Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 26
KONUR Í FRÆÐSLUSTÖRFUM ÞINGA Evrópuráðstefna Félags kvenna í fræðslustörfum Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi, the Delta Kappa Gamma Society International, hélt Evrópuráðstefnu á Grand hótel dagana 6.-9. ágúst sl. Ráðstefnuna sótti fjöldi kvenna beggja vegna Atlantshafsins og vakti athygli hve hún var vel skipulögð og forvitnileg. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök sem hafa m.a. að markmiði að efla tengsl kvenna sem vinna að fræðslustörfum víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 200 íslenskar konur eru í samtökunum. Íslensku samtökin hafa verið mjög virk í starfi Evrópudeildar samtakanna og svæðisstjóri Evrópu er nú Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður. Hefur hún ásamt þeim Sigríði Jónsdóttur fv. námstjóra, Sigrúnu Jóhannesdóttur menntunarráðgjafa, Kristínu Bjarnadóttur lektor KHÍ og Áslaugu Brynjólfsdóttur fv. fræðslustjóra annast undirbúning ráðstefnunnar en einnig hefur fjöldi annarra kvenna úr samtökunum veitt liðsinni sitt. Yfirskrift ráðstefnunnar var Gróska – hæfni – forysta og voru aðalfyrirlesarar fjórir; Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti, dr. Lynne Scholefield frá Bretlandi, dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor í uppeldisfræði og loks dr. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri. Fyrirlestrarnir fjölluðu um menntamál, rannsóknir og þróun á sviði menntamála og forystuhlutverk kvenna í fræðslumálum. Opnunarhátið var á miðvikudegi 6. ágúst en á fimmtudag og föstudag var mikill fjöldi vinnufunda „workshops“ með fyrirlesurum frá átta löndum. Þar gafst tækifæri til að kynna sér það nýjasta á sviði menntamála og tækifæri gefst til að efla persónulegan og faglegan þroska. Skemmtun og menningarviðburðir ýmis konar voru líka á dagskrá. Þar má nefna kvöldverð með skemmtidagskrá í Perlunni og „Íslenskt kvöld” með heimsókn í Orkuveitu Reykjavíkur og þaðan var farið í Bláa lónið. Lokahófið var á Grand hótel og þar var aðalræðumaður forseti alþjóðasamtakanna, Jean Gray frá Bandaríkjunum. Á laugardagsmorgni voru svo menntamál í Evrópu rædd með fyrirlestri um framtíð menntunar í Evrópu sem fylgt var eftir með pallborðsumræðum. Enneagram – tæki til persónulegs þroska Vegna sumarleyfa og anna gafst okkur Skólavörðuliðum ekki færi á að fylgjast jafnvel með þinginu og við hefðum kosið, en ekki er að efa að hægt verður að leita til fólks með frásagnir úr vinnuhópum síðar meir, slíkur var fjöldinn sem sótti þingið og fjölbreytnin í dagskránni að úr nógu er að moða. Við náðum þó að hlusta á fyrirlestur Dr. Lynne Scholefield, Learning from the Enneagram, en Enneagram er nokkurs konar persónuleikaflokkuna rtæki. Áheyrendur fengu að spreyta sig á stuttu prófi til að skera úr um hvaða flokki að níu flokkum alls þeir tilheyrðu. Þegar Lynne lýsti svo í stuttu máli megineinkennum hvers flokks fyrir sig heyrðust hlátrasköll og fliss víða um salinn, enda skemmtilegt með eindæmum að heyra sjálfan sig krufinn til mergjar með þvílíkum hætti, það er að segja ef maður samþykkir gildi flokkunarinnar og krufningarinnar! Áhugasamir lesendur geta sjálfir tekið prófið og lesið niðurstöðurnar á vefnum, undirrituð fann það á www.kjalways.com og prófið heitir QUEST. Það forvitnilega við þetta persónuleikapróf er að það er þróað sem munnlegt kerfi og til þess ætlast að fólk spjalli saman um kerfið og nýti sér það til persónulegs þroska. Flokkunin er sem sagt ekki aðalatriðið, en þó útgangspunktur til að feta sig áfram og fá leiðbeiningar um hvar mann eigi næst að bera niður á þroskaferlinum. ENNEAGRAMið sjálft er teikning sem sýnir staðsetningu og skörun flokkanna, auk þess sem gert er ráð fyrir þremur miðjum eða kjörnum; hjarta, höfði og innviðum eða innyflum. Einnig eru sýndar hreyfingar, ENNEAGRAM 26

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.