Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 15
Skólastarf
17
hljóðfæra auk píanós. M.a. er kenndur
fiðluleikur samkvæmt Suzuki-aðferðinni.
Skólinn býður einnig upp á söngnám og
með tilkomu fullkomins hljóðvers skólans
eiga nemendur kost á að leggja stund á
tölvutónlist. Til viðbótar treysta nemendur
almenna þekkingu sína með ástundun
fræðilegra greina, s.s. tónfræði, hljómfræði,
tónheyrn og tónlistarsögu.
Í forskólanum eru nemendur frá sex ára
aldri undirbúnir fyrir nám í hljóðfæraleik
og eru nokkrar forskóladeildir starfræktar í
samvinnu við grunnskóla. Þá hefur skólinn
átt samstarf við framhaldsskóla um að út-
skrifa stúdenta af tónlistarbraut.
Í náminu er lögð áhersla á samspil af
ýmsu tagi, m.a. með kennslu í kammertón-
list, og lögð er rækt við að nemendur komi
fram á tónleikum innan skólans, sem eru
fjölmargir. Hljómsveitir yngri og eldri
nemenda eru starfræktar og söngdeildin
hefur árlega staðið fyrir óperuuppfærslum.
Þá hafa nemendur skólans komið víða fram
utan skólans í gegnum árin, bæði innan
Kópavogs og sem fulltrúar bæjarins á er-
lendri grundu.
Tónlistarskóli Kópavogs var stofnaður
árið 1963. Hann hefur frá upphafi verið
rekinn af Tónlistarfélagi Kópavogs sem
stofnað var í þeim tilgangi fyrir atbeina
bæjaryfirvalda. Kópavogskaupstaður styrkir
rekstur Tónlistarskóla Kópavogs í samræmi
við lög um fjárhagslegan stuðning við tón-
listarskóla og á fulltrúa í skólanefnd. Styrk-
ur bæjarins miðast við launakostnað kenn-
ara en annar rekstrarkostnaður greiðist af
skólagjöldum, þ.m.t. húsnæðis- og hljóð-
færakostnaður auk launakostnaðar annarra
starfsmanna en kennara.
Tónlistarskólinn flutti haustið 1999 í nýtt
sérhannað húsnæði í Tónlistarhúsi Kópa-
vogs þar sem hann deilir húsi með Salnum.
Óhætt er að segja að í þeirri sambúð felist
sérstaða skólans. Með henni hafa opnast
möguleikar á að nýta alvöru tónleikasal og
aðstöðu til ráðstefnu- og námskeiðahalds,
master-klassa og tónlistarhátíða til að auðga
þann þátt í skólastarfinu sem er viðbót við
hinn hefðbundna tónlistarskóla. Dæmi um
slíka möguleika er fyrsta alþjóðlega raf- og
tölvutónlistarhátíðin sem haldin hefur verið
á Íslandi, ART 2000, en hún fór fram í
Salnum í október síðastliðnum. Hátíðin,
sem var skipulögð af forsvars-
mönnum Tónvers Tónlistarskóla
Kópavogs, byggðist upp á fyrir-
lestrum erlendra gesta og um-
fangsmiklu tónleikahaldi og
stefnt er að því að hún verði að
reglulegum viðburði.
Ýmsar breytingar eru í vænd-
um á skipulagi tónlistarkennslu í
landinu, bæði með útgáfu nýrrar
aðalnámskrár tónlistarskóla og
með tilkomu væntanlegrar tón-
listardeildar Listaháskóla Íslands.
Þessar breytingar kalla á þróun-
arvinnu við skólann sem m.a. felur í sér að
semja sérstaka skólanámsskrá. Þess er vænst
að ný námskrá og nýtt skipulag muni jafn-
framt taka mið að bættri aðstöðu skólans.
Árni Harðarson, skólastjóri TK
Farandskólinn
Tónlistarskóli Eyjafjarð-
ar hefur starfað frá árinu
1988 og er starfræktur á
þrem stöðum í Eyjafirði,
í Hrafnagilsskóla, Þela-
merkurskóla og á Greni-
vík, auk þess er hann
með útibú á Akureyri.
Fjöldi nemenda í einka-
námi er um 100 og annað eins í forskóla
en hann hefur undanfarin ár verið skyldu-
fag í 1. — 4. bekk. Tónmenntakennsla
hefur einnig verið í höndum tónlistar-
skólans.
Nemendur skólans sem eru í grunnskól-
anum sækja tíma á skólatíma, þ.e. eru teknir
út úr tíma. Þetta fyrirkomulag hentar þeim
vel þar sem þeir þurfa ekki að gera sér ferð
eftir að grunnskóla lýkur til að sækja tón-
listartíma. Þetta hefur gefist vel en það er
einkum að þakka velvilja og skilningi
grunnskólans á þörfum okkar. Vinnutími
flestra kennara skólans er eins og hjá
grunnskólakennurum en síðdegis og
kvöldkennsla er helst hjá þeim kennurum
sem kenna fullorðnum nemendum.
Eins og oft er með tónlistarskóla, sér-
staklega á landsbyggðinni, þá er húsnæði
oft stórt vandamál og kröfur um til dæmis
hljóðeinangrun ekki til staðar. Bæði
Hrafnagilsskóli og Þelamerkurskóli hafa
heimavistarálmu sem tónlistarskólinn hefur
haft til afnota en þær standast ekki kröfur
um hljóðeinangrun eða annan aðbúnað sem
tónlistarkennsla þarfnast. Í Hrafnagili, þar
sem höfuðstöðvar skólans eru og 70% af
starfseminni, hefur skólinn til umráða tvær
hæðir á heimavistinni sem verða lagaðar að
þörfum hans næsta haust og verður aðstað-
an þar með ágætum eftir það.
Vegna nálægðar við Tónlistarskólann á
Akureyri hafa skólarnir haft samstarf en
T.E. hefur keypt kennslu af T.A. og sumir
kennarar fylla starfshlutfall sitt með
kennslu í báðum skólum. Með þessu er
hægt að bjóða upp á nám á mörg hljóðfæri
enda er kennt á flest blásturshljóðfæri, pí-
anó, harmóniku, gítar, selló og svo söngur.
Undanfarin þrjú ár hafa allir nemendur 4.
bekkjar, sem hafa þá verið þrjú ár í forskóla,
verið í hljóðfæranámi í hóptímum. Þetta er
tilraunakennsla þar sem hugsunin er að
nemendur kynnist hljóðfæranámi og geri
sér einhverja grein fyrir hvar áhugi þeirra
liggur.
Í Eyjafjarðarsveit hafa nemendur í leik-
skólanum Krummakoti verið í tónlistartím-
um en það er þróunarverkefni sem Garðar
Karlsson stendur fyrir og fylgir hann því á-
fram upp fyrstu bekki Hrafnagilsskóla.
Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri TE
Lengri gerð greinar er á heimasíðu KÍ.