Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 23
Skóla l í f í land inu 27 Hjálmar Jóhannesson er forvarnafull- trúi í Verkmenntaskóla Austurlands en þar er lögð mikil áhersla á vellíðan nemenda. Við báðum Hjálmar um að segja í stuttu máli frá því hvernig staðið er að forvörnum innan skólans og fylgir frásögn hans hér á eftir: Starfsfólk Markmiðið með forvörnum í framhaldsskólum er að fyrirbyggja helst allan vanda en það er nú kannski ekki hægt. Við þurfum að hafa tiltækt námsefni um forvarnir fyrir starfsfólk og stuðla að því að fólk kynni sér það. Stöðug forvarna- vinna á sér stað sem kemur fram í því að for- varnafulltrúi skólans situr alla fundi sem haldnir eru í forvarnateymi sem sett hefur ver- ið á stofn í Fjarðabyggð og hittist einu sinni í mánuði, stundum oftar. Nemendur Við höfum forvarnastefnu sem tekur til alls umhverfis skólans og nemenda hans, um- gengni og samskipti við aðra nemendur skól- ans. Inn í forvarnastefnuna er ofin vímuvarna- stefna en það er sú grein sem við viljum vinna að í hljóði. Okkur langar til að beina nemend- um inn á vímulausar brautir en það þarf að gerast hljóðlega svo að athygli nem- enda sé ekki á því að verið sé að beina þeim frá, heldur að einhverju sem er áhugavert í lífinu. Foreldrar Foreldrar þurfa að koma að forvarnastarfinu í ríkara mæli heldur en hefur verið. Foreldrar hafa bundist samtökum í öðrum skólum og við vonum að svo verði líka hér. Það er ómetan- legt að foreldrar og starfsfólk skólans velti sameiginlega fyrir sér velferð nemenda sinna. Við í þessum skóla viljum ekki axla ein ábyrgð á velferð nemenda, foreldrar verða að koma að því máli og stofna til dæmis foreldrafélag, eins og gert hefur verið í Reykjavík, til að ræða um það sem betur má fara í samskiptum foreldra og barna, á milli skóla og nemenda og ekki hvað síst á milli nemenda sjálfra. Starfið framundan Það er á áætlun fyrir þessa síðari önn að koma á kennslu hjá kennurum í samskipta- tækni. Haldið verður námskeið í samtalstækni og við ætlum líka að fá til okkar sálfræðing til að taka á eineltismálum sem athygli manna beinist sérstaklega að nú. Auk þess er fyrirhug- að að Jón Indriðason hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins komi og haldi fundi í byrjun apríl. Skólavarðan frétti af athyglis- verðri tilraun í Smáraskóla í Kópavogi og fékk Valgerði Snæ- land Jónsdóttur skólastjóra til að segja frá hugmyndinni, aðdrag- anda hennar og framkvæmd. Smáraskóli í Kópavogi tók til starfa haust- ið 1994. Fyrsta árið voru um 120 nem- endur í skólanum en eru nú um 640. Skólinn hefur verið einsetinn frá því að hann var stofnaður en í því felst m.a. að börnin eru öll á sama tíma í skólanum. Þeir sem starfa við einsetna skóla vita manna best að skipuleggja þarf skólastarf þar með öðrum hætti en í tvísettum skól- um. Hluti af vandanum er skólabyggingin sjálf. Sumar byggingar eru þannig að auðvelt er að dreifa nemendahópnum með ýmsum hætti en í öðrum skólum er öllum stefnt á einn stað í húsinu á tíma- skiptum. Hönnun skólalóða skiptir einnig verulegu máli. Sú eðlilega þróun átti sér stað í Smára- skóla að eftir því sem nemendum fjölgaði urðu árekstrar á tímaskiptum tíðari. Þetta var starfsmönnum skólans á- hyggjuefni og leiddi til þess að hugmynd kviknaði um mis- munandi tímatöflur fyrir ólíka aldurshópa. Inn í þá umræðu blönduðust fréttir af því að ýmsir skólar væru að gera til- raunir með að breyta byrjunar- tíma að morgni (þ.e. seinka honum) og enn aðrir höfðu gert tilraunir með að láta yngstu börnin byrja seinna en þau eldri. Þetta leiddi til þess að gerð var tilraun í Smáraskóla sl. haust með mismunandi byrj- unartíma hjá ólíkum aldurs- stigum og þess gætt að kennslustundir, frímínútur og hádegishlé sköruðust aldrei en gengju á víxl. Skólabyrjun er á þeim tíma sem umferðarþung- inn er minnstur. Breytingin hefur haft gífur- lega jákvæðar afleiðingar fyrir allt skólastarfið. Starfsmenn, foreldrar og nemendur hafa fullan hug á að halda í þetta fyrirkomulag og þróa það enn frekar. Þrjár tímatöflur í 600 barna einsetn- um grunnskóla Inga Sigrún Matthíasdóttir er kennari í Dalvíkurskóla sem er einsetinn og, að sögn Ingu Sigrúnar, „framsækinn skóli sem gott er að vinna í, mikil samvinna milli kennara og gott andrúmsloft.“ Inga Sigrún hefur skemmt sér vel í starfinu í vetur af eftirfarandi frásögn að dæma: Mig langar að segja frá mjög skemmtilegri að- ferð í dönskukennslu sem ég hef verið að gera tilraun með í 9. og 10. bekk í vetur. Ég var svo heppin að geta verið með hópana í tölvustofu einu sinni í viku, en þar unnum við þessi verkefni. Þegar við hófumst handa vissu allir hvernig upphaf og endir áttu að vera eins og gengur og gerist í söguaðferð. Nemendur sáu svo um að spinna það sem kom þar á milli. Í 9. bekk var ákveðið að stofna veitingahús í Danmörku. Nemendur unnu tveir og tveir saman við eina tölvu. Byrjað var á því að finna nafn á veitingahúsið og síðan var teiknaður grunnflötur á sal, eldhúsi, salernum og þeim skúmaskotum sem fylgja. Búnir voru til orðalistar yfir hluti sem eru í þessum vistarverum, bæði í eintölu og fleir- tölu, og þeir límdir við teikningarnar. Því næst áttu þau að finna a.m.k. tvær persónur sem unnu á staðnum eða áttu hann og lýsa þeim (lo.) Matseð- ill var næstur á dagskrá og bjuggu þau til forsíðu, forréttasíðu o.s.frv. Þau pöntuðu svo munnlega af seðlinum hvort hjá öðru. Þá var ákveðið að búa til auglýsingu þar sem alls konar tilboð væru í gangi, sótt um vinnu, auglýst eftir fólki o.s.frv. Við byrjuðum á þessu verkefni um miðjan október og lukum því í síðasta tímanum fyrir jólafrí. Allir kynntu verkefnið sitt munnlega og var boðið upp á smákökur og drykk á meðan. Eftir jólafríið var ákveðið að „opna ferðaskrif- stofu“ og ætla nokkrir að vinna verkefnið í marg- miðlunarsmiðju. Ég mæli eindregið með þessari aðferð í dönskukennslu. Inga Sigrún lumaði jafnframt á nokkrum frá- bærum þýðingum úr dönsku sem komu fram á haustannarprófum. Ein setning úr textanum á prófinu olli nemendum nokkrum vandræðum, ekki síst orðið dog, en nemendur létu það ekki aftra sér frá því að svara. Setningin var þessi: Kroppen har brug for noget sundt og grønt. Man behøver dog ikke at spise som en kanin. Þýðingar: • Maður kennir hundi ekki að borða eins og kanína. • Maður þarf samt ekki að borða kanínur. • Maður lætur ekki hund borða það sama og kanínur borða. • Hundar þurfa þó ekki að borða það sama og kanínur. • Maður þarfnast hunds en ekki að borða kanínu. Var einhver að segja að danska væri leiðinleg? Söguaðferðin notuð í dönskukennslu Forvarnir í Verkmenntaskóla Austurlands:

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.