Skólavarðan - 01.04.2009, Side 13
draga úr starfsemi sem lýtur að hljóm-
sveitarstarfi, samspili, meðleik, heimsóknum
og ferðalögum sem dæmi. Einnig eru til
umræðu breytingar á kennslufyrirkomulagi
en á trúnaðarmannafundi félagsins kom
sú áhersla skýrt fram að standa ætti vörð
um þjónustu í aðalfagi, þ.e. einkakennslu
á hljóðfæri í forminu 60 mínútur á viku.
Staðan í tónlistarskólum er vandmeðferðin
og mikilvægt að halda þétt utan um skóla-
haldið, óháð breytingum sem ráðist verður í,
svo að starfsemin bíði sem minnstan skaða
af til framtíðar. Margir skólastjórnendur hafa
leitað til félagsins vegna niðurskurðarins og
leita menn allra leiða til að standa vörð um
störf fastra kennara við skólana og að þær
breytingar sem farið verður í verði í sem
mestri sátt við kennara. Kennarar sem hafa
samband eru í mörgum tilfellum að leita
upplýsinga um þau lög og reglur sem gilda
um uppsagnir og vilja ræða framkvæmd
annarra breytinga í tengslum við niðurskurð.
Nokkuð hefur borið á því að kennurum
finnst þeim stillt upp af ráðamönnum með
valkostum sem brjóta í bága við reglur og
réttindi kennara. Það er að sjálfsögðu með
öllu ólíðandi og ekki sveitarstjórnarmönnum
samboðið að fara þannig með vald sitt á
þessum erfiðu tímum. Samhliða því að
upplýsa félagsmenn um réttindi þeirra og
veita aðstoð við kjaraleg atriði telur félagið
þýðingarmikið að vinnan næstu misseri
miði markvisst að því að styrkja stöðu tón-
listarskóla og starfsemi þeirra. Ein leiðin að
því marki er fagleg sókn. Við munum leggja
áherslu á stór fagleg málefni sem varða
stéttina og eru til þess fallin að stuðla að
því að tónlistarskólar standi sterkari en ella
þegar birta tekur aftur. Þetta eru mál eins
og ný lög um tónlistarfræðslu, en vinna
við þau hefur legið niðri hjá menntamála-
ráðuneytinu, lenging kennaramenntunar til
samræmis við menntun annarra stétta og
athugun á kostum og göllum lögverndunar
sbr. samþykkt frá ársfundi okkar í febrúar.
Þá vinnur menntamálaráðuneytið að fram-
kvæmd könnunar á listfræðslu á Íslandi
og er félagið í samstarfi við ráðuneytið um
þann hluta sem snýr að tónlistarskólunum.
Í desember nk. verður norræn ráðstefna
haldin á Íslandi undir yfirskriftinni „Inno-
vation and Creativity in the hands of the
young“ og vinnur félagið að því í samstarfi
við menntamálaráðuneytið að fyrrgreindri
könnun verði þar gerð ítarleg skil og
sjónum beint sérstaklega að starfsemi tón-
listarskóla.
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF
Í fjárlögunum fyrir árið 2009 er flatur niður-
skurður um 3% hjá framhaldsskólum. Þetta
mun eflaust þýða aukið aðhald í rekstri skóla
en við höfum ekki fulla yfirsýn ennþá yfir
hvernig þetta kemur út í einstökum skólum.
Við vitum þó að á næstu önn gæti orðið
samdráttur í einhverjum skólum, til dæmis
gjofsemgefur.is
13
Stofnanasamningar voru alls ekki hugsaðir sem farvegur
til niðurskurðar. Það má ekki gerast. Fólk verður að
vera á varðbergi gagnvart slíkum tilraunum.
Lj
ós
m
yn
d
:
ke
g
ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA