Skólavarðan - 15.01.2001, Síða 25

Skólavarðan - 15.01.2001, Síða 25
Þvert gegn því sem búast hefði mátt við kom aldrei brestur í samstöðu félagsmanna Félags framhaldsskólakennara allar þessar átta vikur sem verkfallið stóð. Jafnvel sú staðreynd að jólin sjálf, eyðsluhátíð ársins, lenti inni í verkfallinu nægði ekki til að veikja samstöðuna. Og félagar okkar úti á landi, sem voru ekki í sama dag- lega sambandinu við viðræðu- nefndina og við hér fyrir sunnan sendu hvatningarorð og brýningar um að láta ekki deigan síga. „Við förum ekki inn í skólana aftur fyrr en við erum búin að fá leiðréttingu okkar mála og mannsæmandi laun fyrir eðlilega kennslu“; þannig voru skilaboðin sem við fengum frá félögum okkar. Þessi skilaboð voru ómetanleg. Ég segi það satt, mín eðla þjóð, ég er stoltur af því að vera framhaldsskólakenn- ari. Mér hefur alltaf þótt það skemmtilegt; sú staðreynd hefur örugglega haldið fleir- um en mér í þessu starfi árum saman. En eftir þessa átta vikna reynslu er ég stoltur; stoltur af félögum mínum sem stóðu eins og klettur við bakið á þeim sem stóðu í hinu daglega amstri, og ekki síður er ég stoltur af forystunni sem lét ekki bugast í þeim þrýstingi sem á henni var heldur hélt því striki sem tekið hafði verið í upphafi ferðar. Menntamálaráðherrann stimplaði sig út Það fer ekki hjá því, við aðstæður eins og þær sem sköpuðust í verkfalli framhalds- skólakennara að maður velti vöngum yfir þeim örlögum skólakerfisins að yfir það skuli settur ráðherra sem skortir allan metnað fyrir hönd þeirra stofnana sem honum er falin ábyrgð á. Menntamálaráðherra sem hefur faglegan metnað fyrir hönd skólanna — á öllum skólastigum — tekur höndum saman við stjórnendur og starfsmenn þessara stofnana og gengur fram í að halda málstað þeirra fram til hagsbóta fyrir þá sem allt málið snýst um, nemendur. Slíkur ráðherra lætur ekki pólitískar trúarsetningar leiða sig blindandi í ógöngur heldur hefur að leiðar- ljósi hag skólastarfsins. Hann stendur vörð um hagsmuni nemenda með því að tryggja skólunum það starfsumhverfi sem þeir þarfnast til að geta starfað eins og nauðsyn- legt er. Launakjör sem laða að kennara eru hluti þessa starfsumhverfis og það ætti að vera metnaðarmál þess ráðherra sem með málaflokkinn fer að starfsmenn hans séu svo vel launaðir að þeir þurfi ekki að vinna tvöfalda vinnu tila ð hafa í sig og á. Því miður höfum við ekki svona mennta- málaráðherra. Björn Bjarnason stimplaði sig út í upphafi kjaradeilunnar. Það sjaldan hann tjáði sig um málið voru það röksemdir fjármálaráðherrans sem af vörum hrutu; hann ræddi aldrei um hagsmuni skólanna sem stofnana, aldrei um áhrif launastefnu ríkisins gagnvart kennurum á mannahald í skólum og þar með áhrif hennar á hags- muni nemenda. Í stuttu máli sagt: Hann kom aldrei fram sem fulltrúi skólanna. Hann hafði ekki annað til málanna að leggja en að ekki þýddi að leita til hans um stuðning við málstað kennara. Hann stimplaði sig í raun og veru út úr deilunni, sjálfur menntamálaráðherrann. Einn ráðherra eða tveir? Hér vaknar sú hugsun hvort það væri ekki vænlegra fyrir skólamál á Íslandi að hlutverki menntamálaráðherra væri skipt í tvennt, milli tveggja manna; skólamál ann- ars vegar og menningarmál hins vegar? Gæti það haft áhrif í kjaradeilu framhalds- skólakennara ef starfandi væri skólamála- ráðherra (eða kennslumálaráðherra), ein- hver sem hægt væri að ræða við á faglegum forsendum? Sem hefði bæði skilning og vit á skóla- og menntunarmálum og metnað fyrir hönd menntastofnana landsins.og tæki afstöðu til mála á þeim forsendum? Auðvitað er það ekkert sjálfgefið. En það hlýtur að vera einhver ástæða til þess að víðast hvar í nágrannalöndum okkar er sér- stakur skólamálaráðherra. Ég geng að vísu út frá því að sá sem tekur að sér ráðherradóm geri það af á- huga á þeim málaflokki sem hann þar með stýrir; hann sé í fyrsta lagi ekki eingöngu settur yfir hann í verðlaunaskyni fyrir pólitískan dugnað og í öðru lagi að hann sé ekki aðeins að leita sér að uppfyll- ingu pólitísks metnaðar og nýs kafla í væntanlegri ævisögu. Hann sumsé hafi á því ríkulegan áhuga að vinna í þágu skólastarfs í landinu og verði þannig raun- verulegur fagráðherra skólamála á Íslandi. Nú fer auðvitað einhver að hlæja og segir sem svo að svona vangaveltur sýni best að ég ætti að gera sem minnst af því að velta vöngum yfir svo flóknum málefnum. Segir sem svo að hér á landi séu menn einfaldlega settir í ráðherraembætti vegna þess að þeir séu á réttum stað í réttum flokki á réttum tíma. Án tillits til áhuga, getu, vilja eða menntunar. Svo einfalt sé það nú og ástæðulaust að eyða löngum tíma í útópísk- ar pælingar um svo augljós mál. En þá segi ég og þykist góður að þess séu í raun og veru dæmi að ráðherrar þurfi að hafa ákveðna menntun til að gegna tiltekn- um ráðherraembættum. Til dæmis embætti dómsmálaráðherra. Skammtímaminni mitt er að vísu dulítið gloppótt en ég man ekki í augnablikinu eftir öðru en að sá hafi alltaf verið lögfræðilærður. Eðlilega. Hvers vegna ætti þá ekki að koma á þeirri reglu að þeir sem öðrum ráðherraembættum gegna hafi faglega innsýn í þá málaflokka sem þeim er gert að hafa yfirumsjón með Ég geri það því hér með að tillögu minni að framvegis verði við stjórnarmyndanir skipaður sérstakur ráðherra skólamála og beini því jafnframt til þeirra er málið varðar að sá sem það starf hlýtur hafi faglegar for- sendur til starfans. Haukur Már Haraldsson Höfundur er kennari við Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskólans í Reykjavík. Hann hefur kennt þar síðan haustið 1985 og lauk prófi frá KHÍ vorið 1990. Haukur Már er kvæntur og fimm barna faðir. Seinni helmingur greinar er á heimasíðu KÍ. Vangaveltur að loknu verkfalli Sérstakur ráðherra skólamála 30 Maður velti vöngum yfir þeim örlögum skólakerfisins að yfir það skuli settur ráðherra sem skortir allan metnað fyrir hönd þeirra stofnana sem honum er falin ábyrgð á. Smiðshöggið Það er mannbætandi að fara í verkfall. Að minnsta kosti hollt fyrir samstöðu, samheldni og félagslega sýn. Það kom í ljós í nýliðnum átökum okkar fram- haldsskólakennara við ríkið.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.