Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 22
og þess vegna hef ég ímyndunaraflið og starf þess gjarnan einhvers staðar í sjónmáli, jafnvel þótt spurningar mínar komi að því frá margskonar sjónarhorni. Með því að sjá fyrir sér möguleg svör við spurningu getur kennari leitt umræðuna og séð til þess að á henni verði eitthvert áframhald þó svo að hann reyni síður en svo að kalla fram fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hann hefur áttavita í spurningum sínum sem gerir honum kleift að beina umræðunni á rétta braut fari hún út af sporinu. Og umræðan er vís með að gera það, þess vegna verður kennari að vera tilbúinn að láta áttavitann lönd og leið komi í ljós annar landshluti en hann stefndi til. Þetta er það skemmtilega við að stunda heimspeki með börnum. Þau sjá ekki vandamálið á sama hátt og kennarinn og geta fundið fleti á því sem hann gat ekki órað fyrir. Það er ekki alltaf mikilvægast að börnin rati þá braut sem kennarinn ætlast til af þeim heldur að þau læri að einbeita sér á sinn persónulega hátt, læri að nálgast tilteknar spurningar og finni hvers megnug þau eru í því efni. Það getur verið ótrúlega gefandi bæði fyrir kennara og nemendur. Hefur engan dreymt að hann sofi? Lítum nú á nokkur dæmi. Ég spyr: „Getur allt verið draumur?“ Börnin byrja á að þreifa sig áfram með svör og ég skrifa þau upp á töfluna svo sem „maður sefur ekki í draumi“, „til hvers eru álfar? þeir geta búið til drauma” , „dauða dreymir ekki.“ Því næst reyni ég að taka svörin fyrir. Ég sé strax að sum þeirra bjóða ekki upp á áframhald í umræðu eða leiða í einhverskonar tómarúm og verð því að ýta þeim til hliðar. Spurningin um álfana er t.d. illhöndlanleg þó svarið sé skemmtilegt og verð ég að setja hana til hliðar. Svipað er uppi á teningnum með dauðann og drauminn. Í orði kveðnu er dauðinn utan við reynsluheim okkar svo hann getur ekki sagt okkur til um skil milli draums og veruleika. En hvað með svarið að við sofum ekki í draumi? Er hér ef til vill komið mögulegt svar? „Hefur engan dreymt að hann sofi?“ spyr ég. Við getum ekki svarað því afdráttarlaust. „Dreymir okkur ekki stundum dagdrauma? Er munur á þeim og svefndraumum?“ spyr ég enn. Börnin leggja til atlögu við spurningarnar. „Í vöku ímyndum við okkur hluti en látum þá ekki gerast“, segir einn nemandi og bætir við: „Draumar eru aflmeiri, meira spennandi, stjórnlausir. Við þorum meira, gerum hættulegra.“ Þá bætir annar nemandi við: „Ímyndunaraflið er raunveruleikinn.“ Við komumst fljótt að því að ímyndunaraflið virðist virkt í hvoru tveggja ástandinu. Nú er umræðan komin inn á brautir sem ég ætlaði ekki með hana en ég læt börnin ráða ferðinni. „Hvort er ímyndunaraflið frjálsara í draumi eða vöku?“ spyr ég og set upp tvo dálka á töfluna fyrir draum og vöku. Þá koma eftirfarandi svör. Draumar: „Það er meira frelsi í draumi því maður má gera það sem maður vill.“ „Það er hægt að gera margt án þess að skaða sig og aðra.“ Vaka: „Maður getur stjórnað ímyndunaraflinu.” „Maður getur forðast ímyndaðar hættur í vöku.“ Eins og sjá má eru börnin búin að gera lifandi greinarmun á ástandi drauma og veruleika og sá ég ekki frekari ástæðu til að hártoga það, enda kennslustundinni lokið. Annar hópur nemenda vildi gera þann greinarmun að í vöku sjáum við með eigin augum en í draumi sjáum við utan frá okkur, í þriðju persónu, þ.e. að sjálfur verður maður „hann“ eða „hún“ í draumi. Ímyndun og forvitni okkar eru þriðja persóna í draumum. Þau bættu svo við: „Allt getur gerst í draumi en okkur finnst ótrúlegt það sem getur gerst í raunveruleikanum.“ Nokkur svör um draum og veruleika Til viðbótar langar mig að tiltaka nokkur svör barnanna um draum og veruleika. -Hvernig getum við dáið ef allt er draumur? -Draumur er bara ein hugsun. Við ferðumst í honum. -Draumar eru tilfinning, veruleikinn er snerting. -Draumar gefa merki um hvernig raunveruleikinn er. -Draumur er óuppfylltur sannleikur um langanir okkar. -Draumar þróast meira og meira því við uppgötvum alltaf eitthvað nýtt. Að lokum vil ég tilfæra svar sem tók einn nemanda viku að ráða fram úr og spyr ég hvort Descartes eða hver annar sem nöfnum tjáir að nefna hefði gert það betur. „Hvað ef lífið er bara draumur? Ætli það verði ekki að vera líf á bak við drauminn? Annars væri það ekki draumur! Því það verður að vera til hugsun eða líf til að draumar verði til.“ Heilinn í höfðinu og hugsunin í heilanum Ég veit aldrei fyrirfram hvaða stefnu heimspekileg umræða með börnum tekur. Ég geng út frá nokkrum grundvallar-spurningum og geri mig svo kláran að taka því sem að höndum ber. Oft er umræðan jafn mikil uppgötvum fyrir mig eins og börnin. En grundvallar-spurningarnar gefa samt tóninn um áframhaldið. Heimspekileg umræða um samband hugsunar við heilann hefst allajafna með einfaldri spurningu: „Með hverju hugsum við?“ Yfirleitt hafa börnin svarið á reiðum höndum. „Heilanum,“ segja þau nær undantekningarlaust og svo bæta þau stundum við öðrum þáttum: „Hjartanu, sálinni, stundum huganum eða höfðinu.“ Oft gefa þau ólíkindasvör en draga þau jafnan til baka. Ég reyni að fá þau til að segja mér hvernig við förum að því að hugsa með hjartanu og hverskonar hugsun fari þar fram og svipað gildir SAMRÆÐULIST OG HEIMSPEKI Með því að sjá fyrir sér möguleg svör við spurningu getur kennari leitt um- ræðuna og séð til þess að á henni verði eitthvert áframhald þó svo að hann reyni síður en svo að kalla fram fyrirfram ákveðna niðurstöðu. 22

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.