Skólavarðan - 01.12.2008, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.12.2008, Qupperneq 19
FAGMENNSKA KENNARA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 19 starfsins vera að auðvelt var að samþætta vinnu og fjölskyldulíf og það var talinn einn af megináhrifaþáttum starfsánægju. Kennsla eða starf í leikskóla og á yngstu stigum grunnskóla er hér skilgreint sem kvennastarf og, eins og rannsakendur segja, vísað með óbeinum hætti til kvenna sem umönnunaraðila fremur en starfsmanna á vinnumarkaði. Í nýrri rannsókn minni, sem ég skilaði nýverið í háskólanum mínum, Institute of Education, í London, fjallaði ég um leikskólastjórann og vandamál í starfs- mannahópnum. Þetta er stofnana-rannsókn, framkvæmd í einum leikskóla þar sem ég tók viðtöl við um 70% starfsfólksins. Þar lýstu bæði leikskólakennarar og annað starfsfólk ánægju með að tekið var tillit til fjölskylduaðstæðna þeirra, m.a. með þessum orðum: ...Mér finnst mikið svona tekið tillit til mín að ég sé líka með fjölskyldu án þess að það hafi mikil áhrif á starfið. ...Þú ert aldrei í þessari togstreitu hvort á að láta ganga fyrir, vinnuna eða heimilið. Ég hef verið að vinna á vinnustað þar sem að ...ef ég þurfti að vera heima með veikt barn þá gerði ég það, samt með móral.... Ég vek athygli á að þetta er rannsókn í einum leikskóla en mér segir svo hugur að þessi viðhorf finnist í fleiri leikskólum. Í umræðum tengdum þessu hefur starfs- hlutfall leikskólakennara verið til skoðunar og á stundum hefur komið fram gagnrýni á þann fjölda sem er í hlutastarfi. Rætt hefur verið um faglegt ábyrgðarleysi vegna þess að leikskólakennarar yfirgefi vinnustaðinn á miðjum degi og skilji börnin eftir í höndum starfsfólks sem er án tilskilinnar sérfræðimenntunar. Ekki síst hafa þessi mál verið rædd í tengslum við stöðu deildarstjóra. Í doktorsnámi mínu gerði ég verkefni um fagþróun leikskólakennara árið 2005, og fékk rýnihóp forystumanna í Félagi leikskólakennara til að ræða um verkefnið. Einn þátttakandi tók svo til orða: Eitt af því sem plagar okkur af því við erum kvennastétt … er að fólki finnst það bara mannvonska þegar maður leyfir sér að segja að deildarstjórar eigi að vera í hundrað prósent starfi … þú færð hvergi svona starf í samfélaginu, deildarstjórastarf, nema að vera í hundrað prósent starfi. Þetta erum við ekki búnar að tileinka okkur, þessi stétt. Við viljum svolítið ennþá ráða því hvernig og hvar við vinnum. Við þurfum að taka þá umræðu og höfða til faglegrar ábyrgðar … Ýmsir fræðimenn halda því fram að starf með ungum börnum sé kynlægt eða kvenlægt (gendered), enn á ábyrgð kvenna og þær væntingar séu inngrónar í menningu leikskólanna (Cameron o.fl., 1999). Peter Moss (2006) heldur því fram að þær aðstæður séu ekki tilkomnar eingöngu vegna launakjara. Miklu fremur séu það ríkjandi þjóðfélagsviðhorf og hvernig menntun leik- skólakennara og starfsvettvangurinn við- haldi og endurskapi stöðugt kvenlæga starfstétt. Hér kemur því fagleg og þjóð- félagsleg ábyrgð leikskólakennara og kennaramenntunarstofnana við sögu og kallast á við stöðu kvenna í karllægum heimi í gegnum aldirnar. Og kvennastéttin kallast einnig á við hina hefðbundnu skilgreiningu á fagmennskuhugtakinu. Ég hef alltaf verið harður talsmaður þess að auðvitað sé eðlilegt að deildarstjórar og helst allir leikskólakennarar séu í fullu starfi, m.a. á grundvelli ábyrgðarskyldunnar en á grundvelli þessara niðurstaðna spyr ég mig hvort ekki sé vænlegra að sleppa „blame and shame“ aðferðafræðinni, eins og Acker (1999) segir, eða skammastu þín aðferðinni, og beina athyglinni þeim mun ákveðnar að því hvernig fagmennska þeirra sem vinna í leikskóla sé best nýtt í þágu heildarinnar og ég kem betur inn á það síðar. Og eins og Acker (1999) segir einnig: Konur standa sig afar vel á vinnumarkaði en þeim líður samt oft svo skrambi illa með það! Hugtakið Gullna tímabilið eða „the golden age“ hefur verið notað af breskum fræði- mönnum um tímabilið 1955 til 1975 í Bretlandi. Þá var sjálfræði kennara mikið Fröbel umbreytti móðurhlutverkinu í formlegt starfshlutverk. Arna H. Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.