Skólavarðan - 01.08.2003, Síða 28

Skólavarðan - 01.08.2003, Síða 28
KJARAMÁL, TILKYNNINGAR Auglýsing starfa KJARAMÁL LEIKSKÓLI Í júní s.l. sendi skrifstofa FL út bréf til allra rekstraraðila leikskóla þar sem bent er á þá skyldu sem lög um leikskóla hafa í för með sér varðandi að auglýsa stöður sem ófaglærðir/ rétttindalausir gegna við uppeldi og menntun í leikskólum. Hvorki í lögum um leikskóla né öðrum lögum er að finna ákvæði um auglýsingaskyldu eins og gildir um kennara í grunn- og framhaldsskólum. FL telur að lög um leikskóla setji þá kvöð á þá sem reka leikskóla að þeir auglýsi þessar stöður með reglulegu millibili og eigi sjaldnar en einu sinni á ári. FL vill í þessu sambandi vekja athygli á því að leikskólakennari geti hvenær sem er sóst eftir stöðu sem réttindalaus aðili gegnir þó hún sé ekki auglýst og eigi rétt á stöðunni. Öll störf við uppeldi og menntun barna í leikskólum eru leikskólakennarastörf. Það er einunigs í þeim tilfellum að ekki fæst leikskólakennari sem heimilt er að ráða aðila án leikskólakennaram enntunar. Ráðningarsamningar Bent er á þá skyldu atvinnurekenda að gera ráðningarsamning ef ráðning skal standa lengur en einn mánuð. Slíkur samningur skal gerður við upphaf ráðningar (áður en starf hefst) og skulu koma fram samningsskilmálar og ráðningarfyrirkomulag í samningnum. Þar má nefna deili á aðilum, vinnustað/vinnustaði séu þeir fleiri en einn, starfsheiti/eðli starfs, upphafsdag, tímalengd, vinnutímaskipulag, starfshlutfall, daglega/mánaðarlega vinnuskyldu, mánaðarlaun, aðrar greiðslur eða hlunnindi, greiðslutímabil, orlofsrétt, uppsagnarfrest, rétt til launa í barnsburðarleyfi og veikindum, lífeyrissjóð og stéttarfélag. Leikskólakennarar og leikskólastjórar eru hvattir til að ganga alltaf frá ráðningarsamningi áður en þeir hefja störf. Björg Bjarnadóttir, formaður FL SJÚKRASJÓÐUR Breytingar á 6. og 7. grein Stjórn Sjúkrasjóðs samþykkti á fundi sínum í júní sl. að breyta 6. og 7. grein í úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs. Breytingarnar taka gildi 1. september 2003. 6. gr. verður svohljóðandi eftir að breytingar taka gildi 01.09. 2003: Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki vegna kostnaðarsamra aðgerða eða meðferða sem sjóðsfélagi fer í samkvæmt læknisráði. Ekki er veittur styrkur nema kostnaður fari yfir 30.000 kr. 7. gr., 2. mgr. verður svohljóðandi eftir að breytingar taka gildi frá 01.09. 2003: Sjóðfélagar fá styrk vegna kaupa á sjónglerjum einu sinni á hverjum 48 mánuðum. Styrkur nemur þriðjungi af heildarkostnaði sjónglerja. Framvísa ber augnvottorði frá augnlækni ásamt frumriti kvittana. Ekki er veittur styrkur nema kostnaður sjónglerja fari yfir 30.000 kr. Athugið að úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs í heild sinni eru birtar á heimasíðu Kennarasambandsins, www.ki.is STYRKIR Auglýsing um úthlutun styrkja úr C deild Vísindasjóðs FL Hér með eru auglýstir styrkir sem veittir eru félagsmönnum FL annars vegar til þróunar- og rannsóknastarfa og til námsefnisgerðar og hins vegar einstökum félagsmönnum eða hópum félagsmanna, faghópum og nefndum innan FL til að halda námskeið og ráðstefnur ætlaðar félagsmönnum. Í UMSÓKN ÞARF AÐ KOMA FRAM: • heiti verkefnis • lýsing á verkefninu, markmið þess og gildi • lýsing á framkvæmd verkefnis • upplýsingar um umsækjanda/endur, s.s. menntun og starfsferill • kostnaðaráætlun Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu www.ki.is í síðasta lagi 15. september 2003. Reykjavík 8. ágúst 2003, stjórn Vísindasjóðs FL 28

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.