Skólavarðan - 15.01.2001, Side 8
Skól i og samfélag
10
Skóli í samfélagi fjölmenningar, fyrri grein
Fjölmenningarleg kennsla
Þegar margir menningarhópar mætast sem
íbúar sama samfélags getur komið til
árekstra ef ekkert er gert til þess að búa
íbúana undir breytingarnar, þ.e. bæði þá
aðfluttu og innfæddu, því að báðir hóparnir
þurfa að fara í gegnum aðlögunarferli sem
kallar á viðhorfsbreytingar.
Þegar kennarar í öðrum Evrópulöndum
(til dæmis Bretlandi, Þýskalandi og
Hollandi) fóru í auknum mæli að verða var-
ir við árekstra milli nemenda af ólíkum
uppruna og andúð innfæddra nemenda á
þeim aðkomnu fóru menn að velta fyrir sér
hvað væri til ráða, þ.e. hvað uppeldis- og
kennslufræðin gæti gert til þess að sporna
gegn þessari þróun í samfélaginu. Svar upp-
eldisfræðinnar var svokölluð fjölmenning-
arleg kennsla (intercultural education).
Þróun hennar var í stuttu máli á þá leið
að fram til ársins 1970 hafði ekki verið mót-
uð nein sérstök kennslustefna í Bretlandi
þrátt fyrir fjölgun innflytjenda í landinu.
Upp úr 1970 var farið að móta stefnu
varðandi kennslu innflytjenda og var í upp-
hafi notuð svokölluð innflytjendakennsla
(immigrant education) sem miðaði að að-
lögun innflytjenda að samfélagi innfæddra
í einu og öllu. Börnin skyldu gleyma öllu
sem tengdist upprunamenningu þeirra, tala
eingöngu hið nýja tungumál og verða sem
innfæddir hratt og örugglega. Þessi stefna
virkaði ekki og upp úr henni þróaðist
svokölluð margmenningarfræðsla (multi-
cultural education). Sú stefna gerði ráð fyr-
ir að aðrir menningarhópar ættu að fá að
viðhalda vissum hluta menningar sinnar,
m.a. móðurmáli, en ennþá var aðlögunar-
ferlið einhliða þar sem ekki var gert ráð fyr-
ir aðlögun innfæddra barna að breyttri
samfélagsgerð eða að þau gætu einnig lært
eitthvað af erlendum samnemendum sínum
Upp úr 1980 var orðið ljóst í þessum
löndum að einhliða aðlögun innflytjenda
nægði ekki heldur þyrftu innfæddu börnin
einnig að ganga í gegnum visst aðlögunar-
ferli, báðir hóparnir þyrftu að læra að búa í
slíku samfélagi.
Einhliða aðlögun hafnað
Þegar farið var að tala um fjölmenningar-
lega kennslu (intercultural education) var
aðal áherslumunurinn á henni og fyrri hug-
myndum sá að með henni var einhliða að-
lögunarferli innflytjendabarna hafnað.
Gengið er út frá nýjum kennslumarkmið-
um, bæði fyrir meiri- og minnihlutahópinn.
Báðir hóparnir þurfa að læra víðsýni og for-
dómaleysi, að viðurkenna afstæði eigin
menningar og virða menningu hvor ann-
ars, læra að sýna samkennd og setja sig í
spor annarra. Meirihlutinn þarf að læra að
standa við hlið minnihlutans í samfélaginu
þannig að ekki sé gengið á rétt hans. En
mikilvægt er þó að árétta að fjölmenningar-
leg kennsla er ekki afmarkað fag eða auka
kennslugrein heldur eiga sér stað áherslu-
breytingar í allri kennslu allra námsgreina
og hún er alls ekki bundin skólum eða
bekkjum þar sem samsetning nemenda er
þegar orðin menningarlega blönduð. Jafn-
vel þótt bekkurinn, skólinn eða bærinn sem
nemandinn er í núna sé einsleitur er nokk-
uð ljóst að hann mun síðar á lífsleiðinni
lenda í þeirri aðstöðu að samnemendur,
samstarfsmenn, nágrannar eða keppinautar
eru af erlendum uppruna. Með því að
stuðla að því að gera alla íbúa þjóðfélagsins
fjölmenningarlega hæfa er stuðlað að frið-
samlegra samfélagi í heild.
Fram til þessa hafa kennarar í íslenskum
skólum í auknum mæli staðið frammi fyrir
því að í bekknum þeirra sitja ekki aðeins
nemendur af erlendum uppruna með mis-
góða íslenskukunnáttu heldur eru þar
einnig íslenskir nemendur sem sýna þeim
aðkomnu andúð, fyrirlitningu eða afskipta-
leysi. Kennarar hafa í mörgum tilfellum
hvorki þekkingu né þjálfun til að takast á
við þessar aðstæður og eru gjarnan hver í
sínu horni að leita leiða til að bregðast við.
Það er því afar brýnt að mínu mati að veita
kennaranemum og starfandi kennurum
menntun eða endurmenntun á sviði fjöl-
menningarlegrar kennslu.
Fjölmenningarleg kennsla krefst þess
m.a. af kennaranum:
• Að hann gangi ekki aðeins út frá einni
menningu í kennslunni,
• að hann sé á varðbergi gagnvart kyn-
þáttafordómum og Evrópuhverfri umfjöll-
un í kennslubókum og öðrum miðlum sem
notaðir eru við kennsluna,
• að hann sé vakandi fyrir staðalmyndum
í skólabókum og öðru kennsluefni,
• að hann varist upphafningu eigin
menningar og bendi á jákvæðar hliðar allrar
menningar,
• að hann leggi áherslu á mikilvægi um-
burðarlyndis og samkenndar í öllum mann-
legum samskiptum, ekki síst í samfélagi þar
sem fólk frá mismunandi menningarsvæð-
um býr saman og þarf að læra að taka tillit
til menningarlegs uppruna hvert annars,
• að hann kynni sér og meðhöndli í
kennslunni viðfangsefni eins og kynþátta-
fordóma, mismunun, ofbeldi, mannréttindi
og einelti,
• að hann sé opinn fyrir samvinnu við
kennara frá öðrum menningarsvæðum.
Uppeldisfræðin er sá vettvangur sem
bestur er til að undirbúa og kenna bæði
innfæddum og aðfluttum að lifa í sátt í fjöl-
menningarsamfélagi. Hugur barna er enn
tiltölulega opinn fyrir nýjum hugmyndum
og fordómar og andúð hafa enn ekki náð að
festa þar rætur. Sé fjölmenningarleg
kennsla skoðuð í þessu samhengi þá er hún
hvorki sérstakt fag né kennsluaðferð; hún
er forsenda, frumskilyrði allrar hugsunar og
alls starfs innan skólakerfisins (líkt og þegar
markvisst var unnið að því að útrýma kynja-
mismunun í íslenskum skólabókum sem og
notkun úreltra staðalmynda kynjanna í
kennslu).
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér efn-
ið frekar er bent á grein á heimasíðu Kenn-
arasambandsins og bókina Fjölmenningar-
leg kennsla (fáanleg hjá Miðstöð nýbúa).
Guðrún Pétursdóttir
Höfundur er félagsfræðingur og
starfar hjá Miðstöð nýbúa.
Nýbúar
Fjölmenning
Kennsla
„Þegar margir menningarhópar mætast
sem íbúar sama samfélags getur komið til
árekstra ef ekkert er gert til þess að búa
íbúana undir breytingarnar,“ segir Guðrún
Pétursdóttir.
Ísland er ekki lengur einsleitt land.
Þróunin til fjölmenningarsamfélags
hefur átt sér stað hér á landi líkt og í
öllum öðrum ríkjum Evrópu og nú
þegar má sjá fyrir að hún muni halda
áfram í framtíðinni.