Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 16
Samningamál 18 Aðrir fyrirlesarar voru Svali H. Björgvins- son vinnusálfræðingur sem fjallaði um starfsmannastefnu og mat á störfum ein- staklinga til launa og Hildur Elín Vignir með samskipti á vinnustað og starfsmanna- viðtöl. Skólavarðan fór í prentun sama dag og námstefnan var haldin en leitað var til Elnu Katrínar og Aðalsteins til þess að fá reykinn af réttunum. „Mér finnst að það eigi að vera einkenn- isorð þessa samnings að allir verði að standa við sitt,“ segir Elna Katrín Jónsdótt- ir. „Menn verða að taka sameiginlega ábyrgð á því sem hefur verið ákveðið að gera. Þegar loks komst skriður á samninga- gerðina lögðu bæði fjármála- og mennta- málaráðuneyti mikið af mörkum. Unnt var að smíða kjarasamning með forsendur og markmið sem bæta möguleika framhalds- skólanna til þess að verða á næstu árum sjálfstæðari og samkeppnishæfari stofnanir standi allir við sitt. Mikið hefur til þessa vantað upp á að stefna framhaldsskólalag- anna frá 1996 um aukna ábyrgð framhalds- skóla á starfsemi sinni og rekstri yrði að raunveruleika auk þess sem lág laun, erfið starfsskilyrði og slök staða til samkeppni um vel menntað fólk hefur verið mikill dragbítur á starfsemi skólanna. Þrátt fyrir að á undanförnum 4-5 árum hafi bæði verið sett ný lög og reglugerðir og rituð ný aðalnámskrá fyrir framhalds- skóla hefur af einhverjum ástæðum ekki verið mótuð skýr stefna um störf og kjör kennara. Skortur á starfsmannastefnu hefur blasað við þótt vissulega megi fallast á að eins konar þrátefli um mjög bundinn og miðstýrðan kjarasamning kennara, sem þó færði okkur aldrei almennileg grunnlaun, hafi auðveldað málið. Nú er staðan breytt, búið að lyfta grunnlaununum verulega, ein- falda kjarasamning og endurskilgreina störf talsvert. Framhaldsskólinn þarf að hafa forsendur og möguleika til að standast samanburð við önnur fyrirtæki á sviði menntunar og þekk- ingar. Samhliða því sem menn skoða innviði skólastarfsins og breyta og bæta á faglega sviðinu þurfa framhaldsskólarnir líka að verða lífvænlegir og áhugaverðir vinnustað- ir. Kennurum þarf að finnast að þeir nýti menntun sína og kunnáttu sem fagmenn, fái laun í samræmi við það og hafi möguleika á að sinna verkefnum sem vekja áhuga þeirra og veita þeim möguleika á að þroskast í starfi. Þá er ég að tala um verkefni umfram grunnstarfið, að kenna og prófa. Við erum sammála yfirlýstri stefnu sem birtist í nýjum reglugerðum menntamálaráðuneytis um að ekki sé skynsamlegt að allir þurfi ætíð að vera að gera það sama.“ Alvöru framkvæmdaáætlun Að sögn Elnu Katrínar eru mörkuð þáttaskil með þessari samningsgerð að því leyti að í henni felst alvöru framkvæmdaá- ætlun en ekki bara orðin tóm. „Það geta þó verið mörg ljón í veginum. Framhaldsskól- inn hefur aldrei áður hlutast til um ákvarð- anir varðandi störf og laun eins og honum er ætlað að gera í þessum kjarasamningi. Við erum nýliðar í þessum breytingum,“ segir Elna, „og auk þess vön því að störf okkar séu í föstum skorðum og höfum ætíð búið við miðlægan samning. Þetta mun reyna verulega mikið á almenna kennara, trúnaðarmenn og skólastjórnendur. Starfs- menn þurfa að hafa meira frumkvæði um störf sín og kjör og skólastjórnendur verða krafðir um miklu skýrari starfsmannastefnu en áður. Skólum verður lögð miklu meiri ábyrgð á herðar um að framkvæma og sýsla með ákvarðanir um störf og kjör kennara, námsráðgjafa og stjórnenda en það er að verulegu leyti nýtt viðfangsefni fyrir alla sem að því koma. Það reynir líka mikið á yfirvöld, bæði í fjármálum og menntamálum, að gefa fram- haldsskólum það svigrúm sem þeir þurfa í stað þess að slá í sífellu á puttana á þeim eða skera niður fjárveitingar sem þvert á móti þurfa að aukast.“ Kostnaður af kjarasamningnum er veru- legur en Elna Katrín vísar til sameiginlegr- ar yfirlýsingar fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra um að þeir muni beita sér fyrir því að styrkja rekstur framhaldsskól- ans, meðal annars til þess að ýta undir boð- aðar og áformaðar breytingar á skipulagi starfa og stjórnunar. „Það mun reyna á efndir þessa,“ segir Elna. Tvískiptur samningur „Kjarasamningurinn tryggir strax í upp- hafi miðlæga röðun til launa á grundvelli menntunar, kennsluréttinda og kennslu- reynslu,“ segir Elna Katrín, „og þar er skýrt til skila haldið öllu sem varðar vinnutíma kennara, ýmis önnur kjör þeirra og réttindi. Það liggur því ljóst fyrir hvers menn njóta og hvað þeir fá. Verulegur hluti samnings- ins er því miðstýrður. En svo er jafnframt byggt inn í hann annað skref. Þar spila nokkrir þættir saman. Fjármálaráðherra hyggst á næstu vikum veita framhaldsskól- um umboð til framkvæmdar kjarasamnings- ins. Reiknað er með því að með vorinu verði búið að koma á laggirnar samstarfs- nefndum í öllum framhaldsskólum og þá er jarðvegurinn búinn undir að hefja skipu- lagningu á nýjum störfum og viðbótarstörf- um sem boðuð eru með reglugerðarbreyt- ingum.“ Námstefnan 16. febrúar er tvíþætt, ann- ars vegar gegnir hún fræðsluhlutverki og hins vegar er hún umræðuvettvangur. Styrkur hennar liggur einnig í því að þar mæta báðir samningsaðilar til leiks, ríki og stéttarfélag, skólastjórnendur og trúnaðar- menn. Stéttarfélagið heldur svo áfram að miðla fræðslu til trúnaðarmanna, að sögn Elnu Katrínar. „Okkar félagsmenn úti í skólunum eru að taka að sér hluta þeirra starfa sem stéttarfélagið hefur sinnt fram að þessu. Til verða milli tuttugu og þrjátíu samstarfsnefndir en hingað til hefur ein- ungis verið ein miðlæg nefnd. Ábyrgð og mikilvæg umfjöllun um laun og kjör færast því nær þeim sem störfin vinna.“ Ekki alsköpuð út úr höfði Seifs „Auðvitað væntir fólk þess að breytingin úr miðstýringu yfir í dreifistýringu verði til góðs fremur en ills,“ segir Elna Katrín, „en við verðum líka að átta okkur á að svona framkvæmd stekkur ekki alsköpuð út úr höfði Seifs. Stéttarfélagið verður að reikna með að þurfa að styðja við þetta. Hvernig til tekst er háð því hvort menn ganga til móts við breytingarnar með jákvæðu hug- arfari, séu ákveðnir í að láta þetta ganga upp og vinna saman að því marki. Þann 16. febrúar sl. var haldin nám- stefna um nýjan kjarasamning fram- haldskólans og framkvæmd hans á Hótel Íslandi. Samningsaðilar, þ.e. fjármálaráðuneytið og Kennarasam- band Íslands, stóðu að námstefnunni og buðu til hennar skólameisturum og trúnaðarmönnum. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, hafði framsögu um markmið og efni nýs kjarasamn- ings ásamt Guðmundi H. Guðmunds- syni fyrir hönd fjármálaráðuneytis, en meðal annarra fyrirlesara var Aðal- steinn Eiríksson, deildarstjóri fram- haldsdeildar menntamálaráðuneytis. Kjarasamningur í framkvæmd Allir verða að standa við sitt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.