Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 7
Pist lar 9 Í nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla er nánast ekkert fjallað um þessa braut. Það er því á höndum hvers skóla fyrir sig að skipu- leggja hana og bera fulltrúar menntamála- ráðuneytisins því við að besta þekkingin á þessum málum sé innan skólanna sjálfra. Flestir skólamenn eru þó sammála um að betra hefði verið að fá skýrari línur um hvernig almenna brautin eigi að líta út til að forðast ósamræmi milli skóla eins og það hvort námið sé metið inn á aðrar brautir eða einingarnar séu bara „plateiningar“. Síðastliðið haust fór af stað vett- vangsnám fyrir kennara á almennri náms- braut á vegum Endurmenntunarstofnunar H.Í. Námið á að vera stuðningur við mótun og þróun brautarinnar og er því ætlað kenn- urum í þeim framhaldsskólum sem þegar eru byrjaðir að skipuleggja eða bjóða upp á slíka braut. Níu skólar sóttu um en sjö komust að og eru þrír til sjö kennarar frá hverjum þeirra. Boðið verður upp á slíkt nám aftur næsta vetur og oftar ef þörf verður á. Námið nær yfir allan veturinn, er í heild 80 klst. og gefur fjórar einingar. Það byggist upp á fimm tveggja daga lotum en þess á milli vinna þátttakendur að þróun brautarinnar innan hvers skóla fyrir sig. Á haustönn voru tvær lotur og verða loturnar þrjár á vorönn. Í hverri lotu eru bæði fyrirlestrar og um- ræður. Helstu spurningarnar sem velt er upp eru; hvernig á að skipuleggja námið, hvaða nemendur eiga að vera í því, hvað á að kenna og hvernig, hvernig á umsjón og aðhald nemenda að vera og hvað tekur við að náminu loknu? Meðal þeirra fyrirlesara sem þegar hafa komið eru Elna Katrín Jónsdóttir KÍ og Ólafur Jónsson frá menntamálaráðuneytinu sem fjölluðu um nýja menntastefnu, Gerður Óskarsdóttir fjallaði um rannsókn sína á kröfum atvinnu- lífsins til menntunar, Oddur Albertsson frá Lýðskólanum fjallaði um óhefðbundið skólastarf og fulltrúar Menntasmiðju kvenna á Akureyri fjölluðu einnig um óhefðbundið skólastarf og nemendur með lélegt sjálfsmat. Síðar verður m.a. fjallað um fjölgreindarkenningu Gardners og lífs- leikni. Að auki hafa þátttakendur námsins kynnt skipulag brautarinnar í sínum skólum og leitað verður í smiðju annarra skóla sem þegar hafa almenna námsbraut því vissulega er það rétt hjá fulltrúum menntamálaráðu- neytisins að mesta og besta þekkingin er innan skólanna sjálfra. Hrönn Hilmarsdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og umsjónarmaður námskeiðsins. Námskeiðið heitir: Vettvangsnám fyrir kennara áalmennri námsbraut. 1. Samráð Ég þekki konu sem skildi hugtakið nem- endalýðræði og kunni að beita því í fé- lagsmiðstöð þar sem hún vann, en mikil- vægt er, að hennar mati, að kenna ung- lingum að tjá sig, beita rökum og að verða sammála um til dæmis um reglur sem þeir vilja að hópurinn fari eftir. Henni gekk mjög vel í þessu starfi. Ég hef rætt við konu sem vill kenna krökkum að vera virkir þátttakendur í lýð- ræðinu og benda þeim á færar leiðir til áhrifa, vegna þess að skólastjórar og kenn- arar falla of oft í þá freistingu að ráða öllu sjálfir. Ég spurði hana: „Á til dæmis að hafa samráð við nemendur þegar skólareglur eru samdar til að þeir geti sjálfir fjall- að um réttindi sín og skyldur?“ Hún svaraði: „Börn vilja ramma til að starfa í og ef þau eru með í að búa hann til virða þau hann. Þau þurfa að læra hvernig samráð í lýðræðisríki fer fram.” Stuttu síðar frétti ég af skóla þar sem skólastjóri og kennarar höfðu nýlega samið og samþykkt agareglur fyrir nemendur sína. Án umræðu við aðra, án samráðs við foreldra og hópinn sem reglurnar eru um. 2. Einmana börn. Ég þekki stúlku sem hefur tvisvar orðið fyrir því að missa vinkonu - yfir til annarrar. Vinkonurnar hafa verið numdar á brott úr lífi hennar. Mér finnst þetta hryggilegt en um leið áhugavert vegna þess að sama hegðunarmynstrið birtist með tveggja ára bili. Hún átti bestu vinkonu og þær undu sér saman öllum stundum. Svo bættist sú þriðja við og sú kunni að hvísla í eyru og segja: „Talaðu við mig í einrúmi”, „talaðu við mig undir fjögur augu”. Sú þriðja fór að panta vinkonu stúlkunnar fyrirfram og setti skilyrði fyrir samvist- um. „Geturu leikið við mig eftir skóla á morgun og líka hinn, bara við tvær?” Stúlkan sem ég þekki var útilokuð. Hún var berskjölduð fyrir hegðun og hugsun sem hún þekkti ekki. Smátt og smátt missti hún alveg sambandið við bestu vinkonu sína. Heilt skólaár var hún einmana í skólanum. Næsta skólaár gekk betur. Hún náði góðu sambandi við aðra stúlku sem varð hjartnæm vinkona. Þær voru góðar saman, áttu skap saman og allt gekk vel, en hlutverk þriðju stúlkunnar bættist svo við. Stúlka sem var stundum með þeim fór að setja skilyrði: „Talaðu við mig í ein- rúmi”, „talaðu við mig undir fjögur augu”. „Geturu verið með mér á morgun og hinn, eftir skóla, bara við tvær?”. Og þetta heppnaðist, stúlkan sem ég þekki var aftur útilokuð og vinkona hennar ekki nógu sterk til að átta sig áður en hún var numin á brott. Gunnar Hersveinn Höfundur er heimspekingur og blaðamaður Tvær örsögur fyrir skólafólk Ges task r i f Samkvæmt nýjum framhaldsskóla- lögum eiga allir framhaldsskólar landsins að bjóða upp á almenna námsbraut. Brautin er hugsuð fyrir ó- ráðna nemendur og þá sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í grunnskóla til að komast inn á aðrar brautir framhaldsskólans. Vettvangsnám fyrir kennara á almennri námsbraut

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.