Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 11
NÁMSEFNI Benjamín Dúfa - í kennslu á miðstigi grunnskóla Bókin um Benjamín dúfu og samnefnd kvikmynd hafa notið mikilla vinsælda hjá ungum sem öldnum og árið 1995 var ritgerðin Benjamín dúfa – í kennslu á miðstigi tilnefnd sem besta lokaverkefni nemenda til B.Ed. prófs í Kennaraháskóla Íslands. Höfundar eru Vala Bragadóttir og Sólrún L. Pálsdóttir og þær létu ekki staðar numið heldur hófust handa við að hanna kennsludisk út frá efni ritgerðarinnar. Samnefndur diskur inniheldur ritgerðina í einstökum köflum og í heild sinni og kennarahandbók, ásamt með fræðilegum rökum fyrir því að skáldsögur séu kenndar á miðstigi ásamt ýmsum upplýsingum um Benjamín dúfu og efni hennar. Einnig fylgja á disknum verkefnablöð fyrir nemendur auk nokkurra fylgiskjala með myndum sem eiga við hugmyndir að umræðuefnum. Kennsludisknum „Benjamín dúfa – í kennslu á miðstigi“ hefur verið mjög vel tekið af kennurum og við höfum haft spurnir af því að höfundur bókarinnar, Friðrik Erlingsson, hafi heimsótt skóla í kjölfar kennslunnar og spjallað við nemendur. Verkefnin eru af ýmsum toga og tengjast til dæmis bókmennta- greiningu, málfræðivinnu, leikrænni tjáningu og umræðu um og úrvinnslu á hugmyndum á borð við sorg og vináttu. Í kennarahandbókinni er auk þess að finna mikinn efnivið í fleiri verkefni í ítarlegri greiningu á sögunni og persónusköpun hennar, byggingu og sjónarhorni, máli og stíl, umhverfi og tíma, vísunum, táknum og persónulýsingum. Einnig er að finna í kennarahandbókinni útdrætti úr öllum köflum bókarinnar og íhugunarefni fyrir nemendur að loknum hverjum útdrætti. Benjamín dúfa – í kennslu á miðstigi er safaríkt námsefni sem hægt er að gera sér mikinn mat úr. Diskurinn er á pdf formi og krefst þess að viðtakandi sé með Acrobat reader í tölvunni sem flestir eru með núorðið, en ef ekki, er hægt að sækja ókeypis eintak af forritinu beint af forsíðu disksins. Þetta námsefni er ekki gagnvirkt en auðvelt er að prenta út verkefnablöð og annað efni og skjölin eru ekki þung. Sýnishorn af disknum – hluti umfjöllunar um vísanir „Benjamín dúfa hefur að geyma ýmsar vísanir í bókmenntir. Ekki er víst að nemendur átti sig á þessu og er í höndum hvers kennara hvernig og hvort hann vinnur eitthvað með vísanir með nemendum sínum. Þegar litið er á söguna í heild ber hún mörg einkenni hetju- og riddarasagna. Þetta kemur í ljós strax í upphafi þegar Róland er kynntur til sögunnar. Forfeður hans voru riddarar og hetjur sem björguðu prinsessum, háðu einvígi og unnu mikla sigra. Sjálfur flytur Róland í hús sem líkist kastala. Meira að segja húsgögnin eru í kastalastíl. Strákarnir stofna reglu Rauða drekans sem er riddarafélag. Margt af því sem þessir ungu riddarar taka sér fyrir hendur svo og örlög þeirra eru vísanir í riddara- og hetjusögur. Riddararnir eignast glæsileg vopn, fá viðurvefni og tákn sem einkenna þá, æfa skylmingar og glíma við ýmis konar þrautir eins og hetjur til forna. Þeira hefna fyrir dauða kattarins þar sem hið illa, Helgi svarti, hlýtur makleg málagjöld, og verða meiri hetjur fyrir vikið… keg 11

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.