Skólavarðan - 01.12.2008, Page 24

Skólavarðan - 01.12.2008, Page 24
24 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 PISTILL, bæKUR Þau hjónin Margrét Þ. Jóelsdóttir kennari og Stephen Fairbairn grafískur hönnuður eru samhent hjón sem kynntust í listinni og vinna saman að gerð fjölmargra og margvíslegra listaverka. Eitt nýjasta verkið er barnabókin Úti í myrkrinu sem Stephen myndlýsti og Margrét skrifaði. Það er alltaf gaman að kynna bækur eftir kennara og Skólavarðan má til að vekja athygli á þessari frábæru bók um strákinn Nóa sem heyrir undarleg hljóð úr garðinum og verður að kanna málið þótt hann sé hræddur, af því hljóðin hljóma eins og þau komi frá einhverjum sem líður ekki vel. Þetta er margræð saga fyrir utan að vera falleg og eiguleg bók, þarna er talað um ótta, hjálpsemi og djúpa skynjun á og samkennd með náttúrlegum fyrirbærum. Bækurnar eru báðar vel til þess fallnar að Þegar ég var að læra sálfræði í Danmörku kynntist ég merkilegu hugtaki: „Fíflabarn“. Danir nota orðið um börn sem verða að manni og lifa góðu lífi á fullorðinsárum þrátt fyrir uppeldisaðstæður sem eru svo herfilegar að með réttu ætti barnið að enda í ræsinu líkt og foreldrarnir. Þetta er auðvitað myndlíking, það er verið að líkja barninu við fífil, en eins og allir vita sem einhvern tíma hafa komið nálægt garðyrkju þarf fífillinn ekki mikla næringu eða jarðveg og sprettur stundum upp úr svörtu malbiki þar sem ekkert ætti að geta gróið. Danskinum fannst áhugavert hvað einkenndi fíflabörnin og vildi auðvitað komast að því af hverju þau hefðu náð að rífa sig upp úr þeirri eymd sem var í kringum þau á uppvaxtarárunum. Ekki man ég lengur nákvæmlega innihald greinanna sem ég las um fíflabörnin, en það voru einkum tvö atriði sem einkenndu þau. Í fyrsta lagi voru þau öll frekar viðkunnanleg og áttu auðvelt með að kynnast fólki og í öðru lagi hafði einhver tekið að sér að vera í uppeldishlutverki gagnvart þeim og þannig veitt þeim þá hlýju, nærgætni og ástúð sem foreldrarnir voru ófærir um að veita þeim. Ég hef verið sálfræðingur það lengi að ég hef kynnst þeim nokkrum, fíflabörnunum á Suðurnesjum sem urðu að manni. Þegar ég hef hitt þá af fíflunum mínum sem eru orðnir fullorðnir og vegnar vel, hef ég samviskusamlega spurt þá hvað hafi orðið þess valdandi að þeir urðu að manni? Svör þeirra staðfesta rannsóknir Dananna en leiða annað mjög áhugavert í ljós, nefnilega að kennarar virðast vera mjög áhugasamir um fíflarækt. Næstum allir fíflar sem ég hef hitt hafa nefnt kennara sem bjargvætt sinn. Setningar eins og „Gísli Torfa hafði alltaf trú á mér og þess vegna hélt ég áfram í námi“ eða: „Þegar ég var kominn í slæman félagsskap talaði Villi Ketils alvarlega við mig. Hann ræddi síðan reglulega við mig í kjölfarið og það varð til þess að ég sneri við blaðinu.“ Svona setningar hef ég oft heyrt. Ég nefni nöfn þessara gengnu heiðursmanna til að votta þeim virðingu mína en ég gæti allt eins nefnt nöfn kennara í FS og hverjum einasta grunnskóla í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði eða Vogum því ég hef margoft orðið vitni að því að kennarar hafa bjargað fíflabörnum eða bara á réttum tíma stutt við bakið á nemendum sem þurftu á því að halda. Ég hef líka rekið mig á það að þeir kennarar sem rækta fíflana eru yfirleitt alltaf afburðakennarar. Nemendum þeirra líður vel og þeir standa sig vel í námi. Það virðist nefnilega vera þannig að ein af meginforsendum þess að nemendur nái árangri sé að þeim líði vel í skólanum. Gylfi Jón Gylfason Höfundur er yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Ljósmynd: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson -Hljóðin koma örugglega úr garðinum. Það er eins og einhverjum líði alls ekki vel, hugsar Nói. Hann verður að fara út í garð og athuga þetta. Nói flýtir sér í fötin en finnur ekki annan sokkinn. Það er enginn tími til að leita að honum. Hann tekur vasaljósið sem hann geymir alltaf á náttborðinu og læðist fram á gang. Ræktar þú fífla? vera notaðar í lífsleikni og umhverfismennt, á skólasafni og í bekkjarsamræðum með elstu leikskólanemendum og yngstu grunn- skólanemendum. Þau Margrét og Stephen nota umhverfi sem þau þekkja sem efnivið í bækur sínar, núna er það garðurinn þeirra og í fyrri bók, Nonnikonni og kúlurnar, var það sumarbústaður þeirra hjóna og umhverfi hans. Þetta gefur bókunum hlýlegt yfirbragð og lesanda tilfinningu fyrir mikilli nánd við viðfangsefnið. Það er auðvelt að gleyma sér yfir sögunum um Nóa og Nonnakonna, látlausar léttleikandi bækur án predikunar um stór og mikilvæg málefni. Úti í myrkrinu Kennarar virðast vera mjög áhugasamir um fíflarækt

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.