Skólavarðan - 01.04.2009, Page 28
28
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009
STÆRÐFRÆÐI í LEIKSKóLA
Fyrir um það bil ári vöknuðu hjá mér
spurningar um stærðfræðinám barna í
leikskólum. Er almennt lagt mikið upp úr
því og hverju skilar það? Í aðalnámskrá
leikskóla, sem er „fagleg stefnumörkun
um uppeldis- og menntunarhlutverk leik-
skólans“, er ekki gerð krafa um slíkt. Að
vísu ber að örva vitsmunaþroska barnsins
með því að veita því lærdómsríkt og örvandi
umhverfi. Þjálfa ber athyglisgáfu, hugsun,
minni og einbeitingarhæfni barnsins
ásamt því að þroska hugtakaskilning þess
en hvergi er minnst á orðið stærðfræði.
Við sem vinnum í leikskólum könnumst þó
vel við að kennd sé stærðfræði með notkun
margvíslegra kubba svo sem einingakubba
Pratt, legó og margskonar annarra kubba-
gerða. Form, stærð, flatarmál og lengdarmæl-
ingar af ý msum toga eru hugtök og hlutir
sem einnig er unnið með. Í leikskólanum þar
sem ég kenni, Álfaborg á Svalbarðsströnd,
er mikið unnið með perlur.
Perlur eru efniviður sem nota má í
tengslum við stærðfræði þó að þær séu
alla jafna ekki það sem fólki dettur fyrst í
hug þegar það leiðir hugann að þessari
námsgrein. Eftir að hafa fylgst með börnum,
og þá sérstaklega stúlkum, vinna með
perlur í Álfaborg verð ég að viðurkenna að
gildi þeirra sem námsefniviður er ótvírætt.
Hæfnin sem börnin hafa komið sér upp er
aðdáunarverð eins og sjá má. Við fyrstu sý n
er ótrúlegt að þetta sé afrakstur vinnu fimm
ára stúlku. Ekki einvörðungu gætir nákvæmni
í úttalningu heldur má sjá speglun í efra
verkinu og í því neðra má greina að byrjað
var í miðju verksins (4x4) og þaðan þróast
vinnan yfir í reglu, þ.e. eftir því sem nær
dregur köntunum.
Þegar ég fór að beina athygli að perlunum
kom í ljós að ekkert barn stekkur fullskapað
fram í vinnu með þennan efnivið. Það fer
fram mikil þjálfun í samhæfingu augna og
handa og útreikningum á mynstri við vinnu
með perlur. Algengast er að byrjendur fáist
við það eitt að fylla brettið ý mist með ein-
litum perlum eða þeim litum sem verða fyrir
fingrunum.
En vinnan þróast og leikurinn fer að snúast
um liti og munstur. Mynstur geta gengið út
á speglun eða hliðrun og verið einföld eða
flókin, allt eftir því sem verkast vill.
Það er líka athyglisvert að fylgjast
með því hvernig svona listaverk verða til.
Stundum taka þau nokkra daga og stundum
eina leikstund. Þegar ég velti því fyrir mér
af hverju börnin í ö ðrum leikskólum sem ég
hafði unnið í voru ekki svona áhugasöm um
perluvinnu þá komu mörg svör upp í hugann.
Perluvinna er ef til vill ekki mikil á sumrin og
ég hafði einungis unnið í öðrum leikskólum
á þeirri árstíð. Kannski voru hin börnin sem
ég hafði unnið með of ung. En mestu held
ég að skipti að í Álfaborg fá börnin að fara
heim með „perlið“ sitt. Með því er þeim
gefið færi á að skoða það og ígrunda og
þannig fá þau umbun fyrir vinnu sína og eiga
eitthvað sem þau sköpuðu. Ígrundun á vinnu
er öllum mikilvæg og ekki síst börnum sem
eru að læra. Með því að leyfa þeim að eiga
sitt „perl“ og fara með það heim tel ég að
við séum að gefa þeim færi á þessu og það
leiðir til þess að þau læra meira.
Rý num aðeins í það hvernig þróaður „perl-
ari“ vinnur.
Miðpunkturinn og kantarnir eru það sem
allt sný st um. Í þessu tilfelli tók vinnan nokkra
daga og stundum þurfti að „rekja upp“ til
Perlur Hugleiðingar um stærðfræðinám í leikskóla