Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 2
Formannspist i l l
3
Öll félög Kennarasambandsins hafa nú
lokið gerð kjarasamninga. Félag tón-
listarskólakennara var síðast í röðinni
og undirritaði skammtímasamning um
kaup og kjör félagsmanna sem rennur
út 31. júlí næstkomandi. Enn á eftir að
greiða atkvæði um hann en það hlýtur
að vera sameiginlegt baráttumál allra
félaga í sambandinu að sá kjarasamn-
ingur, sem síðan tekur við hjá tónlist-
arskólakennurum, færi þeim grunnlaun sem eru
ekki síður í takt við menntun þeirra, ábyrgð og
eðli starfa en þeir kjarasamningar sem gerðir
hafa verið fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og
gilda fram á árið 2004.
Það er dálítið merkilegt þegar litið er til
kjarabaráttu og kjarasamningagerðar félaga
kennara og stjórnenda í framhaldsskólum annars
vegar og sömu hópa í grunnskólum hins vegar
hversu líkar áherslur og meginniðurstöður urðu
þrátt fyrir sjálfstæðan og aðskilinn málarekstur
hópanna, m.a. vegna þess að þeir semja hvor við
sinn vinnuveitanda, þ.e. ríkið vegna framhalds-
skólans og sveitarfélögin vegna grunnskólans.
Þessir stóru faghópar, sem telja á sjöunda þús-
und manns að tónlistarskólanum meðtöldum,
lögðu ofuráherslu á að bylta launakjörum kenn-
ara. Allt var lagt undir til að ná fram mannsæm-
andi grunnlaunum fyrir kennarastarfið eins og
nútíminn býður að því sé sinnt. Því má hiklaust
telja samninga bæði framhaldsskólans og grunn-
skólans tímamótasamninga, þeir eru áfangi á
þeirri leið að lyfta skólunum upp úr feni af-
spyrnu lágra grunnlauna sem ógnuðu skólastarfi
og fældu ungt og vel menntað fólk frá því að
leggja annars skemmtilegt og gjöfult starf kenn-
arans fyrir sig.
Enn er þó einn áfangi eftir þar sem Félag tón-
listarskólakennara hefur ekki lokið samninga-
gerð sinni. Miklu skiptir að þar takist vel til þar
sem grunnlaun tónlistarskólakennara voru við
upphaf þessarar samningagerðar þau lægstu sem
fundust innan félaga KÍ og starfskjör þeirra auk
þess á ýmsan hátt verri en hjá grunn- og fram-
haldsskólakennurum. Mikilvægt er að leita sam-
eiginlega leiða til þess að vekja athygli á því hve
nauðsynlegt er að laun og starfskjör þessa hóps
komist í viðunandi horf, þótt Félag tónlistar-
skólakennara beri auðvitað hitann og þungann
af kjarabaráttu félagsmanna sinna í samræmi við
markmið KÍ um sjálfstæði félaga í samningavið-
ræðum og samningagerð.
Nýmæli í kjarasamningum
framhaldsskólans
Í nýjum kjarasamningi framhaldsskólans frá 7.
janúar sl. er að finna mikil nýmæli. Innleitt er
nýtt launakerfi og allir félagsmenn endurmetnir
til launa á grundvelli menntunar, þ.e. lokaprófa
og kennsluréttinda auk starfsreynslu. Fyrsta
stóra skrefið í samningnum er einmitt þetta
endurmat og röðun til launa sem fer fram mið-
lægt undir umsjón samningsaðila en með virkri
þátttöku hvers framhaldsskóla. Innifalin í þess-
um þætti samningsins er einnig veruleg tilfærsla
á milli vinnuþátta, m.a. í því skyni að hækka
grunnlaun og einfalda kjarasamninginn.
Með vorinu tekur síðan við það sem kalla
mætti stofnanaþátt kjarasamningsins. Þá feta
framhaldsskólarnir sig inn á nýja braut þar sem
reiknað er með að þeir fái flestir hverjir umboð
til framkvæmdar kjarasamninga. Því fylgir að
stofnaðar verða samstarfsnefndir í framhalds-
skólum sem slíkt umboð fá en þær verða skv.
kjarasamningnum skipaðar tveimur fulltrúum
launamanna og tveimur fulltrúum viðkomandi
stofnunar.
Að nokkru leyti fara þessi framkvæmd og end-
urskipulagning faglegrar stjórnunar, auk ýmissa
sérhæfðra starfa annarra en kennslu, saman.
Þess má einnig vænta að einstaklingsbundið
frekara mat á menntun, sértækri reynslu og fleiri
þáttum tengdum kennslu hefjist innan tíðar og
er að mörgu leyti heppilegt að tengja það við
stofnun starfsmanna sinna.
Félagslega krefst þessi breytta skipan mála
nýrrar hugsunar. Talsvert meira starf og um-
sýslan um laun, störf og starfskjör einstaklinga
færist til kjörinna trúnaðarmanna í framhalds-
skólum og á við um kjörna trúnaðarmenn og
fulltrúa í væntanlegum sanstarfsnefndum sem
hafa réttarstöðu trúnaðarmanna samkvæmt
kjarasamningi. Félag framhaldsskólakennara
þarf að huga að því að styrkja starfsemi félags-
deilda sinna í framhaldsskólum sem eru grunn-
einingar félagsins og standa jafnframt vel við
bakið á fulltrúum sínum í skólunum með
fræðslu og upplýsingum.
Á námstefnu fyrir trúnaðarmenn og skóla-
stjórnendur í framhaldsskólum, sem Kennara-
sambandið og fjármálaráðuneytið í samstarfi við
menntamálaráðuneyti stóðu fyrir 16. febrúar sl.,
var fjallað um markmið og inntak kjarasamnings-
ins í heild en þó lögð megináhersla á stofnana-
framkvæmdina, starf samstarfsnefnda, starfs-
mannastefnu, samskipti á vinnustað, launaá-
kvarðanir gagnvart einstaklingum og annað það
sem helst mun leggja bæði kennurum og skóla-
stjórnendum nýjar eða breyttar skyldur á herðar.
Ljóst er að miklu skiptir að framhaldsskólar
hafi skýra og metnaðarfulla starfsmannastefnu,
að samskipti á vinnustað gangi vel fyrir sig og að
bæði fulltrúar kennara og skólastjórnenda líti
það jákvæðum augum að hafa meira að segja um
störf og kjör í hverjum skóla en verið hefur
hingað til.
Elna Katrín Jónsdóttir
Upp úr feni
láglaunastefnunnar