Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 15

Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 15
15 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 fáum nemendum í einu og skoðað hvernig þessir hlutir fóru í nemendur og hvernig ég sjálf verkaði sem kennari. Þar sá ég líka fram á að geta haft aðeins meira frjálsræði með námskrá en í stórum grunnskóla. Í Brúarskóla voru krakkar á aldrinum átta til sextán ára sem höfðu átt í erfiðleikum í sínum heimaskóla vegna hegðunar og geðraskana. Því miður sá ég ekki að margir þeirra ættu greiðan aðgang að almennum grunnskólum á nýjan leik. Það er margt í hefðbundnu grunnskólakerfi sem vinnur gegn hagsmunum nemenda sem minna mega sín, þrátt fyrir að kennarar séu allir af vilja gerðir. En ég hef auðvitað stutta kennslureynslu og get varla fullyrt mikið um þessi mál, þetta er svona meðal þess sem æpir á mig við fyrstu sýn.“ Elíza sinnti alhliða tónlistarkennslu í Brúarskóla, kenndi á hljóðfæri, söng, tón- listarsögu, spuna og vann meðal annars á ýmsa lund með tengingu mynda og tónlistar sem er eitt af því sem henni er hugleikið. „Ég vann til dæmis með kvikmyndir og kvikmyndatónlist og notaði YouTube mikið þar sem maður gat byrjað á sögulegum staðreyndum og farið svo beint í að hlusta og og horfa á tónlistina í framhaldi af því, nemendur tengdu strax við það. Ég hvatti strákana til að koma með það sem þeir sjálfir hlustuðu á og held að það sé vannotað að fara þessa leið sem eykur mjög áhuga nemenda og er líka gaman fyrir kennarann. Ég held að við þurfum virkilega að styrkja tónmenntakennslu í grunnskólum, berjast fyrir fleiri listgreinatímum á stundaskrá og vera opin fyrir því að fara nýjar leiðir. Guð er mjög listhneigð Það var gaman en líka andlegt álag að kenna í Brúarskóla. Það sem kennslan þar kenndi mér kannski fyrst og fremst,“ heldur Elíza áfram, „var auðmýkt. Það er ekkert sjálfgefið að maður passi inn í kerfið og þrífist þar. Ef maður er að einhverju leyti öðruvísi getur verið að maður verði útundan, jafnvel þótt maður sé bara á barnsaldri. Venjulegur bekkur í grunnskóla er með fimmtán til þrjátíu nemendur og það sama verkar ekki fyrir alla. Ég vil sjá meiri beina þátttöku nemenda í námi sínu, meiri útikennslu og hreyfingu, meiri list- og verkgreinakennslu, þar sem öll áherslan er ekki á bóknám. Það góða við námið í LHÍ var þessi stöðuga hvatning til að leita nýrra leiða og sjá hlutina öðruvísi. Þetta er nokkuð sem ég held að sé mjög mikilvægt, ásamt því að átta sig á tengslum allra hluta. Stærðfræði er tengd heimspeki og tónlist, vísindi og listir voru áður fyrr nátengd þótt við höfum síðar rifið þau í sundur, allt nám og öll þekking er tengd. Ég er kannski ekki trúuð í þeim skilningi að vera kirkjurækin en ég trúi að minnsta kosti á eitthvað meiriháttar úti í alheiminum, einhvern æðri mátt. Og hún er örugglega mjög listhneigð!“ Áður en Elíza kveður er hún spurð hvað taki við þegar listamannalaunin þrýtur um áramótin, fer hún aftur í kennslu? „Það er ekki ákveðið,“ segir hún, „en ef ég fer ekki að kenna, fer ég kannski í MA nám í kennslufræðunum eða að semja námsefni. Ég held það verði örugglega eitthvað af þessu þrennu.“ keg Það sem kennslan í Brúarskóla kenndi mér kannski fyrst og fremst var auðmýkt. Það er ekkert sjálfgefið að maður passi inn í kerfið og þrífist þar. Úr UNESCO ritinu Vegvísir fyrir listfræðslu (útg. 2007) • Menning og listir eru grundvallar þættir í alhliða menntun sem leitast við að efla og þroska einstaklinginn eins og frekast er mögulegt. Listfræðsla telst því til algildra mannréttinda sem allir eiga að njóta, líka þeir sem standa á einhvern hátt höllum fæti og hafa því oft ekki sömu tækifæri, svo sem innflytjendur, minnihlutahópar og fatlaðir. • Fjölmargar menntarannsóknir sýna að listræn upplifun, fræðsla um listir og það að kunna að meta list þroskar með fólki hæfileika til að koma auga á sérstakar eða jafnvel einstakar hliðar mála á ýmsum sviðum sem ekki tengjast endilega listum með beinum hætti. Þennan hæfileika er erfitt að þroska með öðrum hætti. • Mikil áhersla á bóknám fram yfir nám þar sem tilfinningar koma meira við sögu hefur valdið því að vaxandi gjá hefur myndast milli vitsmunalegs- og tilfinningalegs þroska. Prófessor Antonio Damasio heldur því fram að þessi áhersla á hið vitsmunalega á kostnað hins tilfinningalega eigi þátt í hrakandi siðferði í nútíma samfélagi. Tilfinningar eru samofnar allri ákvarðanatöku og virka sem leiðarljós eða vegvísir fyrir athafnir og hugmyndir, hugsun og dómgreind. Án aðkomu tilfinninga yrði hver athöfn, hugmynd eða ákvörðun alfarið byggð á rökrænum forsendum. Siðræn hegðun, sem er undirstaða samfélagslegrar tilveru, krefst tilfinningalegrar þátttöku. Prófessor Damasio heldur því fram að listfræðsla styrki friðarmenningu vegna þess að slík fræðsla stuðli að tilfinningalegri virkni og betra jafnvægi milli vitsmunalegs- og tilfinningalegs þroska. • Samfélög 21. aldarinnar þarfnast í vaxandi mæli vinnuafls sem er skapandi, sveigjanlegt, hefur aðlögunarhæfni og er úrræðagott. Menntakerfi þurfa að þróast með hliðsjón af þessum þörfum. Listfræðsla þroskar þessa eiginleika með nemendum, gefur þeim tækifæri til að tjá sig, meta umhverfið á gagnrýninn hátt og takast á við hin ýmsu svið mannlegrar tilveru. KENNARAvIÐTALIÐ

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.