Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 18
Heimsóknin 20 Þetta vita náttúrlega allir. Hitt vita kannski ekki allir að nú er hægt að panta náms- gögnin á netinu sem bæði auðveldar og flýtir fyrir af- greiðslu. Er einhver ekki enn nettengdur þarna úti? Líklega ekki margir, a.m.k. sóttu 2600 manns vefinn heim á tímabilinu 16. októ- ber til 16. nóvember í fyrra sem gerir hann að mjög fjölsóttum vef á íslenskan mælikvarða. „Við viljum hafa vefinn gagnlegan fyrir kennara,“ segir Bryndís, „og fjölbreyttan. Við erum að sjálfsögðu með fréttir um nýja titla auk upplýsinga um eldri námsgögn en svo erum við líka með almennar fréttir sem snerta kennara, svo sem ábendingar um fundi, ráð- stefnur, áhugaverðar leiksýningar og margt fleira.“ Að sögn Bryndísar hefur álagið á starfsmenn stóraukist með tilkomu nýrrar námskrár og kennarar þrýsta á námsefni í samræmi við hana, eins og eðlilegt má teljast. „Það er lengra og flóknara ferli að gefa út námsefni en flestir halda og ferill hvers titils er mjög langur. Oft er þetta unnið þannig að mynd- aðir eru starfshópar, sem samsettir eru af kennurum og ýmsum sérfræðingum, til dæmis frá Kennaraháskólanum. Starfshóp- arnir leggja svo línurnar um hvaða leið skuli valin þ.e. hvort þýða og/eða staðfæra eigi erlent efni eða semja íslenskt efni frá grunni. Stundum er svo gerð tilraun með að kenna efni áður en það er endanlega gef- ið út. Í sumum tilfellum líða jafnvel einhver ár frá því að ákvörðun um útgáfu efnis er tekin þar til það kemur út. Markvisst átak hefur verið í gangi í framleiðslu kennslu- hugbúnaðar og aukafjárveiting hefur fengist sérstaklega til þeirrar útgáfu sl. tvö ár og svo verður einnig í ár,“ segir Bryndís. „Frá tilkomu forritakvótans 1999 hefur forrita- eign skólanna stóraukist enda nýtist hann eingöngu til kaupa á kennsluhugbúnaði en ekki öðru efni. Áður voru forritin inni í al- menna kvótanum sem dugði vart til bóka- kaupa í sumum skólum og þá voru forritin ekki keypt á meðan.“ Samstarfið við skólana Bryndís segir aðstöðuleysi nokkuð há starfseminni og þá m.t.t. samskipta við kennara. „Miklar breytingar hafa orðið á starfseminni, m.a. með sölu Skólavöru- búðarinnar árið 1999 og þegar Kennara- háskólanum var gefin kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar sem fluttist þangað endanlega 1998. Ég sé eftir kennslumiðstöðinni,“ viður- kennir Bryndís, „en við höfum útbúið litla aðstöðu hér til þess að taka á móti kennur- um sem verður að duga. Ég sé líka eftir Skólavörubúðinni en get þó tekið undir það sjónarmið að ríkið ætti ekki að standa í verslunarrekstri í samkeppni við einkaaðila. “Hlutverk kennslumiðstöðvar felst m.a. í kennslufræðilegri ráðgjöf og auk þess er þar til allt námsefni Námsgagnastofnunar svo að sjálfsagt er fyrir kennara að leita þangað áfram. Kennslumiðstöðin er nú til húsa fyrir ofan bókasafn Kennaraháskólans. „Námsefnið er einnig að finna á kennslu- gagnasöfnum stærri skólaskrifstofanna,“ segir Bryndís. „Hvað varðar samskipti við kennara nýtum við auðvitað vefinn mikið en auk þess gefum við út fréttabréf og höld- um fræðslufundi. Við erum alltaf með námsefnissýningar á haustþingum kennara- félaganna og lítum á þau sem mjög mikil- vægan vettvang til að hitta kennara, skiptast á skoðunum og mynda tengsl. Við bjóðum kennarafélögunum upp á einn frían fræðslufund á ári hverju og svo er hægt að kaupa fleiri fundi. Nokkrar skólaskrifstofur eru einnig með samning við okkur um að halda tvo fræðslufundi á ári, annan á kostn- að Námsgagnastofnunar. Í fréttabréfum og á vefnum leitum við eftir ábendingum frá kennurum um það sem betur má fara. Þá gerum við reglulega Öllum grunnskólakennurum eru send fréttabréfin tvisvar á ári en við vonumst til að það verði fjórum sinnum á ári innan tíðar. Einnig sendum við út dreifibréf í hverj- um mánuði í alla skólana.“ Námsgagnastofnun hóf útgáfu námsefnis á vef árið 1999. „Nú er hægt að finna efni í flestum námsgreinum á vefnum hjá okkur, allt frá einföldum kennsluleiðbeiningum upp í stóra námsvefi eins og Umhverfis jörðina sem er stórglæsi- legur vefur til samfélagsfræðikennslu, Íslandsvefinn sem er safn mynda og upplýs- inga um Ísland, Mályrkjuvefinn sem styður við kennslu Mályrkjubókanna í íslensku á unglingastigi og síðast en ekki síst má nefna vef um Leif heppna sem er afar fróðlegur og skemmtilegur. Þetta námsefni geta skól- arnir notað án endurgjalds, a.m.k. fyrst um sinn,“ segir Bryndís. Að sögn hennar hafa einstaka kennarar verið óánægðir með að vinnubækur fylgi ekki öllu lesefni en í aðalnámskrá er gerð krafa um að unnið sé á fjölbreyttari hátt en vinnubók leyfir. „Í stærðfræðinámsefninu Eining sem er ætlað yngsta stigi er til dæm- is lögð áhersla á umræðu, hlutbundna vinnu Námsgagnastofnun hefur þjónað skólum landsins, aðallega grunnskól- um en einnig að nokkru leyti fram- haldsskólum, í tuttugu ár, eða frá því að Ríkisútgáfa námsbóka og Fræðslumyndasafn Reykjavíkur voru sameinuð árið 1980. Bryndís Jónsdótt- ir, upplýsingafulltrúi, upplýsir að hlut- verk stofnunarinnar sé að sjá nem- endum grunnskólans fyrir námsgögn- um í öllum greinum í samræmi við aðalnámskrá. Námsgagnastofnun „Það er lengra og flóknara ferli að gefa út námsefni en flestir halda,“ segir Bryndís Jónsdóttir. Kennsluforrit verða æ veigameiri þáttur í námsgagnaútgáfu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.