Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 17
Samningamál 19 Til þess að stofnanasamningar gangi upp þurfa einstaklingar að íhuga hvað þeir hafa fram að færa með starfi sínu, bera sig eftir samkomulagi við yfirmann sinn og sann- gjörnu launamati. Breytingarnar gera lífið ekki skyndilega hættulegt í framhaldsskólanum,“ segir Elna Katrín og brosir. „Grunnröðun byggir sem fyrr á menntun, kennsluréttindum og kennslureynslu. En viðbótarmatið á störf- um og einstaklingum er nýtt viðfangsefni og fyrir jafnhefðbundna stofnun og fram- haldsskólinn er, er þetta stórt skref. Það er stundum sagt að engir séu íhaldssamari en kennarar nema ef vera skyldu nemendur þeirra. Við erum fólk sem í mjög mörgum tilvikum velur sér kennslu að ævistarfi og við vinnum sjálfstætt en erum líka vön að hafa hlutina í mjög föstum skorðum.“ Lítum til fyrrum samstarfsmanna Í kjölfar námstefnunnar er fyrirhugað af hálfu samtaka kennara að skipuleggja með hvaða hætti stéttarfélagið styður við fram- kvæmd kjarasamningsins inni í skólunum. „Rætt hefur verið um að hvetja til og jafn- vel standa með beinum hætti fyrir nám- skeiðum eða fræðslufundum,“ segir Elna Katrín, „til dæmis um mat á störfum ein- staklinga til launa og samskipti á vinnustað. Við munum einnig undirbúa starfið í sam- starfsnefndunum sérstaklega. Samninga- nefnd félagsins og þeir sem hafa setið í samstarfsnefnd af hálfu kennara á liðnum árum munu miðla reynslu sinni til þess hóps sem sest í samstarfsnefndir. Við lítum líka til annarra háskólamanna hjá ríkinu og njótum þegar góðs af reynslu þeirra. Í kjarasamningsgerðinni áttum við öndvegis samstarf við fyrrum samstarfs- menn í aðildarfélögum Bandalags háskóla- manna, en þar hafa átt sér stað miklar breytingar sem snerta launaákvarðanir á stofnunum.“ Hver verður þróunin? Miklu varðar, að sögn Elnu Katrínar, að hver framhaldsskóli nái rétti sínum í að verða sjálfstæð stofnun sem fær raunveru- legt svigrúm til að marka þá skólastefnu og námstilboð sem kennarahópurinn er sam- mála um. „Auk fjárskorts og lágra launa má segja að framhaldsskólinn hafi verið hrjáður af samblandi ofstjórnar og vanstjórnar und- anfarin ár,“ segir Elna. „Nýja aðalnámskrá- in er að mínu mati full smásmyglisleg og afskiptasöm um innra starf framhaldsskóla og getur verkað heftandi á skólastarf. Yfir- völd skipta sér af ýmsum málum í fram- haldsskólum sem ekki er ástæða til að skipta sér af en sitja síðan aðgerðalaus hjá þegar vandi steðjar að, eins og í aðdraganda þess- ara kjarasamninga. Mikilvægast er að framhaldsskólinn búi að ánægðum kennurum sem finnst þeir hafa mikið að segja um menntun ungmennanna sem þeir kenna og að skólar geti keppt að verðugu marki án þess að lenda í öfugsnúinni samkeppni hver við annan eða vera þvingaðir í markaðssetningu sem á meira skylt við fyr- irtæki sem hafa fjárhagsleg markmið í for- grunni,“ segir Elna Katrín að lokum. Aðalsteinn Eiríksson: Gera má því skóna að því flóknari sem kjarasamningar hafa orðið undanfarna ára- tugi því sterkara hefur forræði fjármála- ráðuneytis orðið á kostnað fagráðuneytis. Kjarasamningurinn nýi markar þáttaskil í þessari þróun, henni er snúið við. Formleg- ir aðilar kennarasamninga hafa með vaxandi þunga kallað eftir faglegri stefnu mennta- málaráðuneytis í stóru og smáu. Um leið hefur menntamálaráðuneytið orðið betur í stakk búið til þess að verða við þessari kröfu með heildstæða löggjöf alls skólakerfisins að bakhjarli, nýjar námskrár og skýrari markmiðasetningu árangursstjórnunar, bæði faglegri og í ríkisfjármálum. Í ljósi þessa varð full samstaða um ríkari aðkomu menntamálaráðuneytis bæði að undirbúningi síðustu samninga með gagna- öflun, úrvinnslu gagna og formlegum svörum við spurningum og álitamálum sem uppi urðu í samningaferlinu. Á lokastigum þess leiddi þessi vinna til flutnings ýmissa skilgreininga úr kjara- samningi yfir í reglugerðir um starfslið framhaldsskóla og starfstíma. Áhrif aðkomu menntamálaráðuneyt- is að kjarasamningnum að þessu sinni verður að meta í samhengi við fjöl- margt sem á undan er gengið og auð- vitað verður reynslan að leiða þau í ljós. Gert er ráð fyrir að svigrúm skól- anna til þess að koma til móts við námskrána nýju aukist um leið og það verð- ur sveigjanlegra og ekki bundið kvóta á ein- stök verkefni. Er þá meðal annars átt við nýjar brautir, áfanga og námsefni, nýja kennsluhætti, fartölvuvæðingu, erlent sam- starf, forvarnir og fjölmargt fleira sem skólaþróun er að leiða í ljós og nýir tímar kalla eftir. Afnám kvótabindingar, svo sem 115 tímanna, er mikilvæg til þess að kennar- ar fái betur notið sín á sérsviði sínu um leið og hækkun grunnlauna gefur þeim, sem ein- göngu vilja sinna hinu skilgreinda almenna kennarastarfi, færi á því. Sjálfsmat skóla, virkt innra eftirlit, er mikilvægur vettvangur skólasamfélagsins til þess að breyta áhersl- um og móta stefnu hvort heldur er í rekstri, skilgreiningu starfa og verka eða mörkun sérstöðu og nýtingu sóknarfæra. Áhrifin á skólastarfið í heild má e.t.v. kalla þríþætt. Á eina hlið felast í reglugerð- unum ákvæði sem hafa bein áhrif strax, til dæmis flutningur deildarstjórahugtaksins, að hluta, inn í starf allra kennara og tilkoma millistjórnenda/verkefnisstjóra. Á annan veg er skilgreiningum nýrra starfa og hluta mats og röðunar til launa vísað til skólanna, sjálfstæði þeirra og forræði aukið og í þriðja lagi mun bein aðkoma menntamálaráðu- neytis að skilgreiningum á framhaldsskól- unum í heild og störfum þar aukast, bæði beint í gegnum skólasamninga og er frá líð- ur í gegnum viðhald og endurskoðun á reglugerðum. Menntamálaráðuneytið væntir þess að nýr kjarasamningur búi þannig faglegu starfi kennara, frumkvæði þeirra, áhuga og hæfileikum betra umhverfi. Hið sama vænt- ir ráðuneytið að eigi við um skólana í heild og að lokum þá sem mestu varðar, nemend- ur þeirra. Aðkoma menntamálaráðuneytis að kjarasamningi FF og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs 2000-2001 Fyrirkomulag miðlægra kjarasamn- inga ríkisvalds og stéttarfélaga hér á landi hefur um langt skeið byggst á þríhliða aðkomu fjármálaráðuneytis, fagráðuneytis og samtaka launþega. Grunnhugmyndin er sú að að fa- gráðuneytið skilgreinir fagleg mark- mið sín og sinna málaflokka, fjár- málaráðuneytið yfirfærir stefnumiðin í form kjarasamnings og gætir sam- ræmis við heildarstefnu ríkisvalds á hverjum tíma og þess efnahagslega svigrúms sem það telur vera fyrir hendi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.