, námsefnisgerðar, rannsókna og þróunar. Danir leggja fram tvær og hálfa miljón í þarlendri mynt árlega og við leggjum fram sex miljón íslenskar krónur á ári til samstarfsverkefnisins. Þarna er fullt af styrkmöguleikum fyrir kennara sem vilja skemmta nemendum og mennta þá í gegnum þetta vinalega tungumál. Nánari upplýsingar eru á vefjum menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur: www.menntamalaraduneyti. is og us.uvm.dk/grundskole/adresser/inter- nationalt/danskundervisningpaaisland keg 26 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 Fedtmule lever endnu (Guffi tórir enn) Dönsku hipphoppararnir MC Einar innleiddu rapp á dönsku í Kaup- mannahöfn á níunda áratugnum, en fram að því þótti hallærislegt að rappa á móðurmálinu. Hljómsveitin fjallaði meðal annars um Feitmúla í textum sínum. 3f- Félag um upplýsingatækni og menntun hefur endurnýjað vef sinn og er slóðin núna www.3f.is 3f er félag áhugafólks um upplýsingatækni og menntun og félagsmenn eru kennarar á öllum skóla- stigum frá leikskóla til háskóla. • Samtök náttúru- og útiskóla (SNÚ) voru stofnuð þann 3. nóvember sl. • Náttúruskóli Reykjavíkur með ýmis konar fróðleik um útikennslu og fleira er með heimasíðuna natturuskoli.is • Happenin‘ habitats, skemmtilegur útikennsluvefur, happeninhabitats. pwnet.org/index.php • Á rannsóknarmálþingi KHÍ í október var fjölbreytt og áhugaverð umfjöllun um náttúruna, umhverfismennt og útikennslu í málstofum og fyrirlestrum. Nánar verður sagt frá þessu í næsta tbl. Skólavörðunnar. Námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla, haustönn 2007. Um er að ræða fimm fyrirlestra sem verða 29. og 30. nóvember 2007. Að nám- skeiðinu stendur samstarfshópur fulltrúa frá ADHD samtökunum, Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf KHÍ, Félagi grunn- skólakennara, SAMFOK, Heimili og skóla, Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Eirð fræðslu- og ráðgjafarþjónustu. Skráning fer fram hjá Símenntun Rann- sóknir Ráðgjöf Kennaraháskóla Íslands, á srr.khi.is, upplýsingar í síma 563 3980. Námskeiðið er haldið í Gerðubergi, A sal á 2. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar í kaffihléum. Námskeiðsgjald er kr. 15.000. Ekki alveg, en rúmur þriðjungur alþingismanna, eða 38,1%, hefur stundað kennslu. Þetta eru 24 alþingismenn. Þá hafa 33,3% alþingismanna setið í sveitarstjórn eða 21 talsins. Loks hafa 11 alþingismenn bæði setið í sveitarstjórn og stundað kennslu, eða 17,5%. Flestir leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum. Sem kunnugt er hefur gengið erfiðlega að manna þessa skóla enda láglaunavinnustaðir. Flestir tónlistarskólar eru líka reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólar eru hins vegar flestir ríkisreknir. Þessi uppgötvun, að jafnmargir alþingismenn skuli hafa kennt og/eða setið í sveitarstjórn og raun ber vitni, er því mikið fagnaðarefni. Ætla má að kennarar, nemendur og menntun eigi marga og sterka talsmenn á þingi sem hljóti að vinda sér í að bæta stöðu nemenda og kennara á landsvísu, styðja við öflugt skólastarf og hækka laun svo um munar. Þetta er fólk sem veit nákvæmlega hvar skórinn kreppir og er í aðstöðu til að vinna stórvirki í málaflokknum. Brettið nú upp ermar, þið alþingismenn sem hafið stundað kennslu og/eða setið í sveitarstjórn, myndið samhentan flokk á þingi og færið málin til betri vegar! Upplýsingar eru fengnar úr ferilskrám þingmanna sem birtar eru á althingi.is Alþingismenn sem sitja/ hafa setið í sveitarstjórn Alþingismenn sem hafa stundað kennslu Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Ármann Kr. Ólafsson Álfheiður Ingadóttir Árni Þór Sigurðsson Árni Páll Árnason Björk Guðjónsdóttir Árni Johnsen Björn Bjarnason Ásta R. Jóhannesdóttir Grétar Mar Jónsson Ásta Möller Guðbjartur Hannesson Einar Már Sigurðarson Guðlaugur Þór Þórðarson Guðbjartur Hannesson Gunnar Svavarsson  Guðfinna S. Bjarnadóttir Helgi Hjörvar Gunnar Svavarsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Helgi Hjörvar Jón Bjarnason Jón Bjarnason Kristinn H. Gunnarsson Jón Magnússon Kristján Þór Júlíusson Karl V. Matthíasson Kristján L. Möller Kristinn H. Gunnarsson Lúðvík Bergvinsson Kristján Þór Júlíusson Magnús Stefánsson Kristján L. Möller Ragnheiður Ríkharðsdóttir Magnús Stefánsson Sif Friðleifsdóttir Ólöf Nordal Steinunn Valdís Óskarsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson Valgerður Sverrisdóttir Ögmundur Jónasson Össur Skarphéðinsson Sitja bara kennarar á Alþingi? Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni Punktar um útikennslu og náttúruskóla Nýr vefur 3f

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.