Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 24
ÞRÓUNARVERKEFNI Leikskólanemendur með einhverfu Um síðustu áramót var hrint af stokkunum athyglisverðu þróunarverkefni í samvinnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og Kópavogsbæjar. Mark- miðið með verkefninu er að byggja upp þekkingu og reynslu í leikskólum Kópavogs jafnframt því að þróa heildstæða þjónustu fyrir börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Þátttakendur í verkefninu eru börn sem eru fædd árið 1999 eða síðar, eru í leikskóla í Kópavogi og hafa greinst með röskun á einhverfurófi. Verkefnið er skipulagt til þriggja ára en gert ráð fyrir að þá verði þjónustulíkan þess fullmótað, kostir og gallar verða metnir og reynt verður að svara þeirri spurningu hvort reynslan af þessu verkefni gefur vísbendingu um hvernig byggja skuli upp hágæðaþjónustu fyrir næstu skólastig. Aðstandendur verkefnisins gera sér jafnframt vonir um að vinnubrögð sem þessi verði tekin upp víðar um land og vilja gjarnan stuðla að því að svo verði með kynningum. Verkefnisstjóri fyrir hönd Kópavogsbæjar er Erla Stefanía Magnúsdóttir leikskólasérkennari og fyrir hönd Greiningarstöðvarinnar Sigrún Hjartardóttir leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi. Skólavarðan hafði samband við Erlu og Sigrúnu og spurði frétta af verkefninu. Hvernig kom þetta verkefni til? „Okkur fannst vanta fjölbreyttari meðferðar- og kennsluúrræði fyrir börn með einhverfu í leikskólum heldur en stóð til boða frá fagsviði einhverfu og málhamlanna frá Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins.“ segir Erla, „og okkur fannst einnig vanta meira samstarf við Greiningarstöðina. Hugmyndin að slíku samstarfi var sett fram á fundi á Greiningarstöðinni í október 2002 og strax tekið vel í hana.“ „Markmiðið er að byggja upp heildstæða þjónustu,“ segir Sigrún, „við börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra og nýta þverfaglega þekkingu úr mismunandi þjónustukerfum. Farin verður sú leið að samþætta betur KENNSLUAÐFERÐIR Sú kennsluaðferð sem höfð er að leiðarljósi í þróunarverkefninu byggist einkum á hugmyndafræði „skipulagðrar kennslu“ (structured teaching model). Skipulögð kennsla er einn af meginþáttum TEACCH líkansins, hún er ekki ein nálgun eða meðferð sem slík heldur samnýtir hún fleiri tegundir kennsluaðferða, s.s. leikíhlutun, músíkþerapíu, snertingu, slökun o.fl. Mögulegar leiðir verða skoðaðar og engin aðferð útilokuð fyrirfram. MARKMIÐ Að byggja upp í sveitarfélaginu þekkingu og færni til að vinna með börnum með einhverfu í Leikskólum Kópavogs. Að þróa skipulagða kennslu ásamt leikíhlutun til að vinna með börnum með einhverfu, með eftirfarandi grundvallaratriði í huga: • Eins og önnur börn kæra börn með einhverfu best þegar þeim líður vel og eru að fást við áhugaverð verkefni. • Byggt verður á áhuga og hæfni barnanna, hvers og eins. • Eins og önnur börn eiga börn með einhverfu rétt á að öðlast hámarksþroska miðað við aldur og getu. • Bera þarf virðingu fyrir hverju einstöku barni. • Nota skal fjölbreytilegar aðferðir við hæfi hvers og eins barns. KOSTIR LEIKSKÓLASTARFS OG BARNAHÓPSINS VERÐI NÝTTIR til dæmis í leikmeðferð. Það er einnig þroskandi fyrir ófötluð börn að umgangast og eignast vini meðal fatlaðra barna. Barnið fær einnig sína föstu tíma í sérkennslu daglega, bæði einstaklingskennslu og kennslu í litlum hópi þar sem áherslan verður lögð á að kenna nýja færni, efla boðskiptin og félagsleg samskipti við jafnaldrana. FUNDIR/EFTIRFYLGD – ENDURMAT Kennslusálfræðilegt mat (PEP-R) verður lagt fyrir hvert barn sem er þátttakandi í þróunarverkefninu. Markmiðið er að meta stöðu barnsins í mismunandi þroskaþáttum, félagslegum samskiptum og leik. Áhersla er lögð á að finna út styrkleika og áhugasvið og hvernig best er að nýta þá þætti sem grundvöll að einstaklingsnámskrá. Auk þess er hegðun barnsins í mismunandi aðstæðum metin, hverjir eru helstu veikleikar, hvað hindrar nám og hvaða tækni þarf að nota til að auka færni til náms jafnframt því að draga úr áhrifum fötlunarinnar. Einstaklingsnámskráin verðurkynnt fyrir foreldrum (sem þeir síðan samþykkja eða koma með sínar óskir til viðbótar). Námskráin verður einnig kynnt fyrir starfsfólki deildar þar sem barnið er og öllum öðrum aðilum sem að uppeldi barnsins koma, s.s. stuðningsfjölskyldum. Einnig verður myndbandsupptaka notuð við ólíkar aðstæður, s.s. í einstaklingskennslu, skipulögðum og frjálsum leik, til að meta framvindu barnsins. Fundir/ráðgjöf með þjónustuteymi verða haldnir einu sinni í viku fyrsta mánuðinn, aðra hvora viku næstu tvo mánuði og síðan á sex vikna fresti eða eftir þörfum. Samskiptabók verður á milli heimilis og skóla. 24

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.