Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 3
4 Þegar Þyrnirós vaknaði af værum blundi kættust vinir og vandamenn enda lítt skemmtilegt að þurfa að sofa í heila öld, jafnvel þótt það sé hennar hágöfgi til samlætis. Teikn eru á lofti um að ráðamenn séu einnig að vakna af löngum svefni, svefni vitundarleysis um íslenskt skólalíf og ágæti menntunar. Og það er vel ef rétt reynist. Hins vegar getur tekið tímann sinn fyrir svefnpurkurnar að ná utan um allar breytingarnar sem áttu sér stað á meðan þær sváfu. Og á meðan purkurnar læra upp á nýtt stendur samfélagið heldur ekki í stað. Þess vegna væri ráð fyrir ráðamennina að taka í útrétta hönd kennara og nýta sér hvað þeir eru ávallt reiðubúnir til að hjálpa á alla lund, eins og skátarnir. Það stendur nefnilega ekki á kennurum að gefa upplýsingar um íslenskt skólastarf. Þeir eru á sínum stað, inni í skólunum, og ef for- maður og varaformaður Félags grunnskólakennara geta sótt heim flesta grunnskóla landsins á einu ári þá hljóta til dæmis menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og for- sætisráðherra lýðveldisins, ásamt með hinum ýmsu stjórum bæja og borgar að geta gert slíkt hið sama og bætt tónlistar- og framhaldsskólum við, á svo sem eins og einu kjörtímabili eða svo. Íslenskt samfélag stendur á þröskuldi umskipta sem munu hafa áhrif á allt líf í landinu og skólalíf (og ráðherralíf) þar með talið. Það er tilfærslan frá einsleitu sam- félagi yfir í margleitt. Í þessu blaði er fjallað um fjölmenningarlega kennslu með fyrri grein af tveim, sú seinni birtist í næsta tölublaði. Ísland hefur allar forsendur til að forðast þá pytti sem mörg önnur lönd hafa fallið í varðandi samskipti nýbúa og þeirra sem fyrir eru og skólinn er sá vettvangur sem vænlegastur er í þessu skyni. Sú nýbreytni er tekin upp frá og með þessu tölublaði að ýmsum greinum er fylgt eftir með ítarefni í vefriti blaðsins sem vistað er á heimasíðu Kennarasambands Ís- lands. Þetta á við um veigamiklar greinar sem ekki er unnt að fjalla jafnítarlega um í Skólavörðunni og málefnið gefur tilefni til. Ítarefni getur verið krækjur eða lengri grein/greinar. Það er von okkar sem stöndum að Skólavörðunni og heimasíðunni að þessi nýjung mælist vel fyrir og fólk nýti sér hana í miklum mæli. Kristín Elfa Guðnadóttir Kynning á ritstjórn Ritstjórnina skipa fulltrúar aðildarfélaga KÍ auk forstöðumanns útgáfu- og kynning- arsviðs KÍ, ritstjóra Skólavörðunnar og formanns KÍ. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við fulltrúa síns félags og/eða ritstjóra með ábendingar varðandi efni. Ritstjórnina skipa: Auður Árný Stefánsdóttir, fulltrúi Skólastjórafélagsins, audur@ismennt.is Ása H. Ragnarsdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara, asaragn@ismennt.is og asaragn@isl.is Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, eirikur@ki.is Helgi E. Helgason, forstöðumaður útgáfu- og upplýsingasviðs, helgi@ki.is Kristín Elfa Guðnadóttir, ritstjóri, kristin@ki.is Kristín Stefánsdóttir, fulltrúi Félags tónlistarskólakennara, kristin-stef@simnet.is Magnús Ingvason, fulltrúi Félags stjórnenda í framhaldsskólum, min@fb.is og min@li.is Sigurrós Erlingsdóttir, fulltrúi Félags framhaldsskólakennara, sigurrose@msund.is Leiðar i Og þá varð kátt í höllinni Efni Greinar „Þetta var alls ekki auðveldasta leiðin” 6 Viðtal við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur um aðdraganda kjarasamnings grunnskólans, kynningu, umræðu og atkvæðagreiðslu. Skóli í samfélagi fjölmenningar 10 Fyrri grein af tveim um fjölmenningarlega kennslu. Guðrún Pétursdóttir og Ingibjörg Hafstað skrifa. Kennarar! Heyra nemendur til ykkar? 12 Valdís Jónsdóttir talmeinafræðingur kynnir merkar niðurstöður rannsóknar á notkun hljóðkerfis í kennslu. Gullið tækifæri til aukins sveiganleika 14 Fjölbrautaskólinn við Ármúla tekur einn skóla þátt í átaksverkefni um sveigjanleika á vinnustöðum. Kveður við annan tón 16 Þrír tónlistarskólar, þrenns konar tónlistarstarf. Allir verða að standa við sitt 18 Kjarasamningur framhaldsskólans er rétt að komast til framkvæmda og námstefna samn- ingsaðila fyrir skólameistara og trúnaðarmenn nýafstaðin. Hugleiðingar í hálfleik 22 Sigrún Grendal fer yfir stöðuna í samninga- málum tónlistarskólans. Fastir liðir Formannspistill 3 Að þessu sinni skrifar Elna Katrín Jónsdóttir. Umræðan 5 Tveir skólastjórar grunnskólans fjalla um skóla morgundagsins. Gestaskrif 9 Gunnar Hersveinn blaðamaður og heimspek- ingur er gestur okkar í þetta skipti. Fréttir og smáefni 9 Sagt frá vettvangsnámi framhaldsskólakennara vegna almennrar námsbrautar. Skóladagar 25 Ný myndasaga Skólavörðunnar. Kaup og kjör 25, 26 Hannes Þorsteinsson skrifar um grunnskólann (25) og Helgi E. Helgason um framhaldsskólann (26). Námsgögn 26 Skólalíf í landinu 27 Smáauglýsingar og tilkynningar 28 Smiðshöggið 30 Haukur Már Haraldsson rekur smiðshöggið með persónulegu uppgjöri við verkfallið. Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason Ritstjórn: Auður Árný Stefánsdóttir, Ása H. Ragnarsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Ritstjórn Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Frá vinstri: Magnús, Helgi. Eiríkur, Kristín Elfa, Ása, Sigurrós, Kristín. Auður var fjarverandi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.