Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 20
Pist i l l 22 Samkvæmt samningnum framlengist síðasti kjarasamningur tónlistarskólakennara til 31. júlí 2001. Gildandi launatafla hækkar um 5% frá 1. janúar, orlofsuppbót verður kr. 10.000 miðað við fullt starf og í yfirlýs- ingu með samningnum er tekið fram að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um viðbótarlaunakjör gildi áfram til 31. júlí 2001. Tónlistarskólakennarar líta aðeins á þennan skammtímasamn- ing sem nokkra kaupmáttartryggingu meðan samningsaðilar reyna að ná saman um nýjan kjarasamning. Af félagsfundum sem haldnir voru í tengslum við samninginn er ljóst að tónlistarskólakennarar eru búnir að fá sig fullsadda á því skilningsleysi og lítilsvirð- ingu sem störfum þeirra er sýnd og una því ekki lengur að vera enn einu sinni afgangs- stærð við samningaborðið. Lítil stétt með stórt hlutverk Árið 1989 tóku sveitarfélögin alfarið við rekstri tónlistarskólanna þegar við flutum með vatnsveitu og hafnargerð yfir til sveit- arfélaganna en áður höfðu ríki og sveitarfé- lög skipt kostnaði við rekstur skólanna. Á þeim tíma voru launakjör tónlistarskóla- kennara sambærileg launakjörum fram- haldsskólakennara og grunnskólakennara með tvöfalt leyfisbréf en í dag er sagan önnur. Byrjunarlaun tónlistarskólakennara með kennararéttindi eða BA próf í tónlist hafa verið 97.162 krónur á mánuði og skyldi því engan undra þótt æ fleiri tónlist- arkennarar séu farnir að þreifa fyrir sér á öðrum vettvangi. Tónlistarkennarar hafa að baki langt og sérhæft nám sem hefur út- heimt mikla vinnu, tíma og peninga. Auk þess er eðli viðfangsefnisins, hljóðfæraleiks og söngs, mjög persónulegt og verður starf- ið nánast óhjákvæmilega stór hluti af mann- eskjunni sjálfri. Hér varpar enginn auðveld- lega eða ótilneyddur frá sér lífsstarfinu né heldur stökkva leiðbeinendur til starfans. Eftir þennan fyrri hálfleik samningavið- ræðnanna finn ég að tónlistarkennarar eru svekktir og ég lái þeim það ekki. Á síðastliðnum mánuðum hefur mér orð- ið æ betur ljóst að tónlistarskólakennarar og tónlistarfólk er á vissan hátt mjög ein- angraður hópur sem stendur og fellur með sjálfum sér. Ég hef litið þannig á að yfirstandandi samningaviðræður snúist ekki einvörðungu um að hækka laun tónlistarskólakennara heldur einnig að hér verði áfram hægt að standa að faglegri uppbyggingu og þróun í tónlistarkennslu og skólastarfi í tónlistar- skólum sem er grunnurinn að blómlegu tónlistar- og menningarlífi í landinu. Þetta finnst mér stórt og mikið hlutverk fá- mennrar stéttar og ekki hvað síst mikilvægt þegar litið er til starfa þess dug- og metn- aðarfulla hugsjónafólks sem byggði upp og kom tónlistarkennslu hér á landi í það góða horf sem raun ber vitni. Við eigum skuld að gjalda. Litirnir í lífinu Tónlist framreidd á margbreytilegan hátt og í ýmsum búningi spilar stærra hlutverk í lífi manna en flestir gera sér grein fyrir eða yfirleitt leiða hugann að. Sé byrjað á rótinni, tónlistarskólunum, tel ég það í raun hluta af byggðastefnu að sveitarfélög reki eða styrki rekstur tónlistar- skóla. Þar geta nemendur aflað sér þekk- ingar og færni á sviði tónlistar jafnhliða þeim alhliða þroska sem tónlistarnámið veitir en jafnframt teygir skólastarfið anga sína inn á ýmis svið, hefur áhrif á og litar út frá sér í samspili við umhverfi sitt. Má þar nefna leikskóla, grunnskóla og aðrar stofn- anir sem og flesta hátíðis,- gleði- og sorgar- daga jafnt hjá einstaklingum, fjöl- skyldum sem þjóðfélaginu í heild. Tónlistarkennarar koma einnig mikið að tómstundastörfum almenn- ings, til dæmis kórastarfi, ásamt því að standa fyrir stærri eða smærri list- viðburðum sem fólk lítur á sem sjálf- sögð lífsgæði nú til dags. Tónlist hefur ótvírætt jákvæð áhrif á uppbyggingu manneskjunnar og samfélagsins í heild og ég held að enginn vildi vera án hennar. Við yfirtöku sveitarfélaganna á rekstri tónlistarskóla fylgdu þau orð að breytingarnar myndu fremur styrkja en veikja stöðu skólanna og almennrar tón- menntafræðslu í landinu og að sveitarfélög- in ætluðu sér ekki að gera verr við tónlistar- kennara og -skóla en hafði verið gert fram að þeim tíma. Tónlistarskólakennarar hafa ekki lagt árar í bát og munu vinna ótrauðir áfram að því að koma kjaramálum sínum á réttan kjöl. Félagskveðjur, Sigrún Grendal Formaður Félags tónlistarskólakennara Um þessar mundir er atkvæða- greiðslu í Félagi tónlistarskólakenn- ara um skammtímasamning félags- ins og Félags íslenskra hljómlistar- manna við Launanefnd sveitarfélaga lokið og talning atkvæða yfirstand- andi (21. feb.) ef ekki á enda. Kjarasamningar tónlistarskólakennara Hugleiðingar í hálfleik

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.