Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 10
Rannsóknir 12 Óþægindaeinkenni sem koma fram þegar röddinni er misbeitt geta verið þurrkur í hálsi, erting, sviði, hæsi án kvefs, kökktil- finning, verkir í hálsi, raddþreyta og radd- brestur. Vegna vanþekkingar kennara á þeirri líkamsstarfsemi sem fer fram við myndun raddar telja margir þeirra að þessi einkenni stafi af kvefi, ofnæmi eða astma. Vissulega geta kennarar sem aðrir verið haldnir þessum kvillum en það hefur marg- sinnis verið sýnt fram á að misbeiting á þeim vöðvum sem mynda tal leiða til þess- ara óþæginda. Þar sem þessi starfsemi fer fram án beinnar vitundar fólks gætir það ekki að sér og misbeitir því hæglega vöðva- kerfinu sem myndar tal. Atvinnutæki stéttarinnar Röddin er atvinnutæki þessarar ágætu stéttar eins og reyndar margra annarra. Hins vegar búa kennarar við þær aðstæður, ólíkt flestum öðrum, að þurfa að nota rödd- ina bæði sem fræðslu- og agatól, oft í að- stæðum sem beinlínis valda raddskaða, svo sem lélegum hljómburði, hávaða og í stór- um stofum. Það sem blekkir fólk er að röddin hljómar í eigin höfði og því getur enginn dæmt um það hvort eða hvernig hún berst né hvernig hún fer í aðra. Þegar svo ofan á þetta bætist að lítið sem ekkert er kennt um raddmyndun í heilsufræði skóla- kerfisins er ekkert skrítið þótt fólk kunni al- mennt ekki að beita röddinni rétt né átti sig á því að þreyta og eymsli sækja á radd- myndunarvöðva eins og aðra vöðva. Það eru líka takmörk fyrir því hvað röddin getur borist langt. Segjum sem svo að nemandi sitji í 6 - 8 metra fjarlægð frá kennara sem ekki er óalgengt. Er með réttu hægt að ætl- ast til þess að hann heyri til kennara síns í gegnum hávaða, að ekki sé talað um ef kennarinn snýr sér upp að töflu meðan hann er að tala? Hvað þá ef kennarinn er kominn með skemmda rödd sem þýðir að fallið geta niður framburðarhljóð og orð? Að sjálfsögðu ekki. Það getur því verið eins víst að nemandi hreinlega heyri og/eða skilji ekki það sem kennarinn er að segja. Nemandinn í kennslustofunni. Í mörgum erlendum rannsóknum kemur fram að hljómburður í kennslustofum er al- mennt töluvert frá því sem telst ásættan- legt. Er þá átt við að hljómburður þarf að vera það góður að talað mál skili sér til á- heyrenda. Auk þessa hefur verið bent á að hávaði í kennslustofum geti verið svo mikill að bæði spennist rödd kennarans upp og hávaðinn komi í veg fyrir að börnin heyri. Lítum á nokkrar athyglisverðar niður- stöður. • Hæfileikinn til að skilja mál er ekki orðinn fullþroskaður fyrr en við fimmtán ára aldur svo að börn geta ekki orðið eins góðir hlust- endur og fullorðnir (Leventhall, 1998). • Eftir því sem tal þarf að fara í gegnum meiri hávaða því verr skilst það. Í rannsókn þar sem þurfti að greina einstök orð í gegn- um hávaða kom í ljós að ef dregið var úr hljóðstyrk orðanna svo að þau heyrðust 15 dB lægra en hávaðinn skildu fullorðnir inn- an við helming þess sem sagt var (Summers et al 1988). • Acoustical Society of America bendir á að til að börn geti heyrt tal í gegnum hávaða á sama hátt og fullorðnir verði talið að vera á töluvert meiri styrk, eða sem nemur 2 - 3 dB. Einnig er bent á að ef barn er með miðeyrnabólgu gæti tal sem það heyrir þurft að vera 10 - 30dB hærra en það sem eðlilega heyrandi börn þurfa (Leventhall, 1998 ). • Þegar könnuð var hlustunargeta barna kom í ljós að við nokkuð góð skilyrði gátu eðlilega heyrandi börn einungis skilið 71% af orðum kennarans. Börn við verstu skil- yrði náðu aðeins að skilja 30%. (Leventhall, 1998). • Gera má ráð fyrir því að 8 - 10% nem- enda yngri en 13 ára geti átt við námsörð- ugleika að stríða. Þessir nemendur þurfa enn betri skilyrði til að heyra heldur en aðrir (Leventhall, 1998). • Það hefur verið sýnt fram á að 25 - 30% yngstu barna í skólakerfinu geti verið með tímabundna heyrnadeyfu af völdum eyrna- bólgu (Leventhall, 1998). Í Morgunblaðinu 16. des 2000 var grein sem fjallaði um heyrnarskaða. Þar var bent á að prófessor Ray Hull við Wichitaríkisháskólann í Bandaríkjunum héldi því fram að allt að 75% af framhaldsskólanemum hefðu for- stigseinkenni viðvarandi heyrnardeyfu. Hvað er hægt að gera? Það er ljóst að stórar skólastofur og fjöl- mennir bekkir verða til frambúðar. Hins vegar má bæta ástandið með ýmsum hætti. Þar má benda á: • Við hönnun skólahúsnæðis verði lagt meira kapp á að fá sem bestan hljómburð. Því hefur ekki verið sinnt nægilega vel til þessa. • Kennarar fái fræðslu um heilsufræði raddar og hvernig þeir geti beitt röddinni án þess að þreytast. Það er athyglisvert að þrátt fyrir að röddin sé atvinnutæki hálfrar þjóðarinnar eða meira er lítil sem engin fræðsla um hana í kennsluefni skólakerfis- ins. • Raddveilur sem stafa af misbeitingu radd- ar er nær undantekningalaust hægt að laga. Kennurum sé gert kleift að fá hjálp frá tal- meinafræðingum - sér að kostnaðarlausu. • Með þráðlausu hljóðkerfi í skólastofum. Þráðlaust hljóðkerfi í skólastofum Nýleg rannsókn sem undirrituð gerði í skólum á Akureyri bendir eindregið til þess að magnarakerfi geti komið bæði kennur- Notkun hljóðkerfis bætir raddheilsu Kennarar! Heyra nemendur til ykkar? Raddheilsa Notkun hljóðkerfis Auðveldar agastarf „Það er deginum ljósara að búa þarf miklu betur að rödd kennara í skólastofu svo hún haldist óskemmd. Fjarlægð milli kennara og nemenda, hávaði, slæmur hljómburður, þurrt og innistaðið loft stuðlar allt að misbeitingu raddar,“ segir Valdís Jónsdóttir. Niðurstöður úr fjölda rannsókna hafa gefið til kynna að raddheilsa kennara er býsna bágborin. Þannig er talið að 50 - 90% af kennurum þjáist af ein- kennum sem rekja má til misbeiting- ar og ofreynslu á rödd.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.