Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 12
Skólaþróun 14 „Ég er mjög spennt að sjá hvernig skóli nýtir sér verkefnið,“ segir Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar sem jafnframt er formaður verkefnisstjórnar. „Mér sýnist það svolítið snúið. En þetta verkefni er fyrst og fremst sameiginlegt lærdómsferli og það er svo vinnustaðanna sjálfra að skoða það út frá sínum forsendum og þá hvað þeir geta nýtt sér og hvað ekki. Við setjum rammann og vinnustaðirnir fylla upp í.“ Hugmyndin að verkefninu er fengin að utan en á árunum 1996-98 stjórnaði Hildur verkefni um fæðingarorlof karla sem Evrópusambandið styrkti og sat m.a. fundi í Brussel. Verkefnið var í flokki með öðrum undir yfirskriftinni Samræming starfs og einkalífs og starfið fór að hluta til fram í vinnuhópum. Þar kynntist Hildur fólki frá Kingston upon Thames sem er eitt Lundúnasveitarfélaganna. „Þetta fólk var með verkefni í gangi sem kallaðist Striking the balance og gekk út á að kanna áhuga og þarfir lítilla og meðal- stórra fyrirtækja á að taka upp sveigjanlega starfsmannastefnu,“ segir Hildur. „Sveitarfélagið hjálpar þeim fyrir- tækjum sem hafa áhuga á að innleiða sveigj- anleika, m.a. með því að halda námstefnur og stofna vinnuhópa. Niðurstaða upp- hafsvinnunnar var að fyrirtækin vildu fá að- gengilegt þrepaskipt námsefni til að styðjast við í þessu starfi. Ákveðið var að þróa verk- efnið áfram og ráðist í að útbúa fræðsluefni sem fyrirtækin fengu í hendur til reynslu og skiluðu síðan mati á.“ Álag minnkar framleiðni og eykur starfsmannaveltu Árið 1999 buðu aðstandendur verkefnis- ins Íslendingum að gerast formlegir sam- starfsaðilar en áður hafði Hildur setið nám- stefnur á þeirra vegum og sett sig inn í verkefnið. Tvær aðrar þjóðir gerðust einnig aðilar að verkefninu, Grikkir og Þjóðverjar. Bretar semja fræðsluefnið og eru ábyrgir gagnvart evrópskum styrktaraðilum, hin aðildarlöndin þýða og staðfæra efnið og eru ábyrg gagnvart Bretunum. Markmiðið var að fá 25 fyrirtæki til að taka þátt í verkefn- inu, en hér á landi sóttu 38 fyrirtæki um þátttöku. Voru allar umsóknir samþykktar og er verkefnið því hlutfallslega langstærst hérlendis. Að sögn Hildar veldur ekki teljandi erfið- leikum að styðjast við erlent fræðsluefni. „Það eru sams konar tilhneigingar í þróun atvinnulífs alls staðar í Evrópu og kemur margt til, m.a. tilskipanir og löggjöf Evr- ópusambandsins. Meðal annarra sameigin- legra áhrifaþátta má nefna samkeppni í svipuðum greinum um fólk, viðhorfsbreyt- ingar beggja kynja og loks þann lýðfræði- lega þátt að þjóðir eru að eldast og fæðing- um að fækka. Samræming starfs og einkalífs er farin að skipta karla miklu máli, ekki síð- ur en konur, eins og komið hefur fram í fjölþjóðlegum viðhorfskönnunum undan- farin ár.“ Að sögn Hildar munu stjórnendur fram- tíðarinnar setja þessi mál í forgang. „Ef við lítum aftur til karlanna þá eru ungir karlar ekki reiðubúnir til að samþykkja að vinna út í eitt jafnvel þótt þeir séu í stjórnunarstöðu. Þessa viðhorfs er þegar farið að gæta hjá stjórnendum og þeir hafa áhrif á og eru fyr- irmynd undirmanna sinna.“ Í verkefninu er lögð áhersla á að skoða hverjar þarfir vinnustaðarins eru annars vegar og hins vegar persónulegar þarfir starfsmanna. Þátttakendur eru studdir í að gera sér grein fyrir og vinna að því sem þeir setja á oddinn og gerð grein fyrir þeim akki sem er af því að vinnuveitendur og starfs- menn nái samstöðu hvað þetta varðar. „Því faglegri sem fyrirtækin eru, þeim mun fyrr átta þau sig á því að framleiðni minnkar og starfsmannavelta eykst í réttu hlutfalli við álag á starfsfólk,“ segir Hildur. „Mannauðshugtakið liggur til grundvall- ar verkefninu, en mannauður er auðlind sem er ekki óþrjótandi. Mannauðsstjórnun er orðin leiðandi hugtak. Það eru ekkert síður hagsmunir fyrirtækja en starfsmanna að jafnvægi ríki milli starfs og einkalífs.“ Viðveruárátta einkennir íslenskt atvinnulíf Hildur segir eina af breytingum á vinnu- umhverfi þá að áhersla sé að færast frá vinnutíma yfir á vinnuskil. „Að- stæður geta verið þannig að flýtir skipti ekki máli heldur að verkinu sé skilað eftir tiltekinn tíma, til dæmis þrjá mánuði. Árangur er því hugsað- ur út frá vinnuskilum. Þetta íslenska einkenni, „jakkinn á stólbakinu“, sem á að sýna að viðkomandi sé á staðn- um er ekkert lykilatriði. Vinnufram- lagið er metið eftir árangri, ekki viðveru. Ástæðan fyrir þó nokkrum hluta veikindadaga er þreyta og skortur á ánægju í starfi. Ef fjarvistir eru miklar er eitt- hvað að á vinnustaðnum. Þetta kallast absenteeism á ensku en andheitið við það er presenteeism, sem er algengt á íslenskum vinnustöðum. Við getum kallað það við- veruáráttu. Þá er vinnustaðamenningin þannig að fólk á að vera sem lengst á vinnu- staðnum. Íslenska launakerfið er að miklu leyti byggt upp í kringum þetta. Viðveru- áráttan leiðir til þess að fólk er ekki upplagt og sífellt að skreppa eitt eða annað. Þegar Dagsbrún setti yfirvinnubann á áttunda áratugnum jókst framleiðnin sem rennir stoðum undir að viðveruáráttan er ekki gæfuleg stefna.“ Mikil þensla frá stríðslokum og eftir- spurn eftir hvers kyns vöru hefur meðal annars ýtt undir óhóflega dýrkun á yfir- vinnunni. Starfsánægja og framleiðni eru hugtök sem hafa orðið útundan í þessari Sveigjanleiki í starfi Þróunarskóli Fjarkennsla Hið gullna jafnvægi er yfirskriftin á átaksverkefni á vegum Reykjavíkur- borgar og Gallup í samvinnu við er- lenda aðila sem snýst um að auka sveigjanleika á vinnustöðum. Skólar eru bundnir af stundaskrá og sveigj- anlegur vinnutími ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug um þá sem vinnustaði. Það kom Hildi Jóns- dóttur jafnréttisráðgjafa Reykjavíkur- borgar gleðilega á óvart þegar skóli sótti um aðild að verkefninu. Sölvi Sveinsson skólameistari varð hins vegar undrandi á því að fleiri skólar skyldu ekki sækja um. Fjölbrautaskólinn við Ármúla í spennandi verkefni Gullið tækifæri til meiri sveigjanleika

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.