Skólavarðan - 01.04.2009, Síða 14
14
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009
í yfirvinnu. Staða framhaldsskólans er mjög
óljós, við heyrum ýmsar hugmyndir um
niðurskurð á fjárveitingum til skólanna fyrir
árið 2010 og næstu ár. Mesta áhyggjuefnið
er fjárlögin fyrir árið 2010 og næstu ár á
eftir. Enn er ekki búið að birta neina ramma
fyrir 2010. Við leggjum mikla áherslu á
að menntamálaráðuneytið forgangsraði í
opinbera menntakerfinu með það að mark-
miði að standa vörð um kjarnastarfsemi
skólanna, utanumhald og umsjón nemenda.
Ráðuneytið þarf að svara ýmsum spurning-
um svo sem hvort skólarnir eigi að standa
opnir fyrir atvinnulausa. Við hvaða hópum eiga
framhaldsskólar að taka, þeim nemendum
sem eru á hefðbundnum framhaldsskóla-
aldri eða mun breiðari hópi eins og hefur
verið í mörgum skólum? Einnig höfum við
nefnt að ráðuneytið skoði hvort hægt sé
að leggja til hliðar um stundarsakir einhver
verkefni sem raska ekki heildarhagsmunum
nemenda. Mikilvægt er að ráðuneytið for-
gangsraði verkefnum og starfsemi og veiti
skólastjórnendum leiðbeiningar um mark-
mið og leiðir. Ráðuneytið þarf að fara í þessa
skilgreiningarvinnu. Það er mikilvægt að
allir haldi ró sinni, ég ítreka að enn liggja
upplýsingar um fjárveitingar til skóla árið
2010 ekki fyrir. Það er líka mjög mikilvægt
að muna hvar ábyrgðin á ákvörðunum
liggur þegar þar að kemur: Hjá ráðuneyt-
inu og stjórnendum skóla. Það gengur
ekki að kennarar taki þátt í skuldbindandi
umræðum og ákvörðunum um niðurskurð.
Kennarar í framhaldsskólum hafa áhyggjur,
það fer ekkert á milli mála. Undanfarin ár,
í svokölluðu góðæri, hefur verið mjög mikið
aðhald í rekstri skólanna og kennarar finna
m.a. fyrir því í fjölmennari námshópum og
meira starfsálagi. Launaþróunin í fram-
haldskólunum ber einnig með sér að fram-
haldsskólakennarar voru ekki þátttakendur
í veislunni miklu sem ríkti í samfélaginu.
Þessar vikurnar erum við að búa okkur undir
enn alvarlegri stöðu. Við skynjum mjög vel
að staðan gæti orðið mjög alvarleg frá og
með næsta ári og trúnaðarmenn, kennarar
í samstarfsnefndum og stjórnir félagsdeilda
ræða um og vinna í þessu með okkur í stjórn
og samninganefnd félagsins. Þessi mál voru
mikið til umræðu á trúnaðarmannanám-
skeiði í febrúar og fulltrúafundi í mars. Við
erum að vinna í upplýsingagjöf fyrir okkar
fólk og sendum út efni um meðal annars
hvernig bregðast skuli við því ef reynt er að
koma ábyrgð á niðurskurði yfir á kennara.
Ég ítreka að það gengur ekki að starfsmenn
taki slíkar skuldbindandi ákvarðanir þó svo
þeir geti að sjálfsögðu tekið þátt í opnum
umræðum um stöðuna á kennarafundum.
Við bjóðum félagsdeildum okkar upp á fundi
til að ræða málin og við höfum líka fyrir-
komulag erindrekstrar við félagsdeildirnar.
Við erum sjö talsins í stjórn og samninga-
nefnd félagsins sem skiptum framhalds-
skólunum á milli okkar, höfum samband
við okkar fólk í skólunum og fylgjumst með.
Við erum með miðlægan kjarasamning og
síðan þrjátíu stofnanasamninga þannig að
það er að mörgu að hyggja. Hugsunin á bak
við stofnanasamninga er að færa hluta samn-
ingagerðar heim í hérað og gefa skólum
og starfsmönnum tækifæri til að aðlaga
áherslur að sínum þörfum. Þannig myndi
gefast meðal annars meira færi á að bæta
launin. Í þessu felst ábataskiptahugsun, að
nota rekstrarafgang til að bæta kjör. En það
er ljóst að þessi hugsun hefur ekki virkað í
framhaldsskólunum, það sýna upplýsingar
um launaþróunina. Stofnanasamningar voru
hins vegar ekki hugsaðir sem farvegur fyrir
niðurskurð! Kennarar verða að vera á varð-
bergi og hafa strax samband við okkur ef og
þegar áform koma fram um niðurskurð sem
bitna á samningsbundnum kjörum.
keg
Félagsmenn! Lesið það sem þið fáið sent frá KÍ og aðildarfélögum
ykkar innan sambandsins, þar geta verið mikilvægar upplýsingar um
ykkar hag. Hringið eða sendið okkur upplýsingar um niðurskurð og til
að fá upplýsingar sem varða störf ykkar og starfsöryggi. Kynnið ykkur
upplýsingar á www.ki.is og undirsíðum aðildarfélaga.
Skólarnir okkar eru:
• Krókur í Grindavík krokur@skolar.is - Hulda
• Kór í Kópavogi kor@skolar.is - Bjarney
• Hamravelli í Hafnarfirði hamravellir@skolar.is - Salvör
• Háaleiti í Reykjanesbæ haaleiti@skolar.is - Rósa
• Ársól í Reykjavík arsol@skolar.is ungbarnaskóli - Berglind
Í Ársól vantar einnig deildarstjóra.
Kynnið ykkur starfsemina skolar@skolar.is, Pétur
Einnig upplýsingar hjá unnur@skolar.is, Unnur
Okkur vantar kennara fyrir næsta
skólaár til að vinna að framgangi
heilsustefnunnar.
ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA