Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.08.2003, Qupperneq 12
NÁMSEFNI Lesum lipurt Lesum lipurt eru ný lestrar- og málþjálfunarverkefni sem henta vel til kennslu á grunnskólastigi. Verkefnin eru sérstaklega ætluð nemendum sem vilja bæta grunnfærni sína í lestri og nemendum sem gengur hægt að ná tökum á lestri. Höfundur er Sigríður Ólafsdóttir sérkennari í Garðabæ. Að sögn Sigríðar hafa lestrar- verkefnin verið í þróun undanfarin ár og hún hefur farið nýjar leiðir í lestrartækni, meðal annars að þjálfa augnhreyfingar til að teygja úr og stækka sjónskerpu-svið augnanna við lestur, en varðandi þennan þátt hefur Sigríður átt samvinnu við Björn Má Ólafsson augnlækni. Þjálfunin er mark- viss og byggist á lestri á orðalistum. Lestrar-og mál-þjálfunarverkefnin eru lesin eða unnin munnlega. Þau grundvallast á samhljóða-samböndum. Verkefnin eru í tveimur heftum og skiptast í 17 kafla, fjölbreytt og ólík á hverri blaðsíðu og ætluð mismunandi getustigum. Mörg stutt verkefni eru á hverri síðu og töluvert um endurtekningar en þó með nýjum áherslum. Endurtekningin festir efnið betur í minni. Sérhvert verkefni er afmarkað með ramma og letur er stórt og breitt. Hver kafli byrjar á hraðlestraræfingu sem lesin er í tvær mínútur, í byrjun og lok kaflans. Framfarir eru metnar við lok hvers kafla. Þá gefst nemanda tækifæri til sjá framfarir strax og bætir það sjálfstraust og eykur áhuga fyrir lestrinum. Undirstaða hvers kafla eru orðalistar. Þeir byggja á orðum sem hefjast á eða innihalda ákveðinn samhljóða eða sam-hljóðasamband. Orðunum er raðað í fyrirfram ákveðna röð eftir fyrsta sérhljóða í orði. Röð sérhljóðanna og takturinn spilar þannig saman að lesturinn verður brátt taktfastari, öruggari og auðveldari en áður. Með orðalistunum og fleiri verkefnum sem þjálfa grunnlestrartækni er lögð áhersla á þjálfun augnhreyfinga. Önnur verkefni í Lesum lipurt eru til þess fallin að teygja á sjónskerpusviði og stækka þannig svæðið sem augun sjá skýrt í hverri augndvöl. Þannig verða augnhreyfingar færri og augunum miðar betur áfram í línunni og lestrarhraði eykst. Verkefnin eru aðgengileg fyrir kennara, nemendur og foreldra. Ekki þarf ekki að leysa öll verkefni á hverri blaðsíðu. Með því gefst kennara/ nemanda tækifæri til að velja verkefni við hæfi eða verkefni sem höfða til nemandans. Í verkefnunum eru ljóð sem flest eru eftir Þórarin Eldjárn. Þau höfða til nemanda og eru myndræn, taktföst og skemmtileg. Verkefnin voru reynslukennd sl. vetur í Flataskóla í Garðabæ og þóttu gefa góða raun. Garðabær, Menntamálaráðuneytið og fleiri hafa styrkt Lesum lipurt og nú árið 2003 hefur Þróunarsjóður Grunnskóla veitt styrk til að þróa verkefnin áfram. Gert er ráð fyrir að verkefnin verði aðlöguð sérstaklega að lestrarkennsluí 2. bekk í grunnskóla. Þar kemur lestrarvandinn yfirleitt fyrst í ljós og hugmyndin er að nota lestrar- og málþjálfunarverkefnin Lesum lipurt til að reyna að ráða bót á vandanum. Í byrjun lestrarkennslu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að lestur er eins og hver önnur íþrótt sem þarf að þjálfa daglega. Hafa ber í huga að æfingin skapar meistarann! Náðargáfan lesblinda Út er komin bókin „Náðargáfan lesblinda“ eftir Ronald D. Davis, höfund Davis-kerfisins sem er almennt hvetjandi námskerfi og hefur einnig gefist vel í baráttunni við lesblindu. Ron Davis var hér á landi nýverið og hélt fyrirlestra í Háskólabíói og víðar á vegum samtakanna lesblind.com, en stofnandi þeirra er Axel Guðmundsson Davis-lesblinduleiðbeinandi. Davis gengur út frá því að einstaklingar með lesblindu hugsi fremur í myndum en orðum, og búi að auki yfir miklu innsæi og næmni á umhverfi sitt. Davis greindist með einhverfu sem barn og glímdi sjálfur við lesblindu á háu stigi sem hann hefur tekist á við með eigin aðferðum með góðum árangri. Eitt eintak af bókinni „Náðargáfan lesblinda“ verður gefið í alla grunn- og framhaldsskóla landsins, en þeir sem vilja fræðast meira og nálgast eintak af bókinni geta aflað sér upplýsinga á heimasíðu lesblind.com eða á skrifstofu samtakanna í Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ, s. 586 8180. Ronald D. Davis á fundi í Háskólabíói 12

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.