Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 11
Rannsókn 13 um og nemendum til góða. Í rannsókninni var notaður hátalari á stærð við skókassa (Anchor 100N), barmborinn míkrafónn, sendir og móttakari. Samtals kostaði kerfið í kringum 65.000 krónur. Þátttakendur voru 33 kennarar (í grunnskóla, mennta- og há- skóla) og 791 nemandi á aldrinum 6 - 20 ára. Rannsóknin var tvíþætt: • Rödd kennarans var tekin upp með og án magnarakerfis til að sjá hvort það breytti einhverju um í tíðni (Hz) og styrk (dB) raddarinnar. • Kennararnir prófuðu þráðlausa kerfið í nokkra tíma áður en þeir svöruðu tveim spurningalistum. Annar var um hvort og þá hvenær kennarar fyndu fyrir fyrrgreind- um óþægindaeinkennum í hálsi. Hinn var um álit kennara á kostum og göllum þess að nota þráðlaust magnarakerfi í kennslu. Nemendur fengu svipaðan spurningalista um kosti og galla hljóðkerfis. Niðurstöður. Niðurstöður úr mælingum á tíðni og styrk raddar sýndu svo að ekki varð um villst að magnarakerfi dregur úr álagi á rödd. Samkvæmt niðurstöðum úr spurninga- listum fann um þriðjungur kennaranna fyr- ir alvarlegum einkennum raddþreytu eins og hæsi án kvefs, raddbresti og kökktilfinn- ingu í hálsi. Helmingur kennaranna fann fyrir raddþreytu við upplestur og söng og rúmur þriðjungur fann fyrir raddþreytu í samræðum. Fimmtungur kennaranna sagð- ist hafa þurft að taka sér veikindaleyfi vegna þess að röddin gaf sig. Lokaorð Samkvæmt þessum niðurstöðum er ljóst að hljóðkerfi í skólastofum er vænlegur kostur bæði fyrir nemendur og kennara. Það sem vekur helst athygli við þessar nið- urstöður er að þær sýna að hljóðkerfið virk- aði mjög vel þrátt fyrir að hér væri um að ræða bæði ódýr tæki og vankunnáttu kenn- ara í að stilla mögnun rétt. Röddin er atvinnutæki sem kennarar leigja viðkomandi yfirvöldum. Þótt það sé kannski ekki lagaleg skylda þá er það að minnsta kosti siðferðileg skylda hvers sem tekur eitthvað á leigu að skila því ekki í verra ástandi en við var tekið. Akureyrarbær hefur sýnt mikinn skilning á þessu, bæði með því að styrkja þessa rannsókn og að styrkja kennara til að leita sér hjálpar hjá talmeinafræðingi. En það er ekki nóg að byrgja brunninn eft- ir að barnið er dottið ofan í. Það þarf að búa rödd kennarans sem best undir átökin, sem fylgir því að tala í skólastofum, með því að kenna honum undirstöðuatriði raddmyndun- ar áður en hann fer út í kennslu. Hér hefur Háskólinn á Akureyri sýnt skilning með því að bjóða verðandi kennurum/leikskólakenn- urum upp á fræðslu um rödd, raddbeitingu í framsögn og raddvernd. Það er deginum ljósara að búa þarf miklu betur að rödd kennara í skólastofu svo hún haldist óskemmd. Fjarlægð milli kennara og nemenda, hávaði, slæmur hljómburður, þurrt og innistaðið loft stuðlar allt að misbeitingu raddar. Rödd kennarans verður að vera í því ástandi að nemendur geti heyrt það sem hann hefur fram að færa. Í því er kennslan fólgin. Geti hljóðkerfi leyst þennan vanda að mestu leyti er það ódýr kostur þar sem gott kerfi kostar á bilinu 70 - til 90.000 kr. Valdís Jónsdóttir Höfundur er talmeinafræðingur og starfar á Akureyri. Lengri gerð greinar er á heimasíðu KÍ. Sá munur sem ég finn mest fyrir eftir að ég fór að nota magn- arakerfið, fyrir utan að vera ekki jafnþreytt í röddinni og líkaman- um öllum, er að það tekur styttri tíma að koma krökkunum að verki í upphafi tímans og einnig að koma á ró í bekknum þegar þeir hafa misst sig í spjall. Það er auðveldara að halda uppi aga þar sem allir heyra í mér þegar ég segi hlutina í fyrsta skipti í stað þess að þurfa að margbiðja alla um að þagna og hlusta áður en ég get hafið mál mitt. Af þessu leiðir að ég kemst yfir meira efni en áður því ég þarf ekki að eyða jafnmiklum tíma í að koma á ró í bekknum. Þess má geta að ef ég gleymi að setja á mig hljóðnemann og byrja að kenna án hans er ég ekki búin að segja nema örfáar setningar þegar einhver minnist á að ég sé ekki tengd og hann heyri ekki nógu vel í mér. Samt er ég eini kennarinn í skólanum sem nota þennan útbúnað. Nemendur eru búnir að venjast því að heyra svona vel í mér og kvarta þegar svo er ekki. Björk Pálmadóttir 33 kennarar svöruðu spurningum um kosti og galla hljóðkerfis og 528 nemendur á aldrinum tíu ára til háskólanema. Nokkrar spurninganna og svör við þeim eru birtar hér en í heild sinni með greininni í heild á heimasíðu KÍ. Kennarar: Já Nei Veit ekki Svara ekki Eru kostir við að kennari noti magnarakerfi? 91% 0 9% Er léttara að tala? 97% 0 3% Finnst þér nemendur fylgjast betur með? 94% 3% 3% 0 Talar þú meira þegar þú ert með magnarakerfi? 91% 3% 3% 3% Nemendur: Já Nei Eru kostir við að kennari noti magnarakerfi? 83 % 17% Er léttara að hlusta þegar kennari notar magnarakerfi? 84% 16% Finnst þér auðveldara að fylgjast með þegar kennari notar magnarakerfi? 77% 23% 127 nemendur á aldrinum 6 - 9 ára fengu spurningarnar: a) Hvernig finnst þér að kennarinn þinn noti svona hljóðkerfi? b) Hvers vegna? Yfir 95% barnanna svöruðu að þau heyrðu betur til kennarans. Reynsla eins kennara af notkun hljóðkerfis

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.