Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 9
Robert sagði að við værum nú stödd á þeim tímapunkti að okkur þætti sjálfsagt að halda námskeið með heitinu „tónlist og samskipti“, sem væri auðvitað fagnaðarefni út af fyrir sig en ætti þetta samt ekki að vera sjálfsagt? Hann sagðist því myndu tileinka afganginn að fyrirlestri sínum umræðunni um félagslega og samskiptalega virkni tónlistarinnar. Við grípum niður í fyrirlesturinn hér og þar, vonandi fáum við tækifæri til að lesa hann í heild sinni og meira til á einhverjum vettvangi síðar því Robert er ekki bara eldhugi heldur líka bráðskemmtilegur hugsuður og grúskari. Eins og að sofa hjá ljósmynd „Tónlist er performans og sá perfor- mans er kjarni félagsmótunarinnar sem er tónlistarmenntun,“ sagði Robert. „Performansinn á helst að vera hér og nú, lifandi tónlistarflutningur. Hinn umdeildi serbneski stjórnandi Celibadache hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði: „Að hlusta á upptöku af tónlistarflutningi er eins og að sofa hjá ljósmynd af Brigitte Bardot.“ Robert lagði áherslu á mikilvægi þess að tónlistin „færi fram“ í félagslegu samhengi og velti að því loknu upp hlutgervingu tónlistarinnar, eða öllu heldur tónverkanna. „Hlutgerving tónlistarverka er, býst ég við, fyrst og fremst rómantísk nítjándu aldar uppfinning. Fram að þeim tíma var tónlistin félagslegur viðburður, ekki hlutur… Það hefði aldrei hvarflað að tónskáldum að þau væru að búa til fjársjóði, safngripi fyrir framtíðina… Ekki hefði þeim heldur dottið í hug að eyða tíma sínum í að semja tónverk sem þeir áttu ekki von á að yrði flutt…“ Robert benti á að hlutgerving vissrar tegundir tónlistar væri farin að nálgast nokkurs konar aðkilnaðarstefnutilveru, apartheid. Tónlist sem hefði verið samin fyrir til að mynda ostagerðarmanninn úti á horni væri orðinn að hlut til að íhuga á meðan maður tæki þátt í því ritúali að fara á tónleika. „Þegar við smækkum tónlist niður á svið hlutanna er það ekki þekking á tónlistarupplifun sem hefur yfirhöndina heldur þekking á hugtökum, merkimiðum og kenningum. Smættarhyggja, stimplun og greining auðveldar okkur kenningasmíð og það er svo miklu auðveldara að nálgast og kenna kenningar en framkvæmdina sjálfa.“ Aðskilnaður og dauð tónskáld Robert vísaði til námskenninga, meðal annars fjölgreindakenningar Gardners sem hann sagði að öllum líkindum eiga skilið vinsældir sínar en yrði þó að taka með heilbrigðum fyrirvara eins og allar kenningar. „Gardner talar um tónlist sem einstaka og aðskilda greind og þá ættum við til dæmis að spyrja: Aðskilin frá hverju?… Verum minnug þess að í mörgum samfélögum eru tónlist og hreyfing svo samtvinnuð fyrirbæri að einungis er til eitt orð yfir þetta hvorttveggja.“ Robert sagði að draumur sinn væri að tónlistarnám yrði hluti af daglegum ritúölum þorra fólks á 21. öldinni. „Mínar eigin athuganir sýna að sú tónlist sem nemendur meta umfram aðra er tónlist sem er í félagslegu samhengi; tónlistin sem þeir spiluðu <i>hér, fyrir þessa og með þessum<i>, þetta skiptir meira máli en innra fagurfræðilegt gildi tónlistarinnar. Þetta skiptir miklu máli af því það minnir okkur á að flytja og fagna þeirri tónlist sem nemendur okkar semja eða spinna. Hversu hátt hlutfall tónlistar á skólatónleikum er tónlist sem nemendur hafa samið sjálfir eða spunnið? Þarf endilega að spila bara tónlist eftir dauð tónskáld í hljóðfæranámi? Tilgangur tónsmíða er performans! Síðastliðnar tvær aldir höfum við afbyggt tónlistargerðina í aðgreinda flokka tónsmíða, tónlistarflutnings og hlustunar, ergó: flytjandann, áheyrandann og tónskáldið, einangraða einmana veru með nánast goðumlíka stöðu.“ Því miður gefst ekki færi hér að að gera erindi Roberts meiri skil en grípum þó aðeins ofan í niðurlag fyrirlestrarins, svona rétt í lokin: „Það leikur enginn vafi á áhrifamætti tónlistarinnar, áhrifunum sem hún hefur á einstaklinga og samfélög. Tónlistarskólar og ekki síst þeir sem eru styrktir af almannafé eins og okkar, hafa þá skyldu að skoða stöðu sína í ljósi síns eigin félagslega umhverfis og setja sér það markmið sérstaklega að bjóða upp á félagsmótandi tónlistarmenntun og stuðla því að samfélagið „músíseri“ meira.“ keg NMPU - ÞING 9

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.