Skólavarðan - 01.12.2008, Page 17
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008
17
FRAMHALdSSKóLINN FUNdAR
Staða framhaldsskólans í tengslum við
útfærslu og framkvæmd nýrra menntalaga
Fundurinn hefur farið yfir helstu atriði nýrra
menntalaga í samhengi við hugmyndir
menntamálaráðuneytis um vinnu við
útfærslu þeirra og framkvæmd.
Fundurinn leggur sérstaka áherslu á
eftirfarandi:
Samvinna komist á milli KÍ, yfirvalda
menntamála og skólastjórnenda um fram-
kvæmd nýju laganna, um inntak reglu-
gerða, námskrármál og tengsl laganna
við kjarasamninga. Mikilvægt er að skapa
yfirsýn vegna samræmingar, upplýsinga og
eftirfylgni.
Endurskoðun almenns hluta aðalnám-
skrár framhaldsskóla þarf að setja í for-
gang. Markviss vinna í skólunum að útfærslu
laganna byggist á því að sá hluti aðal-
námskrárinnar sé skýr.
Móta þarf skýrar leiðir fyrir nemendur til
að fara milli grunnskóla og framhaldsskóla
á mismunandi námshraða og til að stunda
nám samtímis á báðum skólastigum. Í þeirri
vinnu þarf að hafa til hliðsjónar tillögur
starfshópa sem unnu að tíu skrefa sam-
komulaginu.
Markmið laganna um íslenskt stúdents-
próf eru að það verði áfram almennt og
víðfeðmt og veiti góðan undirbúning fyrir
frekara nám. Í samræmi við þetta þarf
að setja viðmið í nýrri aðalnámskrá fyrir
framhaldsskóla um 240 námseiningar til
stúdentsprófs.
Endurnýjun kjarasamninga er forsenda
þess að fjölgun vinnudaga og önnur ákvæði
laganna sem snerta beint vinnutíma kennara
geti komið til framkvæmda.
Brýnar aðgerðir í menntamálum vegna
samfélagsþrenginga
Fundurinn lýsir yfir þungum áhyggjum af
efnahagskreppu samfélagsins og alvarlegum
áhrifum hennar á lífsafkomu almennings
og heimila í landinu. Nauðsynlegt er að slá
skjaldborg um velferðarkerfið og treysta
undirstöður þess. Skólarnir gegna þar víð-
tæku hlutverki.
Efnahagur fjölskyldna má ekki ráða
úrslitum um það hverjir geti notið þeirrar
þjónustu sem stendur til boða í skólum
landsins. Draga þarf stórlega úr gjaldtöku
í skólakerfinu til að létta undir með
fjölskyldum og heimilum. Þeir sem missa
atvinnu sína eiga að geta styrkt stöðu sína
með námi í framhaldsskólum og háskólum.
Öll börn og ungmenni verða að geta notið
námsvistar í leikskólum, grunnskólum og
framhaldsskólum. Stórefla þarf Lánasjóð
íslenskra námsmanna og styrkja félagslegt
hlutverk hans.
Fundurinn telur þetta vera meðal brýnustu
verkefna stjórnvalda vegna þeirrar alvarlegu
stöðu sem nú ríkir.
keg
www.janusbudin.is
Amaróhúsinu
Hafnarstræti 99-101
600 Akureyri
s. 461-3006
Gott verð!
Ullarfatnaður
í miklu úrvali
fyrir unga
sem aldna.
Senn koma jólin!
Gefðu hlýjan og notalegan
jólapakka frá JANUS.
Barónsstíg 3
101 Reykjavík
s. 552-7499
fax. 562-7499
Fundargerð og glærur á ff.ki.is undir Fundir/Fulltrúafundir/
Aukafulltrúafundur 7.nóvember 2008
Upplýsingar um ný lög og nýja menntastefnu: nymenntastefna.is
Magnús Ingólfsson
Sigurjón Mýrdal